3500 Generator Sets Caterpillar


Maintenance Recommendations

Usage:

3516 JCG

Tími á milli endurbygginga

Á meðal mikilvægra þátta við skipulagningu tíma á milli endurbygginga eru eftirfarandi:

  • Árangur fyrirbyggjandi viðhalds

  • Notkun ráðlagðra smurefna

  • Notkun ráðlagðra kælivökva

  • Notkun ráðlagðs eldsneytis

  • Rétt uppsetning

  • Vinnuskilyrði

  • Vinna innan æskilegra marka

  • Álag á aflvél

  • Snúningshraði aflvélar

Almennt séð endast aflvélar sem keyrðar eru á minna álagi og/eða snúningshraða lengur áður en þörf er á endurbyggingu. Aftur á móti á þetta aðeins við um aflvélar sem eru rétt notaðar og rétt við haldið.

Einnig þarf að horfa til annarra þátta þegar taka þarf ákvörðun um viðamikla endurbyggingu:

  • Heildareldsneytisnotkun

  • Vinnustundir aflvélarinnar

  • Aukin olíunotkun

  • Aukinn hjáblástur í sveifarhúsi

  • Niðurstöður greiningar á slitmálmum í smurolíu

  • Aukinn hávaði og titringur

Aukning á slitmálmum í smurolíunni er vísbending um að viðgerða sé þörf á legum og yfirborði þar sem slit á sér stað. Aukinn hávaði og titringur eru vísbendingar um að viðgerða sé þörf á snúningsíhlutum.

Athugið Hugsanlega er hægt að mæla minnkun á slitmálmum í smurolíunni með olíugreiningu. Hugsanlega eru strokkslífarnar slitnar og því slípast strokkurinn til. Aukin notkun á smurolíu mun einnig þynna út slitmálmana.

Auka skal eftirlit með aflvélinni eftir því sem vinnustundum hennar fjölgar. Leitið upplýsinga hjá söluaðila Caterpillar um hvernig á að framkvæma viðamikla endurbyggingu.

Athugið Mögulega þarf einnig að gera við búnaðinn sem er keyrður þegar endurbygging á aflvélinni fer fram. Sjá handbók frá framleiðanda varðandi búnaðinn sem er keyrður.

Notkun eldsneytisnotkunar við útreikninga á tíma á milli endurbygginga

Reynslan hefur sýnt að viðhaldstímabil er best að byggja á eldsneytisnotkun. Eldsneytisnotkun sýnir vélarálagið á nákvæmari hátt. Töflur 1 og 2 sýna meðaleldsneytisnotkun og vinnustundir fyrir álagsstuðul upp á um það bil 60 prósent. Aðeins skal nota uppgefið svið fyrir eldsneytisnotkun til leiðbeiningar.

Tafla 1
Viðhaldsáætlun
Vinnustundir og eldsneytisnotkun fyrir 3512 og 3512B aflvélar (1) 
Tímabil  Uppgefið upp í 1300 sn./mín.  Uppgefið frá 1301 til 1600 sn./mín.  Uppgefið frá 1601 til 1800 sn./mín. 
250 vinnustundir  33400 L (8800 US gal)  41000 L (10800 US gal)  48500 L (12800 US gal) 
500 vinnustundir  66800 L (17600 US gal)  82000 L (21600 US gal)  97000 L (25600 US gal) 
1000 vinnustundir  133500 L (35000 US gal)  164000 L (43200 US gal)  194000 L (51200 US gal) 
2000 vinnustundir  267000 L (70000 US gal)  328000 L (86400 US gal)  388000 L (102400 US gal) 
3000 vinnustundir  398000 L (105000 US gal)  491000 L (129600 US gal)  582000 L (153600 US gal) 
6000 vinnustundir  796000 L (210000 US gal)  982000 L (259200 US gal)  1164000 L (307200 US gal) 
Endurbygging  11.000 vinnustundir  9000 vinnustundir  7500 vinnustundir 
1460000 L (385000 US gal)
Önnur endurbygging  22.000 vinnustundir  18.000 vinnustundir  15.000 vinnustundir 
2920000 L (770000 US gal)
Viðamikil endurbygging  33.000 vinnustundir  27.000 vinnustundir  22.500 vinnustundir 
4380000 L (1155000 US gal)
(1) Eldsneytisnotkun er byggð á álagsstuðli upp á um það bil 60 prósent.

