3208 Marine Engine Caterpillar


Fuel Conservation Practices

Usage:

3208 01Z
Afkastageta aflvélarinnar getur haft áhrif á eldsneytisnýtinguna. Framleiðsluhönnun og -tækni Caterpillar býður upp á hámarkseldsneytisnýtingu við alla notkun. Fylgið ráðlögðum ferlum til að ná hámarksafköstum úr aflvélinni út endingartíma hennar.

  • Forðist eldsneytisleka.

Eldsneyti þenst út þegar það hitnar. Eldsneyti getur flætt út úr eldsneytisgeyminum. Horfið eftir leka í eldsneytisleiðslum. Gera þarf við eldsneytisleiðslurnar ef merki um skemmdir finnast.

  • Hafa skal í huga eiginleika mismunandi eldsneytis. Notið eingöngu ráðlagt eldsneyti.

  • Forðist óþarfa lausagang.

Drepið á aflvélinni frekar en að láta hana ganga í lausagangi í langan tíma.

  • Fylgist reglulega með þjónustuvísinum. Haldið loftsíueiningunum hreinum.

  • Gangið úr skugga um að forþjöppurnar vinni eðlilega til að hægt sé að viðhalda réttu hlutfalli lofts/eldsneytis. Hreinn útblástur gefur til kynna rétta vinnslu.

  • Viðhaldið góðu rafkerfi.

Ein gölluð rafgeymissella veldur of miklu álagi á riðstraumsrafalinn. Slíkt veldur of mikilli orkunotkun og eldsneytisnotkun.

  • Gangið úr skugga um að reimarnar séu rétt stilltar. Reimin þarf að vera í góðu ástandi.

  • Gætið þess að slöngurnar séu vel festar. Ekki ætti að leka með festingunum.

  • Notið hitann frá vatnskápukerfinu og orku frá útblásturskerfinu þegar því er við komið.

  • Haldið kælum, varmaskiptum og vatnsdælum hreinum. Haldið íhlutum í góðu ásigkomulagi.

  • Tryggið að gert hafi verið við allar dælur fyrir aukabúnað. Dælurnar eiga að vinna á skilvirkan máta.

  • Ekki hella of mikilli olíu á.

  • Vinnið aldrei án vatnshitastilla.

Vatnshitastillar stjórna hitastigi kælivökvans. Vatnshitastillar stuðla að viðeigandi vinnsluhitastigi. Kaldar aflvélar nota meira eldsneyti. Vatnshitastillar koma einnig í veg fyrir að aflvél ofhitni.

Ganghraði

Ráðlagður ganghraði aflvélarinnar er 300 til 400 sn./mín. undir nafnsnúningshraða aflvélarinnar.

Vinna á ráðlögðum ganghraða tryggir hámarksendingu aflvélarinnar og sparneytnustu vinnsluna.

Caterpillar Information System:

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.