C9.3 Marine Auxiliary Engines Caterpillar


Turbocharger - Inspect

Usage:

C9.3 C93
Mælt er með að þjöppuhús forþjöppunnar (inntaksmegin) sé skoðað og þrifið reglulega. Útblástursgufur frá sveifarhúsinu eru síaðar um loftinntakskerfið. Af þeim sökum geta aukaafurðir sem myndast í olíu og frá brennslu safnast fyrir í þjöppuhúsi forþjöppunnar. Þessi uppsöfnun getur til lengri tíma dregið úr afli aflvélarinnar, aukið útblástur svarts reyks og skert afkastagetu aflvélarinnar.

Ef forþjappan bilar á meðan aflvélin er í notkun getur það valdið skemmdum á þjöppuhjólinu og/eða aflvélinni. Ef þjöppuhjól forþjöppu skemmist getur það leitt til skemmda á stimplum, ventlum og strokkloki.


TILKYNNING

Bilun í legum og þéttum í forþjöppu getur valdið því að mikið magn olíu komist í loftinntak og útblásturskerfi. Rýrnun smurolíu á aflvél getur valdið alvarlegum skemmdum á aflvél.

Lítilsháttar leki í forþjöppu í hægum lausagangi í lengri tíma ætti ekki að valda vandamálum að því gefnu að bilun hafi ekki komið upp í legum forþjöppunnar.

Þegar legur í forþjöppu bila og afköst aflvélar minnka verulega (reykur í útblæstri eða snúningshraði eykst við ekkert álag) skal ekki nota aflvélina fyrr en búið er að gera við forþjöppuna eða skipta um hana.


Skoðun á forþjöppunni getur lágmarkað ófyrirséð vinnutap vegna bilana. Skoðun á forþjöppunni dregur einnig úr hættunni á skemmdum á öðrum hlutum aflvélarinnar.

AthugiĆ° Íhlutir forþjöppu þurfa að hafa nákvæmlega mörkuð fríbil. Hylki forþjöppunnar þarf að jafnvægisstilla vegna mikils snúningshraða. Álagsnotkun getur flýtt fyrir sliti á íhlutum. Við álagsnotkun er mælt með tíðari skoðun á hylkinu.

Losun og uppsetning

Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá upplýsingar um losun, uppsetningu, viðgerðir og endurnýjun. Upplýsingar um verkferli og tæknilýsingar eru í þjónustuhandbók aflvélarinnar.

Þrif og skoðun

  1. Fjarlægið útblástursleiðslur og loftinntaksleiðslur af forþjöppunni. Leitið eftir olíu á leiðslunum. Þrífið leiðslurnar að innan til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist inn við samsetningu.

  2. Snúið þjöppuhjólinu og hverfilhjólinu handvirkt. Snúningurinn ætti að vera áreynslulaus. Athugið hvort þjöppuhjólið og hverfilhjólið snerti forþjöppuhúsið. Ekki eiga að sjást merki um snertingu þjöppuhjóls eða hverfilhjóls við forþjöppuhúsið. Ef merki um snertingu þjöppuhjóls eða hverfilhjóls við forþjöppuhúsið eru sjáanleg þarf að endurstilla forþjöppuna. Kannið endaslag. Leitið eftir sliti í þrýstilegu. Leitið eftir uppsöfnun sóts.

  3. Gangið úr skugga um að þjöppuhjólið sé hreint. Ef hjólið er aðeins óhreint blaðmegin er það merki um að óhreinindi og/eða raki sé fyrir hendi í loftsíukerfinu. Ef olía finnst aðeins á bakhlið hjólsins er hugsanlegt að olíuþétti forþjöppunnar hafi skemmst.

    Olíuleifar kunna að stafa af langvarandi notkun aflvélarinnar í hægum lausagangi eða notkun kaldrar aflvélar í lausagangi. Olíuleifar kunna einnig að stafa af þrengingum í loftinntaksleiðslunni (stíflu í loftsíum). Slíkt kann að valda olíuleka úr forþjöppunni í lausagangi.

  4. Leitið eftir tæringu í gati hverfilhússins.

  5. Þrífið forþjöppuhúsið með hefðbundnum leysiefnum og mjúkum bursta.

  6. Festið loftinntaks- og úttaksleiðslurnar við forþjöppuhúsið.

Caterpillar Information System:

797F Off-Highway Truck Power Train Transmission Hydraulic Control - Remove
797F Off-Highway Truck Power Train Screen (Transmission Scavenge) - Remove and Install
797F Off-Highway Truck Power Train Relief Valve (Transmission Main) - Assemble
2007/12/24 A New More Rugged Sump Pump Is Now Used {1324}
G3520B Engines Air Lines
2007/12/24 Combustion Inserts in the Cylinder Head {1100}
2007/11/01 A New Purge Pump and Service Pack are Now Used {107P, 1408, 1900}
797F Off-Highway Truck Power Train Relief Valve (Transmission Main) - Disassemble
797F Off-Highway Truck Power Train Relief Valve (Transmission Lubrication) - Assemble
3406E and C15 Marine Engines Heat Exchanger
2007/11/12 Use the Turbocharger Seal Kit to Repair Exhaust Leaks {1052, 1053, 7555}
797F Off-Highway Truck Power Train Relief Valve (Transmission Lubrication) - Disassemble
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Air Shutoff - Test
G3520B Engines Engine Oil Pressure Sensor
C9 Petroleum Engines Electronic Unit Injector Sleeve - Remove
C9 Petroleum Engines Electronic Unit Injector - Remove
C9 Petroleum Engines Electronic Unit Injector - Install
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Diagnostic Trouble Codes
3406E and C15 Marine Engines Circuit Breakers
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Event Codes
C9 Petroleum Engines Electronic Unit Injector Sleeve - Install
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Self-Diagnostics
C9 Petroleum Engines Inlet and Exhaust Valve Springs - Remove and Install
797F Off-Highway Truck Power Train Transmission Hydraulic Control - Install
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.