Tafla 2
Viðhaldsáætlun
Vinnustundir og eldsneytisnotkun fyrir 3516 og 3516B aflvélar (1) 
Tímabil  Uppgefið upp í 1300 sn./mín.  Uppgefið frá 1301 til 1600 sn./mín.  Uppgefið frá 1601 til 1800 sn./mín. 
250 vinnustundir  44000 L (11600 US gal)  53000 L (14000 US gal)  64500 L (17000 US gal) 
500 vinnustundir  88000 L (23200 US gal)  106000 L (28000 US gal)  129000 L (34000 US gal) 
1000 vinnustundir  176000 L (46500 US gal)  212000 L (56000 US gal)  258000 L (68000 US gal) 
2000 vinnustundir  352000 L (93000 US gal)  424000 L (112000 US gal)  516000 L (136000 US gal) 
3000 vinnustundir  528700 L (139500 US gal)  636700 L (168100 US gal)  773000 L (204000 US gal) 
6000 vinnustundir  1056000 L (279000 US gal)  1272000 L (336000 US gal)  1548000 L (408000 US gal) 
Endurbygging  11.000 vinnustundir  9000 vinnustundir  7500 vinnustundir 
1942000 L (512500 US gal)
Önnur endurbygging  22.000 vinnustundir  18.000 vinnustundir  15.000 vinnustundir 
3884000 L (1025000 US gal)
Viðamikil endurbygging  33.000 vinnustundir  27.000 vinnustundir  22.500 vinnustundir 
5826000 L (1537500 US gal)
(1) Eldsneytisnotkun er byggð á álagsstuðli upp á um það bil 60 prósent.

Notið tölur um raunverulega eldsneytisnotkun þegar því er við komið. Ef slíkar tölur eru ekki til staðar skal nota eftirfarandi aðferð til að áætla eldsneytisnotkun.

  1. Áætlið meðalhlutfall álags við notkun aflvélarinnar.

  2. Upplýsingar eru í tæknilegu markaðsefni fyrir aflvélina. Þannig er hægt að áætla eldsneytisnotkun fyrir álagshlutfallið sem áætlað var í skrefi 1. Notið þessa tölu sem breytu "F" í jöfnunni í töflunni 3. Frekari upplýsingar um tæknilegt markaðsefni fyrir aflvélina fást hjá söluaðila Caterpillar.

Tafla 3
Jafna fyrir útreikning á tíma á milli endurbygginga 
F/R = H 
“F” er áætluð heildareldsneytisnotkun aflvélarinnar. 
“R” er eldsneytisnotkun í lítrum á klukkustund eða gallonum á klukkustund. 
“H” er áætlaður fjöldi vinnustunda fram að næstu endurbyggingu. 

Olíunotkun sem vísbending um þörf fyrir endurbyggingu

Upplýsingar um olíunotkun, eldsneytisnotkun og viðhald má nota til að áætla rekstrarkostnað í heild fyrir Caterpillar-aflvélina. Einnig má nota upplýsingar um olíunotkun til að áætla nauðsynlegt rúmtak viðbótarolíugeymis sem hentar fyrir viðhaldsmillibilið.

Olíunotkun er í hlutfalli við prósentutölu uppgefins álags á aflvélina. Þegar prósentutala álags á aflvélina er hækkuð eykst einnig magn þeirrar olíu sem notuð er á klukkustund.

Olíunotkun (sem hlutfall af afli (BSOC)) er mæld í grömmum á kílóvattstund (lb/bhp). Olíunotkun sem hlutfall af afli (BSOC) fer eftir álagi á aflvél. Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá aðstoð við að ákvarða dæmigerða olíunotkun fyrir aflvélina.

Þegar olíunotkun aflvélar hefur aukist í þrefalda upphaflega olíunotkun sökum eðlilegs slits ætti að áætla endurbyggingu á aflvélinni. Hugsanlega verður samsvarandi aukning á þrýstileka og lítilleg aukning eldsneytisnotkunar.

Álagsnotkun

Álagsnotkun telst vera sú notkun aflvélarinnar þar sem farið er fram úr útgefnum og gildandi stöðlum hvað varðar notkun hennar. Caterpillar viðheldur stöðlum fyrir eftirfarandi færibreytur aflvélarinnar:

  • Hestöfl

  • Snúningshraðasvið

  • Eldsneytisnotkun

  • Gæði eldsneytis

  • Hæð yfir sjávarmáli

  • Viðhaldstímabil

  • Val á smurolíu

  • Val á kælivökva

  • Gæði umhverfisaðstæðna

  • Uppsetning

Miðið við staðla aflvélarinnar eða leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar til að ákvarða hvort notkun aflvélarinnar er innan skilgreindra færibreyta.

