3500 Generator Sets Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

3512B 4AW
Tími á milli olíuskipta ræðst af eftirfarandi atriðum:

  • Notkun vélar

  • Stærð olíupönnunnar

  • Gerð eldsneytis

  • Gerð olíu

  • Loftlagsskilyrðum

  • Hlutfalli lofts/eldsneytis

S.O.S. olíugreiningin greinir notaða olíu til að ákvarða hvort tími milli olíuskipta er hæfilegur fyrir þessa tilteknu gerð aflvélar. Ef S·O·S olíugreining er ekki til taks skal skipta um olíu og olíusíur í samræmi við tímann sem gefinn er upp í töflu 1.

Tafla 1
Tími á milli olíuskipta í 3500 og 3500B rafstöðvum 
Aflvél  Rúmtak pönnu  Tíðni olíuskipta 
Aflvélar með hefðbundinni pönnu 
3512
3512B 
318 l (84 US gal)  Á 500 vinnustunda fresti 
3516
3516B 
405 l (107 US gal) 
Aflvélar með djúpa pönnu 
3512
3512B 
625 l (165 US gal)  Á 1000 vinnustunda fresti 
3516
3516B 
807 l (213 US gal) 

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar veta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.


Olían tæmd

Ekki tappa olíu af aflvélinni þegar hún er köld. Þegar olían kólnar setjast uppleyst óhreinindi í botn olíupönnunnar. Óhreinindi eru ekki fjarlægð þegar kaldri olíu er tappað af. Tappið af sveifarhúsinu á meðan olían er heit. Þessi aðferð skilar viðeigandi útskolun óhreininda sem fljóta í olíunni.

Ef þessum tilmælum er ekki fylgt fara óhreinindin aftur í gegnum smurkerfi aflvélarinnar með nýju olíunni.

  1. Drepið á aflvélinni eftir að hún hefur verið keyrð á eðlilegum ganghita.


    TILKYNNING

    Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

    Sjá Sérrit, NENG2500, "Vörulisti þjónustuverkfæra Caterpillar-umboðs" vegna verkfæra og aðfanga sem hentug eru til að safna og innihalda vökva úr Cat vörum.

    Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.


  2. Tappið olíunni af í samræmi við búnaðinn á aflvélinni.


      Skýringarmynd 1g01410768
      (1) Olíuafrennsli

    1. Opnið olíuafrennslið (1). Lokið olíuafrennslinu þegar búið er að tappa olíunni af.

    2. Ef sogbúnaður er settur í pönnuna þarf að tryggja að hann sé hreinn. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist í olíupönnuna. Gætið þess að lemja ekki í smurolíusogslöngurnar eða stimplakælibúnaðinn.

    3. Ef notaður er sogbúnaður sem festur er við olíuafrennslið þarf að ganga úr skugga um að hann sé hreinn. Tengið sogbúnaðinn við olíuafrennslið. Opnið olíuafrennslið. Lokið fyrir olíuafrennslið eftir að búið er að tappa olíunni af og fjarlægið sogbúnaðinn.

    4. Ef olíuafrennslislokinn er með “hraðtengi” skal tengja við það. Opnið fyrir afrennslislokann til að tappa af sveifarhúsinu. Lokið fyrir afrennslislokanum eftir að búið er að tappa olíunni af. Aftengið tengið.

  3. Skiptið um olíusíur áður en nýrri olíu er hellt á sveifarhúsið.

Skipt um olíusíur

Skiptið um smurolíusíur við eitthvert eftirfarandi atriða:

  • Við olíuskipti

  • Þrýstingsmunur smurolíusíu nær 103 kPa (15 psi).

Athugið Ekki hreinsa notaðar olíusíur. Óhreinindi eru föst í notuðum olíusíum og þær sía olíu ekki nógu vel.

Hægt er að fá sérverkfæri fyrir olíusíur. Upplýsingar um heiti hluta og hlutarnúmer fást hjá söluaðila Caterpillar. Fylgið leiðbeiningunum sem fylgja sérverkfærunum. Ef sérverkfæri eru ekki notuð skal fylgja eftirfarandi verkferli.

