C32 Auxiliary Engine Caterpillar


Cold Weather Operation

Usage:

C32 AX2
Cat-dísilvélar geta unnið vel í kulda. Þegar kalt er í veðri er gangsetning og notkun dísilaflvélarinnar háð eftirfarandi atriðum:

  • Hvers konar eldsneyti er notað

  • Seigju á olíunni

  • Viðbótarræsihjálp

  • Viðbótaraðstoð upphitunar

Sjá Special Publication, SEBU5898, "Cold Weather Recommendations for Cat Machines" – sérrit með ráðleggingum um notkun Cat-véla í köldu veðri.

Tilgangur þessa kafla nær yfir eftirfarandi upplýsingar:

  • Útskýra möguleg vandamál sem verða vegna notkunar í köldu veðri

  • Benda á skref sem hægt er að taka til að lágmarka vandamál við gangsetningu og vandamál í notkun þegar umhverfishitastig er kaldara en 0 to −55 °C (32 to −67 °F).

Notkun og viðhald aflvélar við frosthitastig er flókið vegna eftirfarandi aðstæðna: ótakmarkaður munur á veðurskilyrðum, notkun aflvélar og tilföngum sem eru í boði á þínu svæði. Þessa þætti, tilmæli frá þínum söluaðila Cat, fyrri reyndir starfshættir og upplýsingarnar sem eru að finna í þessum kafla ætti að sameina til að veita leiðbeiningar um notkun í köldu veðurfari.

Ábendingar um notkun í köldu veðri

  • Ef aflvélin fer í gang skal láta hana ganga þar til lágmarksnotkunarhita sem nemur 71 °C (160 °F) er náð. Með því að ná ganghita má koma í veg fyrir að sogventlarnir og útblásturslokarnir festist.

  • Kæli- og smurkerfi vélarinnar tapa ekki hita um leið og drepið er á vélinni. Þetta þýðir að hægt er að stöðva aflvél í nokkrar klukkustundir og hún mun fara auðveldlega í gang. Ef aflvélin hefur verið stöðvuð í átta klukkustundir ber að líta svo á að hún hafi kólnað niður í umhverfishitastig.

  • Setjið rétt smurefni í hvert hólf fyrir upphaf kalds veðurs.

  • Athugið alla gúmmíhluta (slöngur, viftudrifreimar o.s.frv.) vikulega.

  • Leitið eftir sliti eða skemmdri einangrun á vírum og tengingum.

  • Haldið öllum rafgeymum fullhlöðnum og heitum.

  • Fyllið á eldsneytisgeyminn við lok hverrar vaktar.

  • Skoðið loftsíur og loftinntak daglega. Skoðið loftinntak oftar þegar unnið er í snjó.

------ VIÐVÖRUN! ------

Alkohól og ræsiúðar geta valdið slysum og eignatjóni.

Alkohól og ræsiúðar eru mjög eldfimir og eitraðir vökvar. Ef ekki er farið rétt með, getur það valdið slysum og eignatjóni.


------ VIÐVÖRUN! ------

EKKI NOTA ETER (gangsetningarvökva) nema slíkt sé sérstaklega tekið fram. Ef aflvélin er búin hitara inntakslofts (rafknúinn eða soggreinarhitara með eldsneytiskveikju) skal EKKI nota eter (gangsetningarvökvi). Notkun eters kann að valda skemmdum á aflvél og/eða meiðslum.



TILKYNNING

Sjálfvirk innsprautun á eter, sem er aukabúnaður, er eina kerfi startvökva sem mælt er með. Of mikið af startvökva getur valdið skemmdum á stimpli og hring. Notið startvökva aðeins við kaldræsingu.


  • Sprautið startvökva aðeins þegar aflvélin er að snúast.

  • Þurrkarar fyrir loftkerfið geta verið árangursríkir við að draga úr rakaþéttingu og myndun á ís í loftkerfum.

  • Innsprautun alkóhóls getur komið í veg fyrir að raki frjósi í gangráð loftpressu og í öðrum íhlutum loftkerfisins.

  • Upplýsingar um gangsetningu með startköplum í köldu veðri eru í notkunar- og viðhaldshandbókinni

Seigja smurolíunnar

Rétt seigja vélarolíu er mikilvæg. Olíuseigja hefur áhrif á hversu mikið átak þarf til að gangsetja aflvélina. Upplýsingar um ráðlagða seigju vélarolíu eru í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Tilmæli fyrir vökva".

Hitarar smurolíu

Athugið Ekki er mælt með notkun ídýfingarhitara fyrir olíupönnur til að hita smurolíuna. Tryggið samhæfni íhluta með því að nota eingöngu búnað sem Caterpillar mælir með.


TILKYNNING

Hitaelement sem eru í beinni snertingu við smurolíuna geta valdið koksun olíunnar.