Álagsnotkun getur flýtt fyrir sliti á íhlutum. Aflvélar sem notaðar eru við erfiðar aðstæður kunna að þurfa tíðara viðhald af eftirtöldum ástæðum:

  • Vegna hámarks áreiðanleika

  • Til að ná fullri endingu

Vegna þess að hver notkun er sértæk er ekki hægt að greina frá öllum þáttum sem leitt geta til álagsnotkunar. Leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar hvað varðar nauðsynlegt viðhald fyrir þá aflvél sem um ræðir.

Neðangreindir þættir geta leitt til álagsnotkunar: umhverfisaðstæður, rangar notkunaraðferðir og rangar viðhaldsaðferðir.

Umhverfisþættir

Mjög hátt eða mjög lágt umhverfishitastig

Langvarandi notkun þar sem hitastig er mjög lágt eða mjög hátt getur valdið skemmdum á íhlutum. Ventilíhlutir geta skemmst af uppsöfnun sóts ef aflvél er ítrekað gangsett og hún stöðvuð í mjög miklum kulda. Mjög heitt inntaksloft dregur úr afkastagetu aflvélarinnar.

Athugið Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Notkun í köldu veðri" (í notkunarkaflanum) eða Supplement, SEBU5898, "Cold Weather Recommendations" (viðauki um tilmæli um notkun í köldu veðri).

Hreinlæti

Langvarandi notkun í skítugu og rykugu umhverfi getur valdið skemmdum á íhlutum ef búnaðurinn er ekki hreinsaður reglulega. Uppsöfnuð leðja, drulla og ryk geta umlukið íhluti. Þetta getur gert viðhald flókið. Uppsöfnuð efni geta innihaldið ætandi íðefni. Ætandi íðefni og salt getur valdið skemmdum á sumum íhlutum.

Rangar notkunaraðferðir

  • Notkun til lengri tíma í hægum lausagangi

  • Kælingartími eftir notkun með háum hleðslustuðli hafður í lágmarki

  • Notkun aflvélarinnar fer fram úr viðmiðum fyrir afköst hennar

  • Notkun aflvélarinnar við meira álag en gefið er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar á meiri hraða en gefinn er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar í aðstæðum sem ekki eru samþykktar

Rangar viðhaldsaðferðir

  • Of langur tími látinn líða á milli viðhalds

  • Notkun á eldsneyti, smurefni og kælivökva/frostlegi sem ekki er mælt með

Caterpillar Information System:

3500 Generator Sets Engine Oil and Filter - Change
3512B Generator Set Engine Sensor Supply - Test
C6.6 Marine Generator Set Fuel System - Prime - Duplex Fuel Filter
C11 and C13 Engines Air Cleaner - Precleaner
C7 Engines for Combat and Tactical Vehicles Engine Oil and Filter - Change
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Relief Valve (Travel Motor) - Test and Adjust - VM Undercarriage
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Inlet Manifold Pressure - Test
3412, 3412C, and 3412E Generator Set Engines Speed Control (Auxiliary) - Test
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Cylinder Speed - Check - VM Undercarriage
3512B Generator Set Engine Sensor Signal (PWM) - Test
C6.6 Marine Generator Set Belt Guard
3512B Generator Set Engine Sensor Signal (Analog, Passive) - Test
3500 Generator Sets Maintenance Recommendations
UPS 250, UPS 300, UPS 301, UPS 500, UPS 600, UPS 750 and UPS 900 Uninterruptible Power Supplies Air Filter Element - Clean/Replace
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Pressure Reducing Valve (Travel Parking Brake) - Test and Adjust - VM Undercarriage
C6.6 Marine Generator Set Air Starting Motor
C6.6 Marine Generator Set Alternator
CX28 On-Highway Transmission General Information
Reuse and Salvage for 3500 Engine Cylinder Blocks {0672, 0705, 0762, 1201, 1217} Reuse and Salvage for 3500 Engine Cylinder Blocks {0672, 0705, 0762, 1201, 1217}
UPS 300, UPS 301, UPS 500, UPS 600, UPS 750 and UPS 900 Uninterruptible Power Supplies Safety Signs and Labels
2015/07/17 A New Cylinder Pack Is Now Used {1225, 1239}
C6.6 Marine Generator Set Engine and Generator Mounting Group
3412, 3412C, and 3412E Generator Set Engines Indicator Lamp - Test
C6.6 Marine Generator Set Engine Oil and Filter - Change - Duplex Oil filters
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.