C32 Auxiliary Engine Caterpillar


Fuel System Secondary Filter - Replace

Usage:

C32 AX2

------ VIÐVÖRUN! ------

Eldfimir vökvar sem leka eða hellast niður á heita fleti eða á rafbúnað geta valdið eldsvoða. Hreinsið eldsneytisleka upp strax.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Í Special Publication, NENG2500, "Cat Dealer Service Tool Catalog - Sérriti fyrir þjónustuverkfæravörulista söluaðila Cat" eða Special Publication, PECJ0003, "Cat Shop Supplies and Tools Catalog - Sérriti um birgðir í Cat-verslunum og verkfæravörulista" eru leiðbeiningar varðandi verkfæri og áhöld sem henta til að safna og geyma vökva úr búnaði frá Cat.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.



TILKYNNING

Haldið öllum hlutum lausum við mengandi efni.

Mengandi efni geta valdið hraðra sliti og styttri endingu hluta.


Athugið Ef aflvélin er búin tveimur eldsneytissíum er hægt að skipta um eldneytissíur á meðan aflvélin er í notkun. Sjá "Skipt um eldsneytissíur með aflvél í notkun á aflvélum sem eru ekki með tvær eldsneytissíur.".



Skýringarmynd 1g03140296
Dæmigerð önnur eldsneytissía
(1) Forgjafardæla
(2) Eldsneytislokun
(3) Aftöppunarloki
(4) Vísun á eldsneyti
(5) Auka önnur eldsneytissía
(6) Aðal önnur eldsneytissía
(7) Valloki eldsneytis

Skipt um eldsneytissíurnar þegar slökkt er á aflvélinni


TILKYNNING

Leyfið ekki óhreinindum að komast inn í eldsneytiskerfið. Hreinsið gaumgæfilega svæði umhverfis þann hluta eldsneytiskerfisins sem á að aftengja. Komið fyrir hentugu loki yfir aftengdan hluta eldsneytiskerfisins.


  1. Drepið á aflvélinni.

  2. Svissið af eða aftengið rafgeyminn (startara) þegar viðhald fer fram á eldsneytissíum.

  3. Lokið fyrir aðveituleiðslu eldsneytisgeymis aflvélarinnar.


    TILKYNNING

    Notið hentugt ílát undir eldsneyti sem gæti lekið. Hreinsið strax upp eldsneyti sem fer til spillis.


  4. Aflæsið forgjafardælu eldsneytis til að losa um afgangsþrýsting í eldsneytiskerfinu.

  5. Takið notuðu eldsneytissíuna úr. Notið tusku eða ílát til að taka við umframeldsneyti.

  6. Þrífið þéttiyfirborð pakkningarinnar á síusæti eldsneytissíunnar. Gætið þess að fjarlægja alla gömlu pakkninguna.

  7. Berið óblandað dísileldsneyti á nýju pakkninguna fyrir eldsneytissíuna.


    TILKYNNING

    Ekki fylla baksíu eldsneytis með eldsneyti fyrir ísetningu. Eldneytið síast ekki og gæti verið mengað. Mengað eldsneyti veldur hraðara sliti á hlutum eldsneytiskerfis.


  8. Setjið nýju eldsneytissíuna í. Herðið eldsneytissíuna þar til pakkning hennar snertir síusætið. Herðið eldsneytissíuna með höndunum samkvæmt leiðbeiningum á eldsneytissíunni. Ekki herða eldsneytissíuna of mikið.

    Athugið Ekki fjarlægja tappann í síusæti eldsneytissíunnar til þess að hleypa lofti af eldsneytiskerfinu við reglubundna viðhaldsvinnu á eldsneytissíunni. Ef tappinn er fjarlægður reglulega eykst slit á gengjum í síusæti eldsneytissíunnar.

  9. Beitið forgjafardælu eldsneytis þar til að mikið viðnám finnst og þar til að athugunarlokinn smellur. Draga verður bulluna talsvert langt út til að þetta gerist. Læsið forgjafardælunni.

  10. Opnið fyrir aðveituloka eldsneytisgeymisins.

  11. Gangsetjið aflvélina samkvæmt venjulegri notkunaraðferð. Aukið snúningshraða aflvélarinnar samstundis í 1000 til 1200 snúninga á mínútu án álags. Vélin mun byrja að ganga ójafnt í stuttan tíma þar til loftið er hreinsað úr eldsneytissíunni. Engar skemmdir munu eiga sér stað á aflvélinni.


    TILKYNNING

    Ekki gangsetja aflvélina lengur en 30 sekúndur í senn. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en gangsetning er reynd aftur.


  12. Ef aflvélin koðnar niður við lofttæminguna, sjá notkunar- og viðhaldshandbók, "Eldsneytiskerfi - lofttæma" varðandi frekari upplýsingar.

Skipt um eldsneytissíur með aflvél í notkun á aflvélum sem eru ekki með tvær eldsneytissíur.

Athugið Aflvélin verður að vera í LAUSAGANGI til að skipta um eldsneytissíur með aflvélina í gangi.

------ VIÐVÖRUN! ------

Þessi sía inniheldur heitt eldsneyti undir þrýstingi sem getur valdið bruna og eldhættu, sem getur valdið meiðslum eða dauða. Fylgið leiðbeiningum í þessari notkunar- og viðhaldshandbók og stöðvið aflvélina ef hröð hreyfing lofts er til staðar til að blása eldsneytinu.