Fylgið þessum tilmælum til að komast hjá koksun á olíunni þegar hún er hituð.

Hitastig yfirborðs hitunar má ekki fara yfir 150 °C (300 °F). Hámarks hitaþéttleiki hitunaryfirborðs má ekki fara yfir 1.24 w/cm2 (8W/in2).


Pönnuhitarar vélarolíu eru notadrjúg tæki sem veita eftirfarandi aðgerðir:

  • Aðstoða við að draga úr straumþörf startara sem þörf er á til að gangsetja aflvélina.

  • Bæta olíuflæði við gangsetninguna.

  • Dregur úr tíma sem þörf er á til að hita upp aflvélina.

  • Endingartíma í legum er aukinn.

Pönnuhitarar vélarolíu geta dregið úr lágmarkshitastigi sem venjulega er mælt með fyrir fjölþykktarolíu. Fáið frekari upplýsingar hjá söluaðila.

Tilmæli fyrir kælivökva

Verjið kælikerfið þannig að það þoli mesta væntanlega kulda utandyra. Upplýsingar um ráðlagða blöndu kælivökva eru í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Tilmæli fyrir vökva".

Í köldu veðri skal athuga kælivökvann oft varðandi réttan glýkólstyrk í kælivökva til að tryggja rétta frostvörn.

Vatnskápuhitari

Vatnskápuhitari hitar kælivökvann sem umlykur brunahólfið og veitir eftirfarandi aðgerðir:

  • Auðveldari gangsetningar.

  • Upphitunartími er styttur.

  • Dregið er úr hitastigi sem þörf er á fyrir eter.

Hægt er að virkja rafknúinn vatnskápuhitara þegar aflvélin er stöðvuð. Virkur vatnskápuhitari er dæmigerð 1500 W eining. Fáið nánari upplýsingar hjá söluaðila sjóbúnaðar.

Lausagangur aflvélar

Þegar aflvélin er í lausagangi, mun beiting létts álags (sníkilsálag) aðstoða við að viðhalda lágmarkshitastigi. Lágmarksvinnuhitastig er 71 °C (160 °F). Það að viðhalda hækkun á lágum lausagangi í langan tíma verður auðveldari með uppsetningu á handinngjöf. Mælt er með lausagangshraða sem nemur 1200 snúningum á mínútu fyrir allar aflvélar.

Tilmæli fyrir upphitun kælivökva

Hitið upp hvert það kerfi sem hefur kólnað niður fyrir eðlilegan ganghita vegna lítillar notkunar. Upphitunina skal framkvæmd áður en aflvélin fer aftur í fulla notkun. Við notkun í mjög köldu umhverfi kann ventlabúnaður aflvélarinnar að skemmast þegar aflvélin vinnur í stuttum lotum. Slíkar skemmdir geta átt sér stað þegar aflvélin er gangsett og stöðvuð trekk í trekk án þess að upphitun hafi verið lokið að fullu.

Þegar aflvélin er notuð undir eðlilegum ganghita er eldsneyti og olíu ekki brennt að fullu í brunahólfinu. Þetta veldur því að mjúkar sótútfellingar myndast í ventilleggjunum. Alla jafna valda þessar útfellingar ekki vandamálum og þær brenna í burtu við notkun aflvélarinnar við eðlilegt vinnsluhitastig.

Þegar aflvélin er gangsett og stöðvuð án þess að hafa verið notuð nógu lengi til að hitna að fullu, verða sótútfellingarnar þykkari. Sótútfellingarnar valda eftirfarandi vandamálum:

  • Hreyfingar ventla eru heftar.

  • Ventlar festast.

  • Undirlyftustangir bogna.

  • Aðrar skemmdir á ventlabúnaði geta hlotist af.

Af þessari ástæðu skal láta aflvélina ganga þar til hitastig kælivökva hefur náð minnst 71 °C (160 °F) eftir að hún er gangsett. Sótútfellingum á ventilleggjunum er haldið í lágmarki og óheftri notkun ventla og ventilbúnaðar er viðhaldið.

Hitið aflvélina vandlega til að halda öðrum vélarhlutum í betra ástandi. Endingartími aflvélarinnar verður lengri. Smurning verður betri. Minni sýru og óhreinindi er að finna í smurolíunni. Betra ástand olíunnar mun veita lengri endingu á legum aflvélarinnar, stimpilhringjum og öðrum hlutum. Takmarkið hins vegar ónauðsynlega lausagang við tíu mínútur. Slit aflvélar er mest í lausagangi og ónauðsynlegur lausagangur eyðir eldsnyti.

Kúpling viftu á/af

Seigjuviftur snúast stöðugt í köldu veðri, sem skapar óþarfa hreyfingu á loftinu. Til að auðvelda stjórn á notkun viftunnar má nota Á/AF-rofa fyrir kúplingu viftunnar. Kúplingar með Á/AF-rofa aðstoða við að koma í veg fyrir óþarfa kælingu í köldu veðri. Í stöðu "AF" er viftunni haldið kyrrstæðri með Á/Af-kúplingu viftunnar. Dregið er úr óþarfa hreyfingu loftsins til að viðhalda viðunandi hitastigi aflvélar í köldu veðri.

