3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Caterpillar


Overhaul (Top End)

Usage:

3508B 1TW
Upplýsingar um hvernig á að ákvarða viðhaldstímabil fyrir endurbyggingu er að finna í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Viðhaldstilmæli".

Fyrsta endurbygging felur í sér að fjarlægja, skoða og meðhöndla íhluti strokkloksins. Skipt er um og gert er við tiltekna íhluti til viðbótar.

Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti. Söluaðili Caterpillar gengur úr skugga um að notkun íhlutanna sé í samræmi við samsvarandi tæknilýsingu.

Athugið Mögulega þarf einnig að gera við búnaðinn sem er keyrður þegar endurbygging á aflvélinni fer fram. Sjá handbók frá framleiðanda varðandi búnaðinn sem er keyrður.

Fyrsta endurbygging

Ef endurbygging er framkvæmd án þjónustu hjá söluaðila Caterpillar skal hafa eftirfarandi tilmæli í huga.

Samstæða strokkloka

Skoðið samstæðu strokkloka samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti. Söluaðili Caterpillar gengur úr skugga um að notkun íhlutanna sé í samræmi við samsvarandi tæknilýsingu.

Notkun á íhlutum sem stemma ekki við tæknilýsingu mun valda óvæntum bilunum og/eða dýrum viðgerðum.

Sambyggðir eldsneytislokar

Skiptið um sambyggðu eldsneytislokana. Upplýsingar um skipti á sambyggðum eldsneytislokum fást hjá söluaðila Caterpillar. Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti.

Slit sambyggðra eldsneytisloka ræðst af eftirfarandi atriðum:

  • Gæði eldsneytisins

  • Hversu vel eldsneytið er síað

Slit á sambyggðum eldsneytislokum getur aukið útblástur og/eða dregið úr afköstum aflvélar. Miskveiking á einum strokki er yfirleitt ekki flokkuð undir venjulegt slit. Lagfæra má slíkt ástand með því að skipta um skemmdan sambyggðan eldsneytisloka.

Skoða skal sambyggðu eldsneytislokana oftar ef einhver atriði á listunum hér á eftir eiga við:

  • Notkun á eldsneyti sem er ekki mælt með í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli"

  • Notkun í miklum hita eða kulda sem dregur úr smurgetu eldsneytisins

  • Eldsneytissíurnar stíflast með reglulegu millibili

  • Ófullnægjandi viðhald á eldsneytisgeyminum eða eldsneytisgeymslutankinum sem hleypir að vatni, botnfalli og öðrum óhreinindum.

  • Ófullnægjandi viðhald á eldsneytissíum

Olíusogsigti

Þrífið olíusogsigtið þegar búið er að tappa olíunni af.

    Athugið Um það bil 1 l (1 qt) af olíu verður eftir í olíuhúsinu þegar búið er að tappa af pönnunni. Þessi olía streymir úr olíuhúsinu þegar hlífin er tekin af. Hafið ílát tilbúið til að láta olíuna renna í. Þrífið olíu sem hellist niður með rakadrægum klútum eða púðum. EKKI nota rakadrægar agnir til að þrífa olíuna.

  1. Fjarlægið lokið.

  2. Takið sigtissamstæðina í sundur samkvæmt leiðbeiningum í þjónustuhandbókinni, "Taka í sundur og setja saman". Fargið notuðum þéttum O-hringanna.

  3. Kannið sigtið. Kaupið nýja sigtissamstæðu ef þörf krefur.

  4. Þrífið sigtissamstæðuna með óblönduðu og óeldfimu leysiefni. Látið sigtissamstæðuna þorna áður en hún er sett aftur í.

  5. Setjið sigtið og ný O-hringsþétti í samkvæmt leiðbeiningum í Service Manual, "Disassembly and Assembly" (þjónustuhandbók – sundurhlutun og samsetning).

  6. Setjið lokið á.

  7. Fjarlægið hliðarhlífarnar til að komast að pönnunni. Þrífið pönnubotninn með rakadrægum klútum eða púðum. Komið hliðarhlífunum fyrir þegar lokið er við að þrífa pönnubotninn.