TILKYNNING

Leyfið ekki óhreinindum að komast inn í eldsneytiskerfið. Hreinsið gaumgæfilega svæði umhverfis þann hluta eldsneytiskerfisins sem á að aftengja. Komið fyrir hentugu loki yfir aftengdan hluta eldsneytiskerfisins.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Í Special Publication, NENG2500, "Cat Dealer Service Tool Catalog - Sérriti fyrir þjónustuverkfæravörulista söluaðila Cat" eða Special Publication, PECJ0003, "Cat Shop Supplies and Tools Catalog - Sérriti um birgðir í Cat-verslunum og verkfæravörulista" eru leiðbeiningar varðandi verkfæri og áhöld sem henta til að safna og geyma vökva úr búnaði frá Cat.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.


Skipt um aðaleldsneytissíu

Notið eftirfarandi aðferð til að skipta um aðaleldsneytissíu þegar aflvélin er í notkun.



    Skýringarmynd 2g03409950

  1. Færið valloka eldsneytis í stöðuna AUX RUN (AUKA Í GANGI) eins og merkt er á tilvísunarplötunni.


    Skýringarmynd 3g03329518

  2. Þegar búið er að færa handfangið í stöðuna AUX RUN (AUKA Í GANGI) ætti eldsneytismælir fyrir aukasíuna að gefa til kynna fullan þrýsting og eldsneytismælir fyrir aðalsíuna ætti að gefa til kynna engan þrýsting.

  3. Opnið tæmingarlokann hægt og losið um allan þrýsting sem er eftir í aðalsíunni. Eitthvað eldsneyti gæti einnig runnið úr tæmingu eldsneytis. Vísun á eldsneyti fyrir aukasíuna að gefa til kynna fullan þrýsting og vísun á eldsneyti fyrir aðalsíuna ætti að gefa til kynna engan þrýsting.

  4. Fjarlægið notuðu aðalsíu eldsneytis.

  5. Þrífið þéttiyfirborð pakkningarinnar á síusæti aðalsíu eldsneytis. Gætið þess að fjarlægja alla gömlu pakkninguna.

  6. Berið hreint dísileldsneyti á nýju pakkninguna fyrir aðalsíu eldsneytis.

  7. Setjið í nýja aðalsíu eldsneytis. Herðið eldsneytissíuna þar til pakkning hennar snertir síusætið. Herðið eldsneytissíuna með höndunum samkvæmt leiðbeiningum á eldsneytissíunni. Ekki herða eldsneytissíuna of mikið.

  8. Færið handfangið í stöðuna RH FLOW - LH FILL (HÆGRI FLÆÐI - VINSTRI FYLLA). Vísun fyrir aðalsíuna ætti að gefa til kynna smá þrýsting. Tæmið loft úr lögnum að aðalsíunni um aftöppunarlokann. Lokið aftöppunarlokanum þegar eldsneytið byrjar að flæða út um lokann.

  9. Færið valloka eldsneytis í stöðuna FLOW BOTH (FLÆÐI BÆÐI) og athugið aðalsíuna varðandi leka. Takið aðalsíuna úr og setjið upp aftur ef þörf krefur.

Skipt um aukaeldsneytissíu

Notið eftirfarandi aðferð til að skipta um aukaeldsneytissíu þegar aflvélin er í notkun.



    Skýringarmynd 4g03409976

  1. Færið valloka eldsneytis í stöðuna MAIN RUN (AÐAL Í GANGI) eins og merkt er á tilvísunarplötunni.


    Skýringarmynd 5g03410043

  2. Þegar búið er að færa handfangið í stöðuna MAIN RUN (AÐAL Í GANGI) ætti eldsneytismælir fyrir aðalsíuna að gefa til kynna fullan þrýsting og eldsneytismælir fyrir aukasíuna ætti að gefa til kynna engan þrýsting.

  3. Opnið tæmingarlokann hægt og losið um allan þrýsting sem er eftir í aukasíunni. Eitthvað eldsneyti gæti einnig runnið úr tæmingu eldsneytis. Vísun á eldsneyti fyrir aðalsíuna að gefa til kynna fullan þrýsting og vísun á eldsneyti fyrir aukasíuna ætti að gefa til kynna engan þrýsting.

  4. Fjarlægið notuðu aukaeldsneytissíuna.

  5. Þrífið þéttiyfirborð pakkningarinnar á síusæti aukaeldsneytissíunnar. Gætið þess að fjarlægja alla gömlu pakkninguna.

  6. Berið hreint dísileldsneyti á nýju pakkninguna fyrir aukasíu eldsneytis.

  7. Setjið í nýja aukasíu eldsneytis. Herðið eldsneytissíuna þar til pakkning hennar snertir síusætið. Herðið eldsneytissíuna með höndunum samkvæmt leiðbeiningum á eldsneytissíunni. Ekki herða eldsneytissíuna of mikið.

  8. Færið valhandfang eldsneytis í stöðuna "RH FLOW - LH FILL (HÆGRI FLÆÐI - VINSTRI FYLLA)". Vísun fyrir aukasíuna ætti að gefa til kynna smá þrýsting. Tæmið loft úr lögnum að aukasíunni um aftöppunarlokann. Lokið aftöppunarlokanum þegar eldsneytið byrjar að flæða út um lokann.

  9. Færið valloka eldsneytis í stöðuna FLOW BOTH (FLÆÐI BÆÐI) og athugið aukasíuna varðandi leka. Takið aukasíuna úr og setjið upp aftur ef þörf krefur.
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.