Tæmingaloki og einangraðar lagnir hitara

Á tímabilum með léttu álagi, verður kælivökvinn að fara framhjá vatnskassanum til að koma í veg fyrir of mikla kælingu á aflvélinni. Lágmarka verður kælivökva sem fer í gegnum vatnskassann til að viðhalda hitastigi aflvélar í köldu veðri.

Komið er í veg fyrir umframkælingu á aflvélinni með “færslu”-rofa sem er með tvær aðgerðir. Lokinn leyfir flæði lofts og lokinn kemur í veg fyrir flæði kælivökva. Þessir lokar koma í veg fyrir óþarfa kælivökvaflæði, sem hægt er að flytja framhjá vatnslásnum til vatnskassans.

Einangraðar lagnir að miðstöð fyrir stýrishús eru einnig gagnlegar í köldu veðri.. Þessar lagnir veita meiri hita frá kælivökvunum í farþegarýmið og minni hiti tapast í útiloftið.

Einangrun loftinntaks og vélarrýmis

Þegar hitastig undir −18 °C (−0 °F) er algengt er hægt að nota loftsíuinntak í vélarrýminu. Þetta sérstaka inntak lofthreinsara er stundum nefnt snjóloki. Lofthreinsari sem er staðsettur í vélarhúsinu getur einnig dregið úr snjónum sem kemst í lofthreinsarann. Hiti sem aflvélin hafnar hitar inntaksloftið.

Hægt er að halda umframhita í kringum aflvélina með því að einangra vélarrýmið.

Caterpillar Information System:

3516B and 3516C Engines For MT4400D AC Off-Highway Trucks Electrical Connectors
3512C and 3516C Marine Auxiliary and Generator Set Engines Product Storage
2011/11/21 New Clamping for Water Lines on Certain 3600 and C280 Engines {1380}
2011/10/27 New Information Is Now Available for Modifying the Control Panel Remote Start Circuit Wiring of the Crank Rest Time Delay Relay On C280 Marine Engines {1408, 1451, 7451}
284-0415 Bulk Fuel Filtration Group 100 GPM Flow Rate{0680, 0782, 1250, 1280} 284-0415 Bulk Fuel Filtration Group 100 GPM Flow Rate{0680, 0782, 1250, 1280}
C3.4B Industrial Engine Plate Locations and Film Locations - Aftertreatment
Procedure to Replace Torque Converter Lip Seal on CX31 and CX35 On-Highway Transmissions and CX31-P600 and CX35-P800 Petroleum Transmissions{3105, 7555} Procedure to Replace Torque Converter Lip Seal on CX31 and CX35 On-Highway Transmissions and CX31-P600 and CX35-P800 Petroleum Transmissions{3105, 7555}
320E and 323E Excavators Machine System Specifications Swing Drive Mounting
3406C Engines for Caterpillar Built Machines Engine Oil Pan
C280 Marine Engines Welding Precaution
C3.4B Engines For Caterpillar Built Machines Inlet Manifold Temperature Sensor - If equipped
C3.4B Engines For Caterpillar Built Machines Boost Pressure Sensor - If equipped
C32 Marine Generator Set Overhaul (Top End)
320D and 323D Excavators Machine System Specifications Front Idler
1U-9001 and 1U-9002 Automatic Hone Tooling{0599, 0677, 0738, 7562, 7562} 1U-9001 and 1U-9002 Automatic Hone Tooling{0599, 0677, 0738, 7562, 7562}
320 GC, 320 and 323 Excavator Machine Systems Specifications Swing Gear and Bearing
C175-16 Marine Propulsion Engines Configuration Parameters
824K Wheel Dozer, 825K Soil Compactor and 826K Landfill Compactor Machine Systems Refrigerant Compressor
C7.1 Marine Propulsion Engine Speed/Timing Sensor
2011/11/29 A New Fuel Priming Pump with Serviceable Parts Is Used on C175-16 Engines {1258}
2012/03/23 A New Torque Converter Lip Seal is Available on Certain CX31 and CX35 On-Highway Transmissions and CX31-P600 and CX35-P800 Petroleum Transmissions {3105, 7555}
2011/10/11 New Software for Product Link (PL300) Is Now Available {7606, 7620}
284-0416 Bulk Fuel Filtration Group 200 GPM Flow Rate{0599, 0680, 0706, 0782, 1250, 1280} 284-0416 Bulk Fuel Filtration Group 200 GPM Flow Rate{0599, 0680, 0706, 0782, 1250, 1280}
320E and 323E Excavators Machine System Specifications Pump Coupling
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.