3500B Generator Sets Caterpillar


Safety Messages

Usage:

3516 JCG
Hugsanlega eru ýmsar gerðir öryggismerkinga á aflvélinni. Í kaflanum hér á eftir er farið yfir nákvæma staðsetningu öryggismerkinganna og þeim lýst nánar. Kynnið ykkur öll öryggismerki.

Gætið þess að allar öryggismerkingar séu læsilegar. Hreinsið öryggismerkingar eða skiptið um þær ef þær eru ólæsilegar eða ef skýringarmyndirnar sjást ekki. Notið tusku, vatn og sápu til að þrífa öryggismerkingarnar. Ekki nota leysiefni, bensín eða önnur sterk efni. Leysiefni, bensín eða önnur sterk efni gætu losað límið sem festir öryggismerkin. Öryggimerkingar geta dottið af aflvélinni ef það er losað um þær.

Setjið ný öryggismerki í stað þeirra sem eru skemmd eða vantar. Ef öryggismerking er fest á íhlut aflvélarinnar sem verið er að skipta út skal setja nýja öryggismerkingu á nýja íhlutinn. Nýjar öryggismerkingar fást hjá söluaðila Caterpillar.



Skýringarmynd 1g01689256
Hefðbundin Caterpillar 3500 eða 3500B rafstöð séð frá hægri


Skýringarmynd 2g01689257
Hefðbundin Caterpillar 3500 eða 3500B rafstöð séð frá vinstri

1 Almenn viðvörun



Skýringarmynd 3g01370904

Ein öryggismerking er á stjórnborðinu.

------ VIÐVÖRUN! ------

Notið ekki eða vinnið við þessa aflvél eða rafstöð án þess að hafa lesið og skilið þær leiðbeiningar og aðvaranir sem finna má í notkunar- og viðhaldshandbókunum.

Slys eða dauði kann að hljótast af því að fylgja ekki viðvörununum og leiðbeiningunum. Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá nýjar handbækur ef þær glatast. Fullnægjandi viðhald er á þinni ábyrgð.


2 Raflost



Skýringarmynd 4g01372247

Ein öryggismerking er á stjórnborðinu. Ein öryggismerking kann að vera á olíukæli og ein öryggismerking kann að vera vinstra megin á aflvélinni.

------ VIÐVÖRUN! ------

AÐVÖRUN! Hætta á höggi/raflosti! Lesið og skiljið viðvaranir og leiðbeiningar í Notkunar- og viðhaldshandbólkinni. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og viðvörunum gæti það valdið meiðslum eða dauða.


3 Banvænt raflost



Skýringarmynd 5g01392482

Ein öryggismerking er aftan á tengikassanum. Ein öryggismerking er á hvorri hlið tengikassans.

------ HÆTTA! ------

Tengið rafalinn aldrei við rafmagnsdreifikerfi nema hann sé einangraður frá kerfinu. Þetta getur valdið rafrænni afturverkun inn í dreifikerfið, sem gæti valdið meiðslum eða dauða.

Opnið og festið aðaldreifirofann, eða setjið upp aflrofa, ef tengingin er varanleg, til að koma í veg fyrir rafræna afturverkun. Sumir rafalar eru sérstaklega samþykktir af rafveitu til að keyra samhliða dreifikerfinu og ef til vill er einangrunar ekki krafist. Athugið alltaf hjá rafveitunni hvaða aðstæður eiga við.


4 Sjálfvirk gangsetning



Skýringarmynd 6g01392484

Ein öryggismerking er aftan á tengikassanum. Ein öryggismerking er á hvorri hlið tengikassans.

------ VIÐVÖRUN! ------

Þegar vélin er í AUTOMATIC (sjálfvirkum) ham, getur vélin farið í gang hvenær sem er. Til að forðast meiðsl á alltaf að halda sig fjarri vélinni þegar hún er í AUTOMATIC (sjálfvirkum) ham.


5 Hætta á að kremjast



Skýringarmynd 7g01024607

Ein öryggismerking er á hvorri hlið tengikassans.

------ VIÐVÖRUN! ------

Hætta á að kremjast! Rangar aðferðir við lyftu gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Fylgið leiðbeiningum um lyftu í Notkunar- og viðhaldshandbókinni til að nota öruggar aðferðir við lyftu.


6 Heitt yfirborð



Skýringarmynd 8g01384734

Ein öryggismerking er á olíukælinum. Ein öryggismerking er vinstra megin á hlíf sveifarhússins. Ein öryggismerking er á hvorri hlið á hólki rafstöðvarinnar. Ein öryggismerking er á hvorri hlið vatnskassans.

------ VIÐVÖRUN! ------

Heitir hlutar geta valdið bruna eða persónulegum meiðslum. Látið ekki heita vélarhluta komast í snertingu við húð. Notið verndarklæðnað eða hlífðarbúnað til að verja húðina.


7 Gufusprenging (olíusía)



Skýringarmynd 9g01407639

Ein öryggismerking er á hvorri hlið tvívirku olíusíunnar.

------ VIÐVÖRUN! ------

Viðvörun: Gufusprenging. Getur valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Lesið notkunar- og viðhaldshandbókina áður en viðhald á tvívirkri olíusíu fer fram.


