C32 Auxiliary Engine Caterpillar


Maintenance Recommendations

Usage:

C32 AX2

Hlutfall eldsneytiseyðslu og vinnustunda

Reynslan hefur sýnt að viðhaldstímabil er best að byggja á eldsneytisnotkun. Eldsneytisnotkun sýnir vélarálagið á nákvæmari hátt. Tafla 1 sýnir meðaltalssvið eldsneytiseyðslu og vinnustunda fyrir C32 aflvélina.

Tafla 1
Viðhaldsáætlun 
Eldsneytiseyðsla fyrir C32 ACERT almennar dísilaflvélar(1) 
Tímabil  Lagskipting 
A
250 vinnustundir  25,000 L (6,600 US gal)  33,000 L (8,800 US gal)  40,000 L (10,500 US gal)  50,000 L (13,200 US gal) 
500 vinnustundir  50,000 L (13,200 US gal)  66,000 L (17,600 US gal)  80,000 L (21,000 US gal)  100,000 L (26,400 US gal) 
1.000 vinnustundir  100,000 L (26,400 US gal)  132,000 L (35,200 US gal)  160,000 L (42,000 US gal)  200,000 L (52,800 US gal) 
2.000 vinnustundir  200,000 L (52,800 US gal)  264,000 L (70,400 US gal)  320,000 L (84,000 US gal)  400,000 L (105,600 US gal) 
3.000 vinnustundir  300,000 L (79,200 US gal)  396,000 L (105,600 US gal)  480,000 L (126,000 US gal)  600,000 L (158,400 US gal) 
(1) Eldsneytisnotkun er byggð á álagsstuðli upp á um það bil 60 prósent.

Viðhaldsmillibil verður að minnka fyrir aflvélar sem eru notaðar við harkaleg vinnuskilyrði og fyrir aflvélar sem eru notaðar við aðra skilgreiningu á uppgefnu afli.

Harkaleg vinnuskilyrði

Harkaleg vinnuskilyrði geta flýtt fyrir sliti á íhlutum. Aflvélar sem eru notaðar við harkaleg vinnuskilyrði geta þurft tíðari viðhaldstímabil af eftirfarandi ástæðum:

  • Vegna hámarks áreiðanleika

  • Til að ná fullri endingu

Notkun við harkaleg vinnuskilyrði er notkun sem fer umfram núverandi birta staðla fyrir þá aflvél. Caterpillar viðheldur stöðlum fyrir eftirfarandi færibreytur aflvélarinnar:

  • Hestöfl

  • Snúningshraðasvið

  • Eldsneytisnotkun

  • Gæði eldsneytis

  • Hæð yfir sjávarmáli

  • Viðhaldstímabil

  • Val á smurolíu

  • Val á kælivökva

  • Gæði umhverfisaðstæðna

  • Uppsetning

Miðið við staðla fyrir þína aflvél eða leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar til að ákvarða hvort notkun þinnar aflvélar er innan skilgreindra færibreyta.

Vegna einstakrar notkunar er ekki hægt að greina alla þætti sem geta stuðlað að harkalegum vinnuskilyrðum. Leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar hvað varðar nauðsynlegt viðhald fyrir þá aflvél sem um ræðir.

Neðangreindir þættir geta leitt til harkalegrar notkunar: umhverfisaðstæður, rangar notkunaraðferðir og rangar viðhaldsaðferðir.

Mjög hátt eða mjög lágt umhverfishitastig

Notkun um lengri tíma í umhverfi sem þekkt er fyrir mikinn kulda eða hita getur skemmt íhluti. Íhlutir ventla geta skemmst með uppsöfnun kolefnis ef aflvélin er gangsett og stöðvuð í umhverfi sem þekkt er fyrir mikinn kulda. Mjög heitt inntaksloft dregur úr afkastagetu aflvélarinnar.

Athugið Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Notkun í köldu veðri" (í notkunarkaflanum) eða Supplement, SEBU5898, "Cold Weather Recommendations" (viðauki um tilmæli um notkun í köldu veðri).

Hreinlæti

Langvarandi notkun í skítugu og rykugu umhverfi getur valdið skemmdum á íhlutum ef búnaðurinn er ekki hreinsaður reglulega. Uppsöfnuð leðja, drulla og ryk geta umlukið íhluti. Framangreind atriði geta gert viðhald erfitt. Uppsöfnuð efni geta innihaldið ætandi íðefni. Ætandi íðefni og salt getur valdið skemmdum á sumum íhlutum.

