3208 Marine Engine Caterpillar


Foreword

Usage:

3208 01Z

Efni bókarinnar

Þessi handbók inniheldur fyrirmæli varðandi öryggi, notkun, smurningu og hirðingu. Handbók þessa ætti að geyma í vélarrúmi eða nærri vélarrúmi í hentugri möppu eða hirslu. Lesið handbókina og geymið hana hjá öðru upplýsingaefni um vélina.

Enska er frummálið í öllu efni sem Cat gefur út. Unnt er að fá þýðingar sem eru samkvæmar þeirri ensku sem notuð er.

Nokkrar ljósmyndir eða teikningar í þessari handbók sýna atriði eða viðhengi sem eru frábrugðin vélinni þinni. Hlífar og lok gætu hafa verið fjarlægð til að sýna betur það sem um er fjallað. Framþróun og endubætur gætu hafa átt sér stað á þinni vél sem ekki er sýnt í þessari handbók. Hvenær sem vakna spurningar varðandi þína vél eða handbók þessa skal hafa samband við Cat umboðið varðandi nýjustu fáanlegar upplýsingar.

Öryggi

Öryggiskaflinn tilgreinir helstu öryggisatriði. Að auki bendir kaflinn á hættulegar kringumstæður. Lesið og skiljið grundvallaröryggisatriði sem skráð eru í öryggiskaflanum áður en vélin er notuð eða smurð, viðhald eða viðgerðir fara fram.

Notkun

Í handbók þessari er greint frá helstu frumatriðum í notkun vélarinnar. Þannig er hægt að þróa hæfni og tækni sem þarf til að nota vélina á hagkvæmari hátt. Hæfni og tækni þróast eftir því sem notandinn öðlast meiri þekkingu á vélinni og hvers hún er megnug.

Notkunarkaflinn er til uppsláttar fyrir notandann. Ljósmyndir og teikningar leiða notandann gegnum aðferðir við eftirlit, ræsingu og stöðvun vélarinnar. Þessi kafli hefur einnig að geyma umfjöllun um rafeindagreiningu.

Viðhald

Viðhaldskaflinn er leiðsögn um hirðingu vélarinnar. Myndskreytt fyrirmælin, sem leiða skref fyrir skref, eru tengd olíunotkun, vinnustundum og/eða tíma milli viðhaldsaðgerða. Vísað er til atriða í viðhaldsskránni sem eru nánar skýrð í fyrirmælum sem fylgja.

Notið eldsneytisnotkun eða vinnustundafjölda til að ákvarða viðhaldstímabil. Bil sem byggð er á tíma (daglega, árlega, o.s.frv.) má nota í stað vinnustundamælis ef þannig fæst hentugri áætlun og hún fellur nærri áætlun skv. vinnustundamæli.

Framkvæma ætti uppgefna hirðingu með því millibili sem mælt er fyrir um í viðhaldsráætluninni. Vinnuumhverfi vélarinnar hefur einnig áhrif á viðhaldsáætlunina. Þegar aðstæður eru sérlega erfiðar, mikið ryk, blautt eða kalt, þarf ef til vill að sinna hirðingu og smurningu oftar en tilgreint er í viðhaldsáætluninni.

Atriðin í viðhaldsáætluninni eru skipulögð sem hluti af fyrirbyggjandi viðhaldi. Ef áætlun umfyrirbyggjandi viðhaldi er fylgt, er ekki nauðsynlegt að stilla vélina þess á milli. Með því að fylgja áætlun um fyrirbyggjandi viðhald er dregið úr rekstrarkostnaði, með því að komast hjá útgjöldum vegna ótímabærra bilana og stöðvunar.

Viðhaldstímabil

Framkvæmið viðhald á einstökum atriðum sem margfeldi af upphaflegu þörfinni. Hvert stig og/eða einstök atriði á hverju stigi ætti að færa fram eða aftur eftir hirðingarvenjum þínum, notkun og viðfangsefni. Við mælum með því að viðhaldsáætlunin sé afrituð og sýnd nærri vélinni til áminningar. Við mælum líka með því að haldin sé viðhaldsskrá sem hluti af skráningarkerfi fyrir vélina.

