CW34 Pneumatic Compactor Caterpillar


Monitoring System

Usage:

CW34 3G4

Gaumljós

Þrjú gaumljós eru á hvorri hlið skjás eftirlitskerfisins. Eitt grænt, eitt rauðgult og eitt rautt. Gaumljósin lýsa þegar tilteknar aðgerðir eru gerðar virkar eða þegar bilanir koma upp.

Grænt gaumljós hægra megin

Grænt gaumljós logar hægra megin við skjá eftirlitskerfisins þegar kveikt er á fleytisúðakerfinu. Þegar handvirk stilling fleytisúðastýringarinnar er valin kviknar á ljósinu og þegar kerfið fer í gang byrjar það að úða. Þegar sjálfvirk stilling fleytisúðastýringarinnar er valin og fleytisúðakerfið er í gangi logar ljósið en kerfið byrjar ekki að úða fyrr en nægilegum hraða hefur verið náð.

Grænt gaumljós vinstra megin

Grænt gaumljós logar vinstra megin við skjá eftirlitskerfisins þegar kveikt er á vatnsúðakerfinu.

Rauðgul og rauð gaumljós hægra megin

Rauðgul og rauð gaumljós hægra megin við skjá eftirlitskerfisins eru notuð til að gefa eftirfarandi bilanir til kynna:

1. stigs vélarbilun - Rauðgult ljós á hægri hlið lýsir. 1. stigs vélarbilun er viðvörun og hefur ekki áhrif á nokkurt kerfi.

2. stigs vélarbilun - Rauðgult ljós á hægri hlið blikkar. Virkni kerfa kann að skerðast eða hverfa við 2. stigs vélarbilun.

2. stigs+ vélarbilun - Rauðgula gaumljósið á hægri hlið blikkar og samfelld hljóðviðvörun heyrist. Virkni kerfa kann að skerðast eða hverfa við 2. stigs+ vélarbilun.

3. stigs vélarbilun - Rauðgula gaumljósið á hægri hlið blikkar, rauða gaumljósið á hægri hlið lýsir og hljóðviðvörun heyrist í takt við rauðgula ljósið. Inngjafarkerfið verður óvirkt við 3. stigs vinnuvélarbilun.

Rauðgul og rauð gaumljós vinstra megin

Rauðgul og rauð gaumljós vinstra megin við skjá eftirlitskerfisins eru notuð til að gefa eftirfarandi bilanir til kynna:

1. stigs vélarbilun - Gula gaumljósið á vinstri hlið lýsir. 1. stigs vélarbilun er viðvörun og hefur ekki áhrif á neitt kerfi.

2. stigs vélarbilun - Gula gaumljósið á vinstri hlið blikkar. Virkni kerfa kann að skerðast eða hverfa við 2. stigs vélarbilun.

2. stigs+ vélarbilun - Gula gaumljósið á vinstri hlið blikkar og samfelld hljóðviðvörun heyrist. Virkni kerfa kann að skerðast eða hverfa við 2. stigs+ vélarbilun.

3. stigs vélarbilun - Gula gaumljósið á vinstri hlið blikkar, rauða gaumljósið á hægri hlið lýsir og hljóðviðvörun heyrist í takt við gula ljósið. Inngjafarkerfið verður óvirkt við 3. stigs aflvélarbilun.

Flett um skjá

Til að fletta gegnum eftirlitskerfið skal nota fjóra mjúka takka sem eru neðst á skjánum. Valkostir takkanna birtast fyrir ofan hvern þeirra og fara þeir eftir þeirri skjámynd eftirlitskerfisins sem er opin hverju sinni. Valkostirnir birtast ekki þegar ekki er verið að nota takkana. Ýtið á hvaða takka sem er til að sjá valkosti þeirra þegar valkostirnir eru ekki birtir. Valkostirnir birtast í þrjár sekúndur.

Eftirfarandi valkostir verða í boði, eftir aðstæðum hverju sinni:

Brightness/Contrast (birtustig/skerpa) - Ýtið á þennan takka til að opna stillingar fyrir birtustig og skerpu.

Navigate Up (fletta upp) - Ýtið á þennan takka til að fara upp í valmynd.

Navigate Down (fletta niður) - Ýtið á þennan takka til að fara niður í valmynd.

Exit/Back One Screen (hætta/aftur um eina skjámynd) - Ýtið á þennan takka til að fara aftur um eina skjámynd.

Select/Next (velja/næsta) - Ýtið á þennan takka til að velja eða til að fara á næstu tölu eða næsta skjáhluta.

Quick Data (skyndigögn) - Ýtið á þennan takka til að fylgjast með völdum merkjum á einum skjá sem hægt er að fletta um.

Brightness/Contrast (birtustig/skerpa)



Skýringarmynd 1g02616037

Ýtið á takkann fyrir birtustig/skerpu til að stilla birtustig og skerpu. Notið plús og mínustakkana til vinstri til að stilla birtustigið. Notið plús og mínustakkana til hægri til að stilla skerpuna. Skjámyndin Brightness/Contrast hverfur ef ekkert er gert í þrjár sekúndur.

