3500 Generator Sets Caterpillar


Fuel System Secondary Filter - Replace

Usage:

3512C 2A2
Athugið Ef aflvélin er búin tvívirkum eldneytissíum er hægt að skipta um eldneytissíur á meðan aflvélin er í notkun. Sjá "Skipt um eldsneytissíur á meðan aflvél er í notkun".

------ VIÐVÖRUN! ------

Eldsneyti sem lekur eða slettist á heita fleti eða rafmagnshluti getur valdið eldsvoða. Til að koma í veg fyrir hugsanlegt líkamstjón, snúið svissinum á OFF þegar skipt er um eldsneytissíur eða síu í vatnsskilju. Hreinsið strax upp eldsneyti sem fer til spillis.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Sjá Sérrit, NENG2500, "Vörulisti þjónustuverkfæra Caterpillar-umboðs" vegna verkfæra og aðfanga sem hentug eru til að safna og innihalda vökva úr Cat vörum.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.



TILKYNNING

Leyfið ekki óhreinindum að komast inn í eldsneytiskerfið. Hreinsið gaumgæfilega svæði umhverfis þann hluta eldsneytiskerfisins sem á að aftengja. Komið fyrir hentugu loki yfir aftengdan hluta eldsneytiskerfisins.


Skiptið um aukaeldsneytissíuna hvenær sem eftirfarandi kringumstæður koma upp:

  • Þrýstingsmælir eldsneytissíu skráir 103 kPa (15 psi).

  • Eldsneytissíurnar hafa verið notaðar í 1000 vinnustundir.

Skipt um eldsneytissíurnar þegar slökkt er á aflvélinni

  1. Drepið á aflvélinni. Gangið úr skugga um að aflvélin fari ekki í gang á meðan þessi aðgerð fer fram.

  2. Lokið fyrir eldsneytisloka til aflvélarinnar.


    Skýringarmynd 1g01411122
    (1) Boltar
    (2) Hlíf
    (3) Tappi
    (4) Aftöppunarloki
    (5) Afrennslisloki

  3. Tengið slöngu við afrennsli (5). Komið hinum enda slöngunnar fyrir í hentugu íláti til að safna eldsneytinu saman.

  4. Opnið afrennslisloka (4). Fjarlægið tappa (3). Tappið eldsneytinu af. Hreinsið tappann og setjið hann aftur í. Skrúfið fyrir afrennslislokann. Fjarlægið slönguna af afrennslinu.

    Athugið Eitthvert magn eldsneytis verður eftir í húsinu eftir að eldsneyti hefur verið tappað af. Þetta eldsneyti streymir úr húsinu þegar hlíf (2) er fjarlægð. Hafið hentugt ílát tilbúið fyrir eldsneytið. Þrífið eldsneyti sem hellist niður með rakadrægum klútum eða púðum. Notið EKKI rakadrægar agnir til að hreinsa upp eldsneytið.

    ------ VIÐVÖRUN! ------

    Líkamstjón getur hlotist af hlutum og/eða lokum sem eru undir fjaðurpressu.

    Fjaðurkraftur losnar þegar lok eru fjarlægð.

    Verið viðbúin að halda lokum undir fjaðurpressu þegar losað er um bolta.


  5. Hafið gætur á gorminum. Losið rólega bolta (1) en fjarlægið þá ekki. Áður en boltarnir (1) eru losaðir skal losa hlífina (2) til að létta á hvers konar gormaþrýstingi. Fjarlægið hlíf (2). Fjarlægið O-hringsþétti innan á hlífinni. Fjarlægið eldsneytissíurnar.

  6. Hreinsið hlíf (2) og hreinsið O-hringsþétti. Þrífið eldsneytissíuhúsið að innan.

  7. Setjið nýjar síur í.

  8. Skoðið O-hringinn. Gangið úr skugga um að yfirborð séu hrein þar sem setja á O-hringsþétti. Setjið upp nýjan O-hringsþétti ef eldri O-hringsþéttir er skemmdur eða slitinn.

  9. Setjið lokið (2) á. Gangið úr skugga um að gormarnir sitji almennilega á milli hlífar og eldsneytissía.

  10. Opnið eldsneytisloka. Tengið rafgeyminn á nýjan leik.

  11. Dælið eldsneyti inn á kerfið. Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Eldsneytiskerfi – Forgjöf" (viðhaldskafli).