Rangar notkunaraðferðir

  • Notkun til lengri tíma í hægum lausagangi

  • Kælingartími eftir notkun með háum hleðslustuðli hafður í lágmarki

  • Notkun aflvélarinnar fer fram úr viðmiðum fyrir afköst hennar

  • Notkun aflvélarinnar við meira álag en gefið er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar á meiri hraða en gefinn er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar í aðstæðum sem ekki eru samþykktar

Rangar viðhaldsaðferðir

  • Of langur tími látinn líða á milli viðhalds

  • Notkun á eldsneyti, smurefni og kælivökva sem ekki er mælt með

Athugunarefni varðandi endurbyggingu

Á meðal mikilvægra þátta við skipulagningu tíma á milli endurbygginga eru eftirfarandi:

  • Árangur fyrirbyggjandi viðhalds

  • Notkun ráðlagðra smurefna

  • Notkun ráðlagðra kælivökva

  • Notkun ráðlagðs eldsneytis

  • Rétt uppsetning

  • Vinnuskilyrði

  • Vinna innan æskilegra marka

  • Álag á aflvél

  • Snúningshraði aflvélar

  • Notkun á vökvagreiningum S·O·S þjónustu

Almennt séð endast aflvélar sem keyrðar eru á minna álagi og/eða snúningshraða lengur áður en þörf er á endurbyggingu. Að ná fram meiri endingartíma fyrir endurbyggingu er fyrir aflvélar sem eru notaðar rétt og fá rétt viðhald.

Einnig þarf að horfa til annarra þátta þegar taka þarf ákvörðun um viðamikla endurbyggingu:

  • Heildareldsneytisnotkun

  • Vinnustundir aflvélarinnar

  • Aukin olíunotkun

  • Aukinn hjáblástur í sveifarhúsi

  • Niðurstöður greiningar á slitmálmum í smurolíu

  • Aukinn hávaði og titringur

Aukning á slitmálmum í smurolíunni er vísbending um að viðgerða sé þörf á legum og yfirborði þar sem slit á sér stað. Aukinn hávaði og titringur eru vísbendingar um að viðgerða sé þörf á snúningsíhlutum.

Athugið Hugsanlega er hægt að mæla minnkun á slitmálmum í smurolíunni með olíugreiningu. Hugsanlega eru strokkslífarnar slitnar og því slípast strokkurinn til. Aukin notkun á smurolíu mun einnig þynna út slitmálmana.

Auka skal eftirlit með aflvélinni eftir því sem vinnustundum hennar fjölgar. Leitið upplýsinga hjá söluaðila Caterpillar um hvernig á að framkvæma viðamikla endurbyggingu.

Athugið Mögulega þarf einnig að gera við búnaðinn sem er keyrður þegar endurbygging á aflvélinni fer fram. Sjá handbók frá framleiðanda varðandi búnaðinn sem er keyrður.

Tími á milli endurbygginga sem byggður er á eldsneytisnotkun

Reynslan hefur sýnt að millibil fyrir endurbyggingu er best að byggja á eldsneytisnotkun. Eldsneytisnotkun sýnir vélarálagið á nákvæmari hátt.

Tafla 2
Tími á milli endurbygginga(1) 
Tímabil  Eldsneytisnotkun  Vinnustundir 
Efri hluti  1000000 L (264000 US gal)  10000 
Stórfelld  2000000 L (528000 US gal)  20000 
(1) Notið það tímabil sem fyrr kemur.

Tími á milli endurbygginga sem byggður er á olíunotkun

Upplýsingar um olíunotkun, eldsneytisnotkun og viðhald má nota til að áætla rekstrarkostnað í heild fyrir Caterpillar-aflvélina. Einnig má nota upplýsingar um olíunotkun til að áætla nauðsynlegt rúmtak viðbótarolíugeymis sem hentar fyrir viðhaldsmillibilið.

Olíunotkun er í hlutfalli við prósentutölu uppgefins álags á aflvélina. Þegar prósentutala álags á aflvélina er hækkuð eykst einnig magn þeirrar olíu sem notuð er á klukkustund.

Olíunotkun (miðað við snúningshraða og álag (BSOC)) er mæld í grömmum á kílóvattstund (lb/bhp). Olíunotkun miðað við snúningshraða og álag fer eftir álagi á aflvélina. Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá aðstoð við að ákvarða dæmigerða olíunotkun fyrir aflvélina.

Þegar olíunotkun aflvélar hefur aukist í þrefalda upphaflega olíunotkun sökum eðlilegs slits ætti að áætla endurbyggingu á aflvélinni. Hugsanlega verður samsvarandi aukning á þrýstileka og lítilleg aukning eldsneytisnotkunar.

Valkostir fyrir endurbyggingu

Endurbygging fyrir bilun

Áætluð endurbygging fyrir bilun gæti verið ákjósanlegur kostur af eftirtöldum ástæðum:

  • Hægt er að koma í veg fyrir kostnað sem hlýst af ófyrirséðri stöðvun aflvélarinnar.