Sjá kaflann í Notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Viðhaldsskrá" varðandi skjöl sem venjulega eru viðurkennd sem vottorð um viðhald eða viðgerðir. Cat umboðið getur aðstoðað þig við að laga viðhaldsfyrirkomulag þitt að því sem notkunarumhverfi þitt krefst.

Yfirhalning

Ekki er fjallað um meiri háttar yfirhalningu í Notkunar- og viðhaldshandbókinni nema fyrir tímabilið og viðhaldsatriði þess tímabils. Stærri viðgerðir er best að láta sérþjálfaða menn eða Cat umboðið um. Cat umboðið býður upp á margs konar lausnir varðandi yfirhalningaráætlanir. Ef alvarleg vélarbilun verður býður Cat umboðið einnig fjölbreyttar lausnir varðandi yfirhalningu eftir viðgerð. Hafið samband við Heklu hf varðandi þessar lausnir.

Reglugerð Kaliforníuríkis nr 65 Aðvörun

Útblástur dísilvéla og ýmsir efnisþættir hans veldur krabbameini, fæðingargöllum og öðrum æxlunarskaða að mati Kaliforníuríkis.

Rafgeymar og tengdir hlutir innihalda blý og blýsambönd. Þvoið hendur eftir meðhöndlun.

Caterpillar Information System:

Flexxaire Fan Foreword
Control Box Harness Assembly May Be Incorrectly Connected on Certain Engines {1408, 7426} Control Box Harness Assembly May Be Incorrectly Connected on Certain Engines {1408, 7426}
C1.5 and C2.2 Generator Sets Maintenance Interval Schedule
A New Transmission Clutch ECPC Valve is now Used on Certain 797F Off-Highway Trucks {3139} A New Transmission Clutch ECPC Valve is now Used on Certain 797F Off-Highway Trucks {3139}
Improved Track Bolts Are Now Used on Certain 390F Excavators and Mobile Hydraulic Power Units {4170} Improved Track Bolts Are Now Used on Certain 390F Excavators and Mobile Hydraulic Power Units {4170}
Procedure for Cleaning an Engine Lubrication System when Contaminated with Engine Coolant Containing Antifreeze {1000, 1348, 1395} Procedure for Cleaning an Engine Lubrication System when Contaminated with Engine Coolant Containing Antifreeze {1000, 1348, 1395}
New Torque for Installing Plug on Swing Motor Adapter is Now Used on Certain 307.5 and 308.5 Mini Hydraulic Excavators {5057, 5058, 5105} New Torque for Installing Plug on Swing Motor Adapter is Now Used on Certain 307.5 and 308.5 Mini Hydraulic Excavators {5057, 5058, 5105}
Some Engines May Have Overheating Issues on Certain Mini Hydraulic Excavators {1353} Some Engines May Have Overheating Issues on Certain Mini Hydraulic Excavators {1353}
793F Off-Highway Truck Engine Supplement Water Temperature Control Valve - Remove and Install
557-5072 Electrical Kit Installation Instructions {1408} 557-5072 Electrical Kit Installation Instructions {1408}
The Generator May Crack on Certain XQC1600 PM3516 Generator Sets {1404, 4456} The Generator May Crack on Certain XQC1600 PM3516 Generator Sets {1404, 4456}
New Machine Software and EC520 Controller Monitor Software Is Now Available for Certain Excavators {7490, 7601, 7610, 7620} New Machine Software and EC520 Controller Monitor Software Is Now Available for Certain Excavators {7490, 7601, 7610, 7620}
3306B Generator Set Foreword
P16, P20, P25, P28, P40 and P60 Pulverizer Foreword
Customer Communication Module (CCM) for Diesel Engines Foreword
3126E and 3126B Commercial and Truck Engines Foreword
Gas Engine Driven Chiller Driveline Foreword
SR500 Generators Foreword
Cold Weather Recommendations for On-Highway Diesel Truck Engines Foreword
Product Link - PL121, PL321, PL522, and PL523 Foreword
VT30, VT40, VT50 and VT60 Multi-Processors Foreword
ES12F, UPS 1000S and UPS 1200S Uninterruptible Power Supplys Foreword
525D, 535D, 545D, 555D Wheel Skidder Foreword
Cat Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations Foreword
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.