Aðalvalmynd



Skýringarmynd 2g02795970

Stilling eftirlitskerfisins hefst á aðalvalmyndinni.

Eftirfarandi valkostir eru í boði úr aðalvalmyndinni:

  • Basic Setup (grunnuppsetning)

  • Greiningar

  • Machine Setup (uppsetning vélar)

  • Screen Setup (uppsetning skjás)

  • System Setup (uppsetning kerfis)

Basic Setup (grunnuppsetning)



Skýringarmynd 3g02795980

Skjámyndin Basic Setup er notuð til að stilla eftirfarandi:

  • Tungumál

  • Einingar

Tungumál



Skýringarmynd 4g02795991

Notið tungumálaskjáinn til að velja tungumál kerfisins.

Notið upp-, niður- og valtakkana til að velja á milli eftirfarandi tungumála:

  • Enska

  • Franska

  • Þýska

  • Ítalska

  • Spænska

Einingar



Skýringarmynd 5g02983956

Notið einingaskjámyndina til að breyta því hvaða einingar eru birtar fyrir eftirfarandi:

  • Hraði miðað við jörð

  • Þrýstingur

  • Hitastig

  • Eldsneytishlutfall

Greiningar



Skýringarmynd 6g02796004

Notið greiningarskjáinn til að skoða lista yfir bilanir og fá skjótan aðgang að gögnum.

Eftirfarandi valkostir eru í boði úr greiningarskjámyndinni:

  • Fault Log (bilanalisti)

  • Quick Data (skyndigögn)

Fault Log (bilanalisti)



Skýringarmynd 7g02796019

Upplýsingar um bilanir eru vistaðar og geymdar á bilanalistanum. Veljið annað hvort Active (virkt) eða Logged (skráð) til að fylgjast með bilanaskráningu.

Virk/ur



Skýringarmynd 8g02796028

Valmyndin með virkum bilunum birtir allar virkar bilanir. Notið upp- og niðurtakkana til að fletta á milli virkra bilana.

Skráð



Skýringarmynd 9g02796049

Valmyndin með skráðar bilanir birtir allar fyrri bilanir. Notið upp- og niðurtakkana til að fletta á milli skráðra bilana.

Quick Data (skyndigögn)



Skýringarmynd 10g02796053

Skjámynd skyndigagna gefur yfirlit yfir valin merki á einum skjá sem hægt er að fletta um.

Þau merki sem birtast eru valin með því að ýta takkann fyrir skyndigögn.



Skýringarmynd 11g02796367

Flett er um merkjalistann með því að nota upp- og niðurtakkana. Notið valtakkann til að velja eða hætta við að velja merki sem verða birt á skjámynd skyndigagna. Valin merki hafa stjörnu við hlið heitisins.

Listi yfir merki sem hægt er að fylgjast með er í "Merki".

Machine Setup (uppsetning vélar)



Skýringarmynd 12g02796385

Notið valmyndina fyrir uppsetningu vélar til að gera breytingar á uppsetningu vélarinnar.

Uppstilling



Skýringarmynd 13g02983976

Í valmyndinni Configuration (uppstilling) er hægt að velja úr eftirfarandi:

  • Handvirkt

  • Sjálfv. 1

  • Sjálfv. 2

  • Sjálfv. 3

Screen Setup (uppsetning skjás)

Select Screen (velja skjá)

Valmyndin Select Screen er notuð til að stilla birtingu á skjá. Skjárinn er stilltur með því að gera eftirfarandi:



    Skýringarmynd 14g02796406

  1. Notið upp- og niðurtakkana til að velja þá skjámynd sem á að stilla. Ýtið á valhnappinn til að sérstilla þá skjámynd sem er valin.


    Skýringarmynd 15g02802599

  2. Eftir að skjámynd hefur verið valin skal velja þau merki sem á að fylgjast með. Notið upp- og niðurtakkana til að fletta um þau merki sem eru í boði.


    Skýringarmynd 16g02802777

  3. Þegar merki hafa verið valin skal ýta á takkann til að fara á næsta valsvæði. Notið upp-, niður- og áframtakkana til að velja merki.


    Skýringarmynd 17g02802797

  4. Notið áframtakkann til að fletta réttsælis. Þegar öll merki hafa verið valin skal ýta á hætta-takkann til að fara aftur í síðustu valmynd.


    Skýringarmynd 18g02802816

  5. Flettið til baka til að velja fleiri skjámyndir eða ýtið fimm sinnum á hætta-takkann til að birta núverandi val.

System Setup (uppsetning kerfis)



Skýringarmynd 19g02796437

Notið valmyndina fyrir uppsetningu kerfis til að fylgjast með og stjórna kerfisforritum. Notið þessa valmynd til að opna eftirfarandi uppsetningarvalmyndir:

  • Reset to Factory Screens (endurstilla á verksmiðjustillingar)

  • System Info (kerfisupplýsingar)

Reset Defaults (endurstilla sjálfgildi)



Skýringarmynd 20g02796454

Notið valmyndina Reset Defaults til að endurstilla eftirlitskerfið á upphaflegar verksmiðjustillingar.

