C15 Industrial Engines Caterpillar


Product Description

Usage:

C15 JAS

Tafla 1
Tæknilýsing C15 aflvélar 
Strokkar og fyrirkomulag þeirra  Sex strokkar í röð 
Borvídd  137.2 mm (5.4 inch) 
Slaglengd  171.5 mm (6.8 inch) 
Slagrými  15.2 L (928 in3) 
Kveikiröð  1-5-3-6-2-4 
Snúningur (kasthjólshluti)  Rangsælis 

Rafeindastýrðar aflvélar sem þessi handbók fjallar um eru búnar eftirfarandi eiginleikum: beinni innspýtingu eldsneytis, rafrænni innspýtingu einingar með vélrænni færslu, forþjöppu og loftmillikæli.

Stýrikerfi rafeindastýrðu aflvélarinnar býður upp á eftirfarandi eiginleika: rafræna stjórnun, sjálfvirka stillingu hlutfalls lofts og eldsneytis, jöfnun togaukningar, tímastillingu innspýtingar og kerfisgreiningar.

Rafstýrður gangráður stjórnar úttaki sambyggðu eldsneytislokanna til að viðhalda æskilegum snúningshraða aflvélarinnar. Á meðal eiginleika gangráðsins forritanlegur hægur lausagangur og 20 sn./mín. til 200 sn./mín. yfirkeyrsla gangráðs.

Rafstýrðir sambyggðir eldsneytislokarnir með vélrænni færslu mynda mjög mikinn innspýtingarþrýsting. Eldsneytislokarnir sameina dælingu og rafræna mælingu eldsneytis (lengd og tímastilling) við innspýtingu. Sambyggðu eldsneytislokarnir stýra takmörkun reyks, hvítum reyk og inngjöf aflvélarinnar.

Einn sambyggður eldsneytisloki er við hvern strokk. Hver sambyggður eldsneytisloki mælir eldsneyti. Hver sambyggður eldsneytisloki dælir einnig eldsneyti. Mæling og dæling fara fram undir miklum þrýstingi. Mikill innspýtingarþrýstingur dregur úr eldsneytisnotkun og útblæstri. Notkun þessarar gerðar sambyggðra eldsneytisloka býður upp á heildræna rafræna stjórnun tímastillingar innspýtingar. Tímastilling innspýtingar er mismunandi eftir vinnsluskilyrðum aflvélarinnar. Afköst aflvélarinnar eru fínstillt fyrir eftirfarandi:

  • Gangsetning

  • Útblástur

  • Hávaði

  • Eldsneytisnotkun

Tímastillingunni er náð með nákvæmri stýringu innspýtingarkveikingar. Snúningshraða aflvélar er stjórnað með stillingu á lengd kveikingar. Upplýsingarnar er sendar í stjórntölvuna frá hraða-/tímaskynjara aflvélar. Upplýsingarnar eru notaðar til að greina staðsetningu strokks og snúningshraða aflvélar.

Aflvélarnar eru með innbyggðan greiningarbúnað til að tryggja að allir hlutar þeirra virki og vinni rétt. Greinist frávik í kerfishluta fær stjórnandi vinnuvélarinnar viðvörun um ástandið með GREININGARLJÓSI á stjórnborðinu. Hægt er að nota rafrænt þjónustuverkfæri frá Cat til að lesa talnakóða greiningarblikkkóðans. Greiningarkóðarnir eru þrenns konar: VIRKUR, SKRÁÐUR og TILVIK. Þessi kóðar eru skráðir og vistaðir í stjórntölvunni. Frekari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Greiningartæki aflvélar".

Kælikerfið samanstendur af eftirfarandi: miðflóttaaflsdælu sem er knúin með tannhjóli, vatnshitastilli, olíukæli og vatnskassa sem inniheldur affallskerfi.

Smurolíunni er dælt með tannhjólaknúinni dælu. Smurolían er kæld og síuð. Hjáveitulokar bjóða upp á óheft flæði smurolíu þegar seigjustig olíunnar er mikið eða ef annaðhvort olíukælirinn eða olíusían stíflast.

Eldsneytisnýting, afköst aflvélar og afköst útblástursstjórnbúnaðar eru háð því að farið sé eftir tilmælum um rétta notkun og viðhald, þar með talið notkun ráðlagðs eldsneytis, kælivökva og smurolía.

Eftirmarkaðsvörur og Cat-aflvélar


TILKYNNING

Tveggja míkrona eldsneytissía er áskilin fyrir alla rafræna sambyggða eldsneytisloka frá Caterpillar til þess að hámarka endingu eldsneytiskerfisins og koma í veg fyrir ótímabært slit vegna slípandi agna í eldsneytinu. Eldsneytissíur frá Caterpillar uppfylla þessi skilyrði. Fáið nánari upplýsingar um rétt númer hluta hjá söluaðila Caterpillar .


