730C2 Articulated Truck Caterpillar


Stopping the Engine

Usage:

730C2 2L7


TILKYNNING

Sé drepið á vélinni strax eftir að hún hefur unnið undir álagi getur það orsakað ofhitnun og hraðað sliti á aflvélarhlutum.

Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum um hvernig drepið er á aflvélinni til að leyfa henni að kólna og koma í veg fyrir ofhitnun í forþjöppuhúsinu og DEF-innspýtingunni.


Stöður svissins eru gefnar til kynna á merkingu í kringum svissinn.

Hugsanlega er vinnuvélin með merkingu af gerð 1 eða gerð 2. Bæði merkingar af gerð 1 og gerð 2 eru sýndar hér á eftir.



Skýringarmynd 1g03740759
Stöður sviss af gerð 1
(1) STOP (stöðva)
(2) SLÖKKT
(3) KVEIKT
(4) START (RÆSA)


Skýringarmynd 2g03740766
Stöður sviss af gerð 2
(1A) HNEKKING FYRIR SEINKAÐA STÖÐVUN AFLVÉLAR
(2) SLÖKKT
(3) KVEIKT
(4) START (RÆSA)

  1. Þegar vélin er kyrrstæð skal láta vélina ganga í fimm mínútur í hægum lausagangi. Ef vélin er látin ganga í lausagangi ná heit svæði í henni að kólna smám saman.

    Athugið Ef gaumljósið "Virk hreinsun" (ef það er til staðar) logar má ekki drepa á aflvélinni. Frekari upplýsingar um gaumljós er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Eftirlitskerfi".

  2. Svissið AF (2) og fjarlægið lykilinn.

    Athugið Aflvélin kann að seinka því að drepa á sér. Seinkuð stöðvun aflvélar hjálpar til við að kæla aflvélina og íhluti hreinsibúnaðar.

Seinkuð stöðvun aflvélar (ef hún er virk)

Seinkuð stöðvun aflvélar gerir aflvélinni kleift að ganga í tiltekinn tíma eftir að svissað er á OFF (slökkt) til að kæla aflvélina og íhluti kerfisins. Þá er óhætt að fjarlægja svisslykilinn úr svissinum.

Athugið DEF-hreinsunarferli keyrir í tvær mínútur eftir að drepið er á aflvélinni. Því verður að ljúka. Hreinsunarferlið getur staðið yfir meðan á seinkaðri stöðvun aflvélar stendur. Ekki slá út útsláttarrofa rafgeymis meðan á hreinsun stendur. Ekki slá út útsláttarrofa rafgeymis fyrr en gaum útsláttarrofans hefur slokknað. Ef hreinsun er ekki lokið verður greiningarkóði virkur.

Athugið Það geta verið til staðar reglugerðir sem skilgreina þörf á að stjórnandi og/eða aðstoðarfólk sé til staðar þegar vélin er í gangi.

------ VIÐVÖRUN! ------

Leggið vinnuvélinni á þurru, sléttu og hörðu yfirborði sem er laust við óhreinindi.

Ef vélin er skilin eftir í gangi án aðgæslu getur það valdið persónulegum meiðslum eða dauða. Sé aflvélin skilin eftir í gangi getur það leitt til skemmda vegna bilunar. Áður en stjórnstöð vinnuvélarinnar er yfirgefin skal setja akstursstýringarnar í hlutlausan.


Athugið Sé aflvélin skilin eftir í gangi getur það leitt til skemmda vegna bilunar.

Snúið svisslyklinum í stöðuna OFF (slökkt).

Seinkuð stöðvun aflvélar - Kvikna mun á gaumljósi seinkaðrar vélarstöðvunar eða eftirfarandi texti mun birtast, ENGINE COOLDOWN ACTIVE (KÆLING VÉLAR VIRK).

Seinkuð vélarstöðvun virkjast hvenær sem hitastig útblásturs er fyrir ofan þröskuld fyrir stöðvun aflvélar. Seinkuð vélarstöðvun mun haldast í gangi í a.m.k. 76 sekúndur og hún helst í gangi þar til afvélin og íhlutir kerfisins hafa verið kældir niður.

Athugið Hægt er að svissa Á (3) hvenær sem er á meðan seinkuð vélarstöðvun stendur yfir. Hægt er að nota aflvélina aftur.

Frekari upplýsingar um sviss aflvélarinnar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Stjórntæki".

Tafarlaus vélarstöðvun (gerð 1)

Ef stjórnandi vinnuvélar metur að tafarlaus vélarstöðvun sé nauðsynleg og þarf að gera eiginleikann fyrir seinkaða vélarstöðvun óvirkan skal fylgja eftirfarandi verkferli. Snúið svisslyklinum í stöðuna STOP (stöðva) (1) og haldið honum í þeirri stöðu í eina sekúndu.