8 Gufusprenging (eldsneytissía)



Skýringarmynd 10g01407639

Ein öryggismerking er á hvorri hlið tvívirku eldsneytissíunnar.

------ VIÐVÖRUN! ------

Viðvörun: Gufusprenging. Það getur valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Lesið notkunar- og viðhaldshandbókina áður en viðhald á tvívirkri eldsneytissíu fer fram.


9 Staðlaráð Kanada



Skýringarmynd 11g01667111

Ef þetta á við er þessi öryggismerking á hægri hlið á hólki rafstöðvarinnar.

------ VIÐVÖRUN! ------

Nota þarf viðbótarvörn og -stjórntæki í samræmi við kanadísku rafmagnsreglugerðina , 1. hluta.


10 Vörunni lyft (án vatnskassa)



Skýringarmynd 12g01411376

Ein öryggismerking er á hvorri hlið tengikassans.

------ VIÐVÖRUN! ------

Áður en vörunni er lyft skal lesa notkunar- og viðhaldshandbók , " Vöru lyft" í notkunarkaflanum.

Að nota óviðeigandi búnað til að lyfta vörunni getur haft meiðsli og skemmdir í för með sér. Notið kapla af nægilegum styrkleika fyrir þyngdina. Notið sperrur og festið kaplana samkvæmt upplýsingum á öryggismerkingu.


11 Vörunni lyft (með vatnskassa)



Skýringarmynd 13g01411378

Ein öryggismerking er á hvorri hlið tengikassans.

------ VIÐVÖRUN! ------

Áður en vörunni er lyft skal lesa notkunar- og viðhaldshandbók , " Vöru lyft" í notkunarkaflanum.

Að nota óviðeigandi búnað til að lyfta vörunni getur haft meiðsli og skemmdir í för með sér. Notið kapla af nægilegum styrkleika fyrir þyngdina. Notið sperrur og festið kaplana samkvæmt upplýsingum á öryggismerkingu.


12 Heitur vökvi undir þrýstingi



Skýringarmynd 14g01371640

Ein öryggismerking er við hlið vatnskassaloks.

------ VIÐVÖRUN! ------

Kerfi undir þrýstingi! Heitur kælivökvi getur valdið alvarlegum bruna, meiðslum eða dauða. Til að opna lok á áfyllingu kælivatns, stöðvið vélina og bíðið þar til kælikerfi hefur kólnað. Losið vatnskassalokið varlega til að losa um þrýsting í kælikerfinu. Lesið og skiljið leiðbeiningar í Notkunar- og viðhaldshandbók áður en viðhald á kælikerfi er framkvæmt.


13 Aflvélinni lyft



Skýringarmynd 15g01648201

Þessi öryggismerking kann að vera á lyftilykkju aflvélarinnar.

------ VIÐVÖRUN! ------

Áður en vörunni er lyft skal lesa notkunar- og viðhaldshandbók , " Vöru lyft" í notkunarkaflanum.

Að nota óviðeigandi búnað til að lyfta vörunni getur haft meiðsli og skemmdir í för með sér. Notið kapla af nægilegum styrkleika fyrir þyngdina. Notið sperrur og festið kaplana samkvæmt upplýsingum á öryggismerkingu.


Caterpillar Information System:

G3516 Petroleum Engines Vibration Damper - Remove and Install
TH55FT-E70 and TH55FT-E90 Transmissions Lifting and Tying Down the Transmission
2008/10/20 EERP1000 Support CD for the PL1000E and PL1000T {7606, 7620}
G3508B, G3512B, G3512B, G3516B and G3520B Petroleum Engines Engine Oil Pan - Install
G3516 Petroleum Engines Engine Oil Pan - Assemble
G3516 Petroleum Engines Engine Oil Pan - Disassemble
Updating the Certification Label for China{7557} Updating the Certification Label for China{7557}
G3508B, G3512B, G3512B, G3516B and G3520B Petroleum Engines Engine Oil Pan - Remove
R250 Automatic Voltage Regulator Load Acceptance Module - Adjust
Procedure to Update the Open Crankcase Ventilation System on C13 and C15 Engines{1074, 1120, 1317} Procedure to Update the Open Crankcase Ventilation System on C13 and C15 Engines{1074, 1120, 1317}
2008/10/20 Glow Plugs {1412}
G3508B, G3512B, G3512B, G3516B and G3520B Petroleum Engines Prelubrication Oil Pump - Remove and Install
TH55FT-E70 and TH55FT-E90 Transmissions Safety Messages
2008/10/01 A New Fuel Enable Valve Is Now Used {5479}
G3516 Petroleum Engines Crankcase Breather - Remove and Install
3516C Generator Sets Configuration Parameters
Visual Inspection of Main Bearings and Connecting Rod Bearings {1202, 1203, 1225, 1230} Visual Inspection of Main Bearings and Connecting Rod Bearings {1202, 1203, 1225, 1230}
R250 Automatic Voltage Regulator Stability - Adjust
R250 Automatic Voltage Regulator Voltage - Adjust
R250 Automatic Voltage Regulator Remote Voltage Control
TH55FT-E70 and TH55FT-E90 Transmissions Breather (Transmission) - Clean
3516C HD Generator Set with Gearbox Emergency Stopping
C18 Fire Pump Industrial Engine Housing (Front) - Remove
C18 Fire Pump Industrial Engine Housing (Front) - Install
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.