Skipt um smurolíusíur með dautt á aflvél

Gerið eftirfarandi eftir að olíunni hefur verið tappað af.

Athugið Notið þetta verkferli ef smurolíusían er ekki með stjórnloka.



Skýringarmynd 2g01410770
(2) Boltar
(3) Hlíf
(4) Tappi
(5) Aftöppunarloki

    Athugið Látið glussann renna í hentugt ílát. Fargið olíunni í samræmi við gildandi reglur á hverjum stað.

  1. Tengið slöngu við afrennsli (1). Komið hinum enda slöngunnar fyrir í hentugu íláti til að safna olíunni saman.

  2. Opnið afrennslisloka (5). Fjarlægið tappa (4). Tappið olíunni af. Hreinsið tappann og setjið hann aftur í. Skrúfið fyrir afrennslislokann. Fjarlægið slönguna af afrennslinu.

    Athugið Einhver olía situr eftir í húsinu eftir að henni hefur verið tappað af. Þessi olía streymir úr húsinu þegar hlífin (3) er tekin af. Hafið hentugt ílát tilbúið til að láta olíuna renna í. Þrífið olíu sem hellist niður með rakadrægum klútum eða púðum. EKKI nota rakadrægar agnir til að þrífa olíuna.

    ------ VIÐVÖRUN! ------

    Líkamstjón getur hlotist af hlutum og/eða lokum sem eru undir fjaðurpressu.

    Fjaðurkraftur losnar þegar lok eru fjarlægð.

    Verið viðbúin að halda lokum undir fjaðurpressu þegar losað er um bolta.


  3. Mögulega er gormur undir hlíf olíusíunnar. Hafið gætur á gorminum. Losið rólega án þess að taka boltana (2) úr. Áður en boltarnir eru teknir úr skal losa hlífina (3) eða banka á hana með gúmmíhamri til að losa spennu úr gorminum. Fjarlægið hlíf (3).


    Skýringarmynd 3g01410771
    Þversnið af smurolíusíunni
    (6) Hlíf
    (7) O-hringsþétti
    (8) Gormur
    (9) Splitti
    (10) Olíusía

  4. Fjarlægið hlíf (6) og gorm (8). Fjarlægið O-hringsþétti (7), splitti (9) og olíusíu (10).

  5. Hreinsið hlíf (6), gorm (8), O-hringsþétti (7) og splitti (9). Hreinsið síuhúsið að innan.


    TILKYNNING

    Caterpillar olíusíur eru gerðar eftir lýsingum Caterpillar. Notkun olíusíu sem ekki er mælt með af Caterpillar gæti valdið alvarlegum skemmdum á legum vélarinnar, sveifarási o.s.frv., vegna þess að stærri agnir óhreininda úr ósíaðri olíu kæmust inn í smurkerfi vélarinnar. Notið eingöngu olíusíur sem mælt er með af Caterpillar.


  6. Gangið úr skugga um að nýja olíusían sé í góðu ástandi. Setjið nýju olíusíuna á sinn stað.

  7. Skoðið O-hringsþéttið (7). Gangið úr skugga um að yfirborð séu hrein þar sem setja á O-hringsþétti. Setjið upp nýjan O-hringsþétti ef eldri O-hringsþéttir er skemmdur eða slitinn.

  8. Setjið splitti (9), gorm (8) og hlíf (6) á. Tryggið að splittið og gormurinn séu rétt sett í á milli olíusíunnar og hlífarinnar.

  9. Gangsetjið aflvélina í samræmi við verkferlið í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Gangsetning aflvélarinnar" (notkunarkafli). Horfið eftir olíuleka.

Skipt um smurolíusíur með aflvél í gangi

Ef aflvélin er búin tveimur olíusíum er hægt að skipta um eldneytissíur á meðan aflvélin er í gangi. Þetta kemur sér vel ef skipta þarf oftar um olíusíur en smurolíu.