Skipt um íhluti

Skiptið um eftirfarandi íhluti þegar fyrsta endurbygging fer fram:

  • Rafrænir sambyggðir eldsneytislokar

Íhlutir skoðaðir, endurbættir eða þeim skipt út

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

Endurbætið slitna íhluti eða skiptið um þá ef þörf krefur. Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti.

  • Undirlyftur

  • Samstæða strokkloka

  • Olíuhreinsidæla

  • Vírasamstæða aflvélar

  • Þétti í útblástursgrein

  • Físibelgur fyrir útblástursgrein

  • Þrýstijafnaraloki fyrir eldsneyti

  • Lofttæmingarbulla

  • Eldsneytisdæla

  • Pakkningar soggreinar

  • Þétti soggreinar

  • Olíudæla

  • Dæla fyrir forsmurningu

  • Þrýstistangir

  • Hreyfiarmar

  • Milliplata

  • Hugbúnaðaruppfærsla

  • Hverfilforþjappa

Skoðun á íhlutum

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

  • Millikæliskjarni

  • Kambás

  • Búnaður sem er keyrður (stilling)

  • Stjórneining vélar

  • Belghlífar útblásturs

  • Olíusogsigti

Endurbygging (önnur)

Ef endurbygging er framkvæmd án þjónustu hjá söluaðila Caterpillar skal hafa eftirfarandi tilmæli í huga.

Samstæða strokkloka

Skoðið samstæðu strokkloka samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti. Söluaðili Caterpillar gengur úr skugga um að notkun íhlutanna sé í samræmi við samsvarandi tæknilýsingu.

Notkun á íhlutum sem stemma ekki við tæknilýsingu mun valda óvæntum bilunum og/eða dýrum viðgerðum.

Sambyggðir eldsneytislokar

Skiptið um sambyggðu eldsneytislokana. Upplýsingar um skipti á sambyggðum eldsneytislokum fást hjá söluaðila Caterpillar. Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti.

Slit sambyggðra eldsneytisloka ræðst af eftirfarandi atriðum:

  • Gæði eldsneytisins

  • Hversu vel eldsneytið er síað

Slit á sambyggðum eldsneytislokum getur aukið útblástur og/eða dregið úr afköstum aflvélar. Miskveiking á einum strokki er yfirleitt ekki flokkuð undir venjulegt slit. Lagfæra má slíkt ástand með því að skipta um skemmdan sambyggðan eldsneytisloka.

Skoða skal sambyggðu eldsneytislokana oftar ef einhver atriði á listunum hér á eftir eiga við:

  • Notkun á eldsneyti sem er ekki mælt með í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Rúmtak áfyllingar og tilmæli"

  • Notkun í miklum hita eða kulda sem dregur úr smurgetu eldsneytisins

  • Eldsneytissíurnar stíflast með reglulegu millibili

  • Ófullnægjandi viðhald á eldsneytisgeyminum eða eldsneytisgeymslutankinum sem hleypir að vatni, botnfalli og öðrum óhreinindum.

  • Ófullnægjandi viðhald á eldsneytissíum

Olíusogsigti

Þrífið olíusogsigtið þegar búið er að tappa olíunni af.

    Athugið Um það bil 1 l (1 qt) af olíu verður eftir í húsinu þegar búið er að tappa af pönnunni. Þessi olía streymir úr húsinu þegar hlífin (1) er tekin af. Hafið ílát tilbúið til að láta olíuna renna í. Þrífið olíu sem hellist niður með rakadrægum klútum eða púðum. EKKI nota rakadrægar agnir til að þrífa olíuna.

  1. Takið sigtissamstæðina í sundur samkvæmt leiðbeiningum í þjónustuhandbókinni, "Taka í sundur og setja saman". Fargið notuðum þéttum O-hringanna.

  2. Þrífið sigtissamstæðuna með óblönduðu og óeldfimu leysiefni. Látið sigtissamstæðuna þorna áður en hún er sett aftur í.

  3. Fjarlægið hliðarhlífarnar til að komast að pönnunni. Þrífið pönnubotninn með rakadrægum klútum eða púðum. Komið hliðarhlífunum fyrir þegar lokið er við að þrífa pönnubotninn.