System Info (kerfisupplýsingar)



Skýringarmynd 21g03011322

Skjámynd kerfisupplýsinga birtir útgáfunúmer hugbúnaðar. Einungis upplýsingar eru birtar á skjámynd kerfisupplýsinga. Ekki er hægt að gera breytingar.

Bilanaviðvaranir í sprettigluggum



Skýringarmynd 22g02625876

Þegar bilun greinist blikkar rauð viðvörun og upplýsingagluggi birtist með upplýsingum um bilunina.

Viðvörunarljós blikka þegar viðvörunarglugginn birtist og blikka áfram þar til viðvörunin er staðfest. Viðvörunarljós lýsa áfram þar til engin bilun er til staðar.

Ýtið á hætta-takkann til að loka viðvörunarglugganum og fara beint á síðasta upplýsingaskjá. Ýtið á upptakkann til að fara að næstu bilun. Ýtið á niðurtakkann til að fara að fyrri bilun. Ýtið á valtakkann til að loka glugganum og fara beint á upplýsingaskjá bilunarinnar.

Bilanir sem hafa verið staðfestar og eru ekki lengur virkar og birtast með skáletri á listanum Active Faults (virkar bilanir) Skráðar bilanir birtast á Previous Faults (fyrri bilanir).

Merki

Hægt er að fylgjast með eftirfarandi merkjum:

Umhverfishiti

Rafgeymisspenna

Hitastig kælivökva

DPF 1 sótprósenta

Vélarálag

Vélarolíuþrýstingur

Vélarhraði SW

Eldsneytisstaða

Eldsneytishlutfall

Hitastig glussa

n/mín.

Vélarhraði

Caterpillar Information System:

2015/05/14 Gear Inspection Should Be Performed When Replacing the Torsional Coupler on Certain 14M and 16M Motor Graders {3063}
725C, 725C2, 730C, 730C Ejector, 730C2, 730C2 EJ, 735C, 740 Ejector, 740C Ejector, 745 and 745C Articulated Trucks Cat® Production Measurement Application Determining Diagnostic Trouble Codes
CW34 Pneumatic Compactor Air Compressor Oil - Change
A SOS Port Can be Installed for Engine Oil Sampling on F2 Series Backhoe Loaders and Industrial Loaders Equipped with a C3.4 Engine {1306, 1308, 7542} A SOS Port Can be Installed for Engine Oil Sampling on F2 Series Backhoe Loaders and Industrial Loaders Equipped with a C3.4 Engine {1306, 1308, 7542}
CW34 Pneumatic Compactor Lifting and Tying Down the Machine
CW16 Pneumatic Compactor Ballast Information
CW34 Pneumatic Compactor Operation
415F2 and 427F2 Backhoe Loaders Engine Supplement Refrigerant Condenser - Remove and Install
D-Series and D2-Series Compact Track Loaders (CTL), Multi-Terrain Loaders (MTL), and Skid Steer Loaders (SSL) Diesel Fuel System Cleaner - Add
994K Wheel Loader Fuses - Replace
797F Off-Highway Truck Field Assembly Cooling System Package - Install
16M Series 3 and 18M Series 3 Motor Grader Systems Frame - Rear
CB64B, CB66B and CB68B Asphalt Compactors Machine Systems Case Drain Flow for Piston Motor (Vibratory) - Test
New Steering Cylinders With Position Sensors are Now Available on Certain Motor Graders {4303, 7620} New Steering Cylinders With Position Sensors are Now Available on Certain Motor Graders {4303, 7620}
527 Track-Type Skidder Reference Material
PL83 and PL87 Pipelayers Machine Systems Counterweight Cylinder - Remove and Install
PL83 and PL87 Pipelayers Machine Systems Seat - Remove and Install
Check the Tilt Cylinder on Certain R1700G and R2900G Load Haul Dump Machines{5104} Check the Tilt Cylinder on Certain R1700G and R2900G Load Haul Dump Machines{5104}
Check the Tilt Cylinder Line Relief Valve on R3000H Load Haul Dump Machines{5117} Check the Tilt Cylinder Line Relief Valve on R3000H Load Haul Dump Machines{5117}
Check Lift Arm Welds on R3000H Load Haul Dump Machines{6107} Check Lift Arm Welds on R3000H Load Haul Dump Machines{6107}
PL83 and PL87 Pipelayers Machine Systems Counterweight Sections - Remove and Install
Procedure to Install Machine Automation System on R1600H Load Haul Dump Machines {7000, 7600} Procedure to Install Machine Automation System on R1600H Load Haul Dump Machines {7000, 7600}
PL83 and PL87 Pipelayers Machine Systems Fairlead Sheave - Remove and Install
C2.2 Engines For Caterpillar Built Machines Glow Plug Starting Aid - Test
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.