------ VIÐVÖRUN! ------

Ef skipt er um síuna við mikla hreyfingu lofts getur eldfim gufa myndast. Eldfima gufan getur valdið meiðslum eða banaslysum.

Ef mikil hreyfing lofts er til staðar skal stöðva aflvélina til að skipta um síuna.


------ VIÐVÖRUN! ------

Sía inniheldur heitan vökva undir þrýstingi þegar aflvélin er í gangi.

Fylgið leiðbeiningum á stjórnloka til að forðast meiðsli.


  1. Snúið stjórnlokanum á "AUX RUN" til að skipta um aðalolíusíuna. Snúið stjórnlokanum á "MAIN RUN" til að skipta um aukaolíusíuna.

  2. Bíðið þar olíuþrýstingsmælir síunnar sem á að skipta um hefur fallið niður í "NÚLL".

  3. Framkvæmið það sem lýst er í skrefum 1 til 8 í "Skipt um smurolíusíur með dautt á aflvél".

  4. Opnið lokann "FILL" (áfylling) í minnst fimm mínútur til að fylla nýju olíusíuna.

  5. Lokið lokanum "FILL" (áfylling). Snúið stjórnlokanum á stöðuna "RUN" (keyra) fyrir þá olíusíu sem skipt var um.

Notaðar olíusíur skoðaðar

Opnið notuðu olíusíuna með hníf. Fjarlægið málmklæðninguna. Skerið síuna af endunum. Flettið í sundur fellingunum og leitið eftir málmflísum í olíusíunni. Mikið af flísum í olíusíunni kann að benda til ótímabærs slits eða yfirvofandi bilunar.

Notið segul til að greina á milli málma með járni og annarra málma í olíusíunni. Málmar með járni kunna að benda til slits í stál- og steypujárnshlutum aflvélarinnar. Járnlausir málmar kunna að veita vísbendingu um slit í álhlutum, látúnshlutum og bronshlutum aflvélarinnar. Á meðal hluta sem hér um ræðir kunna að vera: aðallegur, stangarlegur, legur í forþjöppu og strokklok.

Álflísar kunna að benda til vandamála í fremri tannhjólasamstæðu. Ef álflísar eru til staðar skal skoða titringsdeyfi sveifaráss og legur í lausahjóli að framan.

Eðlilegt slit og núningur kunna að valda örlitlu af óhreinindum í olíusíunni. Ef mikil óhreinindi eru í síunni skal leita til söluaðila Caterpillar vegna frekari olíugreiningar.

Fyllt á sveifarhúsið


TILKYNNING

Notið aðeins olíutegundir sem Caterpillar mælir með. Frekari upplýsingar um rétta olíutegund eru í notkunar- og viðhaldshandbók , " Rúmtak áfyllingar og tilmæli" ( viðhaldskafli ).



TILKYNNING

Ef vélin er búin vara olíusíukerfi, verður að bæta auka olíu þegar fyllt er á sveifarhúsið. Ef vélin er búin vara olíusíukerfi sem ekki er fengið hjá Caterpillar, fylgið þá ráðleggingum framleiðanda þess.



TILKYNNING

Skemmdir geta orðið á vélinni ef olía fer yfir "FULL" merkið á olíukvarðanum.

Yfirfyllt panna getur orðið til þess að sveifarásinn nái niður í olíuna. Þetta dregur úr afli og myndar loftbólur. Loftbólurnar (froðan) getur orsakað eftirfarandi vandamál: dregið úr hæfni olíunnar til að smyrja, minni olíuþrýstings, ónógrar kælingar, olía flæðir út um olíuöndun and aukinnar olíunotkunar.

Óhófleg olíunotkun getur orðið til þess að útfellingar myndast á stimplum og í brunahólfi. Útfellingar í brunahólfi leiða til eftirtaldra vandamála: skemmda á ventlum, kolefni hleðst undir stimpilhringi and slit á slífum.