Þegar tengitæki, aukabúnaður og rekstrarvörur frá öðrum framleiðendum eru notuð með vörum frá Cat hefur það ekki áhrif á ábyrgð Caterpillar.

Hins vegar teljast bilanir sem hljótast af uppsetningu eða notkun tækja, aukabúnaðar eða rekstrarvara frá öðrum framleiðendum EKKI vera ágallar sem ábyrgð Caterpillar tekur til. Af þessum sökum falla slíkir ágallar EKKI undir ábyrgð Caterpillar.

Rafsuða og rafeindastýrðar Cat-aflvélar


TILKYNNING

Styrkur grindarinnar kann að minnka með tímanum og af þeim sökum mæla sumir framleiðendur gegn suðu á grindina eða handriðið. Leitið ráða hjá framleiðanda búnaðarins eða söluaðila Cat þegar kemur að rafsuðu á grind eða handrið.


Réttar aðferðir við rafsuðu eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skemmdir á rafeindastýringum. Áður en rafsoðið er á ökutæki sem er búið rafeindastýrðri aflvél skal fylgja eftirfarandi varúðarráðstöfunum:

  1. Drepið á vélinni. Snúið svissinum í stöðuna OFF (slökkt).

  2. Ef vinnuvélin er með útsláttarrofa rafgeymis skal slá hann út. Annar skal aftengja mínuskapal "-" rafgeymisins af rafgeymi ökutækisins.


    TILKYNNING

    Ekki jarðtengja rafsuðuvél við rafeindabúnað svo sem rafeindastjórneininguna eða skynjara. Röng tenging getur skaðað legur í aflrás, vökvabúnað, rafeindabúnað og aðra hluti.

    Klemmið jarðtengingarkapal rafsuðuvélarinnar við stykkið sem á að rafsjóða. Komið klemmunni fyrir eins nærri suðustað. Þetta dregur úr hættu á skemmdum.


  3. Klemmið jarðtengingu rafsuðunnar við íhlutinn sem á að sjóða. Hafið klemmuna eins nærri suðustað og kostur er.

  4. Verja skal rafleiðslukerfi gegn óhreinindum og slettum frá rafsuðu. Nota skal rétt verklag við rafsuðu.

Caterpillar Information System:

2014/12/12 Proper Installation of Connecting Rod Bearings for G3600, 3600, and C280 Engines {1225}
2011/02/17 Replacing the Lock Assembly on Certain Generator Sets {7274}
C4.4 Industrial Engine Radiator - Clean
3516C Locomotive Engines Engine Oil Pump - Assemble
3516C Locomotive Engines Engine Oil Pump - Disassemble
3516C Locomotive Engines Engine Oil Pump - Install
CG137-08 and CG137-12 Industrial Engines Engine Control Panel
C15 Industrial Engines Refill Capacities
CG137-08 and CG137-12 Industrial Engines CAN Data Link - Test
C4.4 Industrial Engine Burn Prevention
CX28 Transmission For Combat and Tactical Vehicles Transmission ; Transfer Case Electronic Control System Transfer Case Does Not Change Range
C4.4 Industrial Engine Maintenance Interval Schedule
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System Medium Pressure Hydraulic System
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System Combined Function - Electric Control: Default Value of Work Tool Parameters
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System Combined Function - Electric Control: Relief Valve (Line) - Test and Adjust
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System One-Way/One or Two Pump - Electric Control: Default Value of Work Tool Parameters
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System Two-Way/One Pump - Electric Control: Default Value of Work Tool Parameters
349E, 349F and 352F Excavators and 349E MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Tool Control System Two-Way/One Pump - Electric Control: Relief Valve (Line) - Test and Adjust
CG137-08 and CG137-12 Industrial Engines Engine Timing Does Not Match Programmed Timing
C18 Fire Pump Engine Refill Capacities
CG137-08 and CG137-12 Industrial Engines ECM - Replace
9U-5132 Timing and Fuel System Setting Tool Group{1105, 1162, 1290, 1905} 9U-5132 Timing and Fuel System Setting Tool Group{1105, 1162, 1290, 1905}
EMCP 3 to EMCP 4.1/4.2 Cat ® Retrofit Instructions{4490} EMCP 3 to EMCP 4.1/4.2 Cat ® Retrofit Instructions{4490}
G3304B and G3306B Engines Gas Pressure Regulator
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.