  4. Gætið þess að sigtissamstæðan sé heil og óskemmd. Kaupið nýja sigtissamstæðu ef þörf krefur. Komið sigtissamstæðunni fyrir á sínum stað. Komið fyrir nýjum þéttum fyrir O-hringina.

Skipt um íhluti

Skiptið um eftirfarandi íhluti þegar fyrsta endurbygging fer fram:

  • Rafrænir sambyggðir eldsneytislokar

Íhlutir skoðaðir, endurbættir eða þeim skipt út

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

Endurbætið slitna íhluti eða skiptið um þá ef þörf krefur. Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti.

  • Undirlyftur

  • Stimpilstangir

  • Legur á stimpilstöng

  • Samstæða strokkloka

  • Strokkslífar

  • Olíuhreinsidæla

  • Vírasamstæða aflvélar

  • Þétti í útblástursgrein

  • Físibelgur fyrir útblástursgrein

  • Þrýstijafnaraloki fyrir eldsneyti

  • Lofttæmingarbulla

  • Eldsneytisdæla

  • Pakkningar soggreinar

  • Þétti soggreinar

  • Olíudæla

  • Stimplar

  • Stimpilboltar

  • Dæla fyrir forsmurningu

  • Þrýstistangir

  • Hreyfiarmar

  • Milliplata

  • Hugbúnaðaruppfærsla

  • Hverfilforþjappa

Skoðun á íhlutum

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

  • Millikæliskjarni

  • Kambás

  • Sveifarás

  • Búnaður sem er keyrður (stilling)

  • Stjórneining vélar

  • Belghlífar útblásturs

  • Olíusogsigti

Athugið Skoðið eingöngu tvo af íhlutum hverrar strokkaraðar. Skoðun tveggja íhluta veitir góðar upplýsingar um ástand annarra íhluta.

Caterpillar Information System:

3508B, 3512B, and 3516B High Displacement Generator Sets Overhaul (Major)
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Oil Pan - Remove and Install
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Muffler - Remove and Install
D6G Series 2 Track-Type Tractor Emissions Certification Film
657G Wheel Tractor-Scraper Wheel Tractor Power Train Axle Housing - Remove and Install
657G Wheel Tractor-Scraper Wheel Tractor Power Train Wheel, Wheel Bearings and Duo-Cone Seals - Install
657G Wheel Tractor-Scraper Wheel Tractor Power Train Wheel, Wheel Bearings and Duo-Cone Seals - Remove
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Air Cleaner - Remove and Install
Procedures For Installing Multi-Velocity Program (MVP) in the D6R Series III{1408, 7620} Procedures For Installing Multi-Velocity Program (MVP) in the D6R Series III{1408, 7620}
Reuse and Salvage for Connecting Rods {1218} Reuse and Salvage for Connecting Rods {1218}
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Water Separator and Fuel Priming Pump - Remove and Install
657G Wheel Scraper Power Train Oil Filter Base (Transmission) - Remove and Install
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Engine Support (Rear) - Remove and Install
2006/08/07 A New Kit for the Cooling System Pressure Cap is Available {1353, 1354, 1382, 1392, 7405}
D7G Series 2 and D7G Series II Track-Type Tractors Lifting and Tying Down the Machine
966H and 972H Wheel Loaders Drive Shaft Support Bearing - Lubricate
966H and 972H Wheel Loaders Drive Shaft Universal Joints - Lubricate
657G Wheel Tractor-Scraper Engine Supplement Transmission Oil Cooler - Remove and Install
D7G Series 2 and D7G Series II Track-Type Tractors Additional Messages
D7G Series 2 and D7G Series II Track-Type Tractors Capacities (Refill)
Effectivity of the Upgrades to Remanufactured Transmissions, Torque Converters, and Wheel Assemblies{3030, 3101, 4051} Effectivity of the Upgrades to Remanufactured Transmissions, Torque Converters, and Wheel Assemblies{3030, 3101, 4051}
657G Wheel Tractor-Scraper Wheel Tractor Power Train Transmission Hydraulic Control - Remove
657G Wheel Tractor-Scraper Wheel Tractor Power Train Transmission Hydraulic Control - Install
814F Series 2 Wheel Dozer, 815F Series 2 Soil Compactor and 816F Series 2 Landfill Compactor Braking System Brake Accumulator
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.