Ef olíuhæðin fer yfir "FULL" merkið á kvaðanum, tappið þá hluta olíunnar af strax.


  1. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið. Aðeins skal fylla á sveifarhúsið í gegnum olíuáfyllingarrörið. Frekari upplýsingar um hversu mikla olíu á að nota eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli" (viðhaldskafli). Hreinsið olíuáfyllingarlokið. Setjið áfyllingartappann á.


    TILKYNNING

    Til að koma í veg fyrir skemmdir á sveifarás eða legum, startið vélinni með skrúfað fyrir eldsneyti til að fylla allar síur áður en sett er í gang.

    Ekki starta vélinni lengur en í 30 sekúndur.


  2. Lokið fyrir aðveituleiðslu eldsneytis og gangsetjið aflvélina þar til olíuþrýstingsmælirinn sýnir 70 kPa (10 psi). Opnið fyrir aðveituleiðslu eldsneytis. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en gangsett er á ný.

  3. Fylgið verklaginu í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Gangsetning aflvélarinnar" (notkunarkafli). Látið vélina ganga í hægum lausagangi í tvær mínútur. Þetta tryggir að olía flæði um smurkerfið og olíusíur fyllist. Leitið eftir olíuleka á aflvélinni. Tryggið að olíustaðan sé við kvarðann "FULL" (fullt) á þeirri hlið olíukvarðans sem merkt er "LOW IDLE" (hægur lausagangur).

  4. Drepið á aflvélinni og leyfið olíunni að leka aftur niður í pönnuna í að minnsta kosti tíu mínútur.

  5. Takið olíumælinn úr og skoðið olíuhæðina Haldið olíunni við kvarðann "FULL" (fullt) á þeirri hlið olíukvarðans sem merkt er "ENGINE STOPPED" (dautt á aflvél).

Caterpillar Information System:

3512B Generator Set Engine Sensor Supply - Test
C6.6 Marine Generator Set Fuel System - Prime - Duplex Fuel Filter
C11 and C13 Engines Air Cleaner - Precleaner
C7 Engines for Combat and Tactical Vehicles Engine Oil and Filter - Change
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Relief Valve (Travel Motor) - Test and Adjust - VM Undercarriage
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Inlet Manifold Pressure - Test
3412, 3412C, and 3412E Generator Set Engines Speed Control (Auxiliary) - Test
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Cylinder Speed - Check - VM Undercarriage
3512B Generator Set Engine Sensor Signal (PWM) - Test
C6.6 Marine Generator Set Belt Guard
3512B Generator Set Engine Sensor Signal (Analog, Passive) - Test
3412, 3412C, and 3412E Generator Set Engines Fuel Shutoff - Test
3500 Generator Sets Maintenance Recommendations
3500 Generator Sets Maintenance Recommendations
UPS 250, UPS 300, UPS 301, UPS 500, UPS 600, UPS 750 and UPS 900 Uninterruptible Power Supplies Air Filter Element - Clean/Replace
325 VARIABLE UNDERCARRIAGE VH Undercarriage/VM Undercarriage Hydraulic System Pressure Reducing Valve (Travel Parking Brake) - Test and Adjust - VM Undercarriage
C6.6 Marine Generator Set Air Starting Motor
C6.6 Marine Generator Set Alternator
CX28 On-Highway Transmission General Information
Reuse and Salvage for 3500 Engine Cylinder Blocks {0672, 0705, 0762, 1201, 1217} Reuse and Salvage for 3500 Engine Cylinder Blocks {0672, 0705, 0762, 1201, 1217}
UPS 300, UPS 301, UPS 500, UPS 600, UPS 750 and UPS 900 Uninterruptible Power Supplies Safety Signs and Labels
2015/07/17 A New Cylinder Pack Is Now Used {1225, 1239}
C6.6 Marine Generator Set Engine and Generator Mounting Group
3412, 3412C, and 3412E Generator Set Engines Indicator Lamp - Test
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.