Athugið Viðvörunarskilaboð og/eða hljóðviðvörun er sett af stað ef notuð er hnekking seinkaðrar stöðvunar aflvélar. Bilunarkóði verður skráður vegna rangrar vélarstöðvunar ef útblásturshitastig er yfir mörkum.

Athugið Ef hnekkingu seinkaðrar stöðvunar aflvélar er beitt ítrekað er hætta á ótímabærum skemmdum á íhlutum aflvélar og hreinsibúnaðar. Notið eingöngu í neyðartilvikum.

Frekari upplýsingar um sviss aflvélarinnar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Stjórntæki".

Hnekking seinkaðrar stöðvunar aflvélar (gerð 2)

Ef stjórnandi vinnuvélar metur að tafarlaus vélarstöðvun sé nauðsynleg og þarf að gera eiginleikann fyrir seinkaða vélarstöðvun óvirkan skal fylgja eftirfarandi verkferli. Snúið svissinum í stöðu fyrir hnekkingu seinkaðrar stöðvunar aflvélar (1A) og haldið honum í þeirri stöðu í eina sekúndu.

Athugið Viðvörunarskilaboð og/eða hljóðviðvörun er sett af stað ef notuð er hnekking seinkaðrar stöðvunar aflvélar. Bilunarkóði verður skráður vegna rangrar vélarstöðvunar ef útblásturshitastig er yfir mörkum.

Athugið Ef hnekkingu seinkaðrar stöðvunar aflvélar er beitt ítrekað er hætta á ótímabærum skemmdum á íhlutum aflvélar og hreinsibúnaðar. Notið eingöngu í neyðartilvikum.

Frekari upplýsingar um sviss aflvélarinnar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Stjórntæki".

Caterpillar Information System:

Installation of the 431-5438 Shaft Kit for the Armrest on Certain Wheel Feller Bunchers{7324} Installation of the 431-5438 Shaft Kit for the Armrest on Certain Wheel Feller Bunchers{7324}
2013/02/22 An Improved Oil Line Support Bracket Is Now Available On Certain Off-Highway Trucks, Wheel Loaders, and Wheel Dozers. {1307}
259D, 279D, 289D, 299D and 299D XHP Compact Track Loaders, 257D, 277D, 287D, 297D and 297D XHP Multi Terrain Loaders and 236D, 242D, 246D, 262D, 272D and 272D XHP Skid Steer Loaders Power Train Undercarriage - Remove and Install
12M Series 3, 140M Series 3 and 160M Series 3 Motor Graders Electrical Connector - Inspect
814K, 816K, 826K 836K Landfill Compactors, 815K, 825K, Soil Compactors, 824K, 834K, 844K, 854K Wheel Dozers and 986K, 988K, 990K, 992K,994K Wheel Loaders Information Display Configuration Menu
986H Wheel Loader Machine Systems General Information (Brake, Hydraulic Fan System)
MH3049 Material Handler Machine Systems Cab Riser Cylinder - Remove and Install - Forward/Back Cylinders
2570C and 2670C Wheel Feller Bunchers Parking Brake Manual Release
2013/03/01 Improved Bolts Now Used on Bunching Finger and Grapple Arm Cylinder Glands on Felling Heads {5362, 5555, 6307}
14M Series 3 Motor Grader Maintenance Interval Schedule
2013/03/18 Improved 431-5438 Shaft Kit for the Armrest on Certain Wheel Feller Bunchers {7324}
C1.5 and C2.2 Engines for Caterpillar Built Machines Air in Fuel - Test
2013/04/25 Improved Coolant Gasket Used on Certain 3500 Engines {1353, 1380, 7555}
2013/03/08 The Enclosure Latch Assembly Has Been Improved on Certain 24M Motor Graders {7263}
2013/03/01 New TOPCON Grade Controller Software Is Now Available For Certain Asphalt Pavers {7219, 7220, 7620}
2013/03/22 A New Universal Joint is Now Used on Certain Large Off-Highway Trucks {3108, 3251}
R1300G Load Haul Dump 3306 Engine Supplement Governor Actuator - Remove and Install
24M Motor Grader Hydraulic and Steering System Introduction
966M Tier 4, 966M Tier 4 Series XE, 972M Tier 4 and 972M Tier 4 Series XE Wheel Loaders Temperature Sensor (DPF) - Remove and Install
2013/03/04 Improved Installation of the Multifunctional Lever Harness As on Certain Off-Highway Trucks and Wheel Tractor-Scrapers {1408, 5737}
24M Motor Grader Hydraulic and Steering System Location of Components
2570C and 2670C Wheel Feller Bunchers Capacities (Refill)
24M Motor Grader Hydraulic and Steering System Control Manifold (Implement, Steering)
725C2 Articulated Truck Additional Messages
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.