  • Hægt er að endurnýta marga upprunalega hluti samkvæmt stöðlum fyrir endurnýtanlega hluti.

  • Hægt er að auka endingu aflvélarinnar án þess að hætta sé á alvarlegum óhöppum vegna vélarbilunar.

  • Hægt er að ná besta hlutfallinu milli kostnaðar og virðis á hverja klukkustund aukinnar endingar.

Endurbygging eftir bilun

Ef meiriháttar vélarbilun verður og taka verður aflvélina úr eru margir kostir tiltækir. Framkvæma ætti endurbyggingu ef gera þarf við strokkstykkið eða sveifarásinn.

Ef hægt er að gera við strokkstykkið og/eða hægt er að gera við sveifarásinn ætti kostnaðurinn við endurbyggingu að vera á milli 40 og 50 prósent af kostnaði við nýja aflvél með svipuðum útskiptanlegum kjarna.

Þrjú atriði skila þessum lækkaða kostnaði:

  • Sérstaklega hannaðir eiginleikar Caterpillar-aflvéla

  • Varahlutir frá söluaðila Caterpillar

  • Endurnýttir varahlutir frá Caterpillar Inc.

Kælivökvagreining

Athuga skal styrkleika íblöndunarefnis fyrir kælivökva reglulega með prófunarsettum eða með S·O·S kælivökvagreiningu (1. stig). Mælt er með frekari kælivökvagreiningu þegar unnið er að endurbyggingu á aflvélinni.

Hægt er að gera kælivökvagreiningu til þess að staðfesta ástand vatnsins sem notað er í kælikerfinu. Hægt er að fá fulla vatnsgreiningu í samráði við viðkomandi vatnsveitu eða landbúnaðarráðunaut. Einnig er hægt að fá vatnsgreiningu hjá einkarannsóknarstofum.

Caterpillar Inc. mælir með S·O·S kælivökvagreiningu (2. stig).

S·O·S kælivökvagreining (2. stig)

S·O·S kælivökvagreining (2. stig) er alhliða kælivökvagreining sem greinir kælivökvann og áhrif hans á kælikerfið ítarlega. S·O·S kælivökvagreining (2. stig) veitir eftirfarandi upplýsingar:

  • Heildstæð S·O·S kælivökvagreining (2. stig)

  • Sjónræna skoðun á eiginleikum

  • Greiningu á málmtæringu

  • Greiningu á mengunarefnum

  • Greiningu á uppsöfnuðum óhreinindum (tæringu og útfellingum)

S·O·S kælivökvagreining (2. stig) býður upp á skýrslu um niðurstöður bæði úr greiningunni og tilmælum um viðhald.

Frekari upplýsingar er að finna í Special Publication, SEBU6251, "Caterpillar Commercial Diesel Engine Fluids Recommendations (Sérriti með ráðleggingum um almenna vökva á dísilvélar)" eða hafið samband við söluaðila Caterpillar.

Íhlutir aflvélar

Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Endurbygging (efri hluti)" varðandi lista yfir íhluti sem koma við sögu vegna endurbyggingar efri hluta. Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Endurbygging (stórfelld)" varðandi lista yfir íhluti sem koma við sögu vegna stórfelldrar endurbyggingar.

Caterpillar Information System:

C13 Engine for Caterpillar Built Machines Crankshaft Rear Seal - Remove and Install
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Fuel Consumption Is Excessive
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines Engine Has Early Wear
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Engine Oil Pressure Sensor - Remove and Install
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines Engine Does Not Crank
C12 Marine Engines Fuel System Secondary Filter - Replace
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Crankcase Pressure Sensor - Remove and Install
C12 Marine Engines Engine Valve Lash - Inspect/Adjust
C15 and C18 Industrial Engines Atmospheric Pressure Sensor - Remove and Install
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines Oil Contains Coolant
MP-15, MP-20, MP-30 and MP-40 Multi Processors Hydraulic Rotator
C7.1 Industrial Engine and Generator Set Sensors and Electrical Connectors
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Engine Has Mechanical Noise (Knock)
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Valve Lash Is Excessive
C6.6 Industrial Engine Engine Oil Pressure
C6.6 Industrial Engine Starter Motor
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines Cooling Fan Is Always ON
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Crankshaft Position Sensor - Remove and Install
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines Power Is Intermittently Low or Power Cutout Is Intermittent
789D, 793F, and 797F Off-Highway Truck Monitoring System MID 053 - CID 0271 - FMI 03
C12 Marine Engines Engine and Marine Transmission Operation
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Belt Tensioner - Remove and Install
C7.1 Industrial Engine and Generator Set ECM Memory - Test
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Symptom Troubleshooting
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.