Skipt um eldsneytissíur á meðan aflvél er í notkun

Ef aflvélin er búin tvívirkum eldneytissíum er hægt að skipta um eldneytissíur á meðan aflvélin er í notkun.

------ VIÐVÖRUN! ------

Ef skipt er um síuna við mikla hreyfingu lofts getur eldfim gufa myndast. Eldfima gufan getur valdið meiðslum eða banaslysum.

Ef mikil hreyfing lofts er til staðar skal stöðva aflvélina til að skipta um síuna.


------ VIÐVÖRUN! ------

Sía inniheldur heitan vökva undir þrýstingi þegar aflvélin er í gangi.

Fylgið leiðbeiningum á stjórnloka til að forðast meiðsli.


Tvívirkar eldsneytissíur



    Skýringarmynd 2g01463367
    (6) Stýriloki
    (7) Áfyllingarloki

  1. Opnið FILL (áfyllingarloka) (5) í a.m.k. fimm mínútur til að fylla á eldsneytissíur sem ekki fá viðhaldsþjónustu. Eldsneytissíur sem ekki fá viðhaldsþjónustu verða að vera fullar af eldsneyti. Lokið lokanum FILL (áfylling).

  2. Ef aðalsían fær viðhaldsþjónustu skal snúa stýrilokanum (4) í stöðuna "AUX RUN".

    Ef aukasíurnar fá viðhaldsþjónustu skal snúa stýrilokanum (4) í stöðuna "MAIN RUN".

  3. Sjá "Skipt um eldsneytissíurnar þegar slökkt er á aflvélinni". Framkvæmið skref 3til 9.

  4. Opnið áfyllingarloka (5) í a.m.k. fimm mínútur til að fylla á nýju síurnar. Lokið áfyllingarlokanum.

    Eftir að nýju síurnar eru fullar af eldsneyti er hægt að nota annaðhvort aðalsíuna eða aukasíuna.

Caterpillar Information System:

2007/09/10 A New Socket for the Rocker Arm Provides Increased Lubrication for Low Load Operation {1102, 1123}
Parts Stock Cylinder Head Assemblies with Rust Preventative Applied{1100} Parts Stock Cylinder Head Assemblies with Rust Preventative Applied{1100}
Multiple Registration Messages Occur with Product Link{733T, 7606} Multiple Registration Messages Occur with Product Link{733T, 7606}
2007/08/27 New AccuGrade ® Software is Now Available {7220, 7620}
3512, 3508 and 3516 Generator Sets Engine Oil and Filter - Change
C15 and C18 Petroleum Engines Alternator and Regulator
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Engine Shutdown Is Intermittent
349F and 352F Excavators Pump Coupling Oil Level - Check
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Engine Cranks but Does Not Start
Cat® Digital Voltage Regulator Generator Overcurrent - Troubleshoot
3176C Engine for Caterpillar Built Machines Electronic Service Tool Does Not Communicate
345D, 349D and 349D2 Excavators Pump Coupling Oil - Change
2007/10/08 New ECM Software Is Available for Gas Compression Applications {7620}
2007/09/01 An Improved Oil Level Gauge Is Now Used {1326}
The Proper Procedures for Troubleshooting Mechanical Unit Injectors (MUI){1251, 1264, 1280, 1288, 1290} The Proper Procedures for Troubleshooting Mechanical Unit Injectors (MUI){1251, 1264, 1280, 1288, 1290}
Correct Usage of the Oil Rail Plug for the Cylinder Head on C9 Engines{1100} Correct Usage of the Oil Rail Plug for the Cylinder Head on C9 Engines{1100}
C3.3 Industrial Engine Fan Drive
C3.3 Industrial Engine Maintenance Interval Schedule
2007/09/10 A New Fuel Line and Hose Assembly are Used for the Fuel Cooler {1274}
2007/11/26 The Remanufactured Control Group is Incorrect for the Application {1901, 7620}
2007/11/01 The Remanufactured Control Group is Incorrect for the Application {1901, 7620}
G3520B Industrial Engines CAN Data Link - Test
2007/09/01 Unauthorized Engine Modification {1000}
C7 Engines for Caterpillar Built Machines Engine Oil Pump - Inspect
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.