3116 and 3126 Marine Engines Caterpillar


Fuel System Primary Filter (Water Separator) Element - Replace

Usage:

3116 1SK
Vatn í eldsneytinu getur valdið því að aflvélin höktir. Vatn í eldsneytinu getur valdið bilun í rafstýrða eldsneytislokanum. Ef eldsneytið vatnsmengast skal skipta um síuna áður en reglubundið viðhald fer fram.

Forsían/vatnskiljan sía einnig frá til að auka endingartíma aðaleldsneytissíunnar. Skipta skal reglulega um síuna. Sé lofttæmismælir til staðar þarf að skipta um aðalsíu/vatnsskilju eftir 50 to 70 kPa (15 to 20 inches Hg).

Skiptið um síuna

------ VIÐVÖRUN! ------

Eldsneyti sem lekur eða slettist á heita fleti eða rafmagnshluti getur valdið eldsvoða. Til að koma í veg fyrir hugsanlegt líkamstjón, snúið svissinum á OFF þegar skipt er um eldsneytissíur eða síu í vatnsskilju. Hreinsið strax upp eldsneyti sem fer til spillis.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Sjá Sérrit, NENG2500, "Vörulisti þjónustuverkfæra Caterpillar-umboðs" vegna verkfæra og aðfanga sem hentug eru til að safna og innihalda vökva úr Cat vörum.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.



TILKYNNING

Leyfið ekki óhreinindum að komast inn í eldsneytiskerfið. Hreinsið gaumgæfilega svæði umhverfis þann hluta eldsneytiskerfisins sem á að aftengja. Komið fyrir hentugu loki yfir aftengdan hluta eldsneytiskerfisins.



TILKYNNING

Ekki fylla eldsneytissíur með eldsneyti áður en þær eru settar í. Eldsneytið verður ekki síað og kann að bera með sér óhreinindi. Óhreint eldsneyti getur flýtt fyrir sliti á hlutum eldsneytiskerfisins. Forgefa þarf inn á eldsneytiskerfið áður en aflvélin er gangsett.


  1. Lokið aðaleldsneytislokanum.


    Skýringarmynd 1g01453091
    (1) Eining
    (2) Skál
    (3) Afrennslisloki

  2. Fjarlægið síu (1) úr síusætinu með skálina (2) á.

  3. Fargið innihaldi síunnar. Fjarlægið skál (2) af síu (1). Skálina má nota aftur. Ekki farga skálinni. Fargið notuðu síunni.

  4. Fjarlægið O-hringinn af nippli skálarinnar. Hreinsið eftirfarandi íhluti:

    • Skál

    • O-hringur

    • Sæti

    Leitið eftir skemmdum eða sliti á O-hringnum. Skiptið um O-hring, ef þess þarf.

  5. Smyrjið O-hringinn með hreinni dísilolíu.

  6. Setjið skálina (2) á nýja síu. Herðið með höndunum. Ekki nota verkfæri til að herða skálina.

  7. Berið hreint dísileldsneyti á þéttið ofan á síunni (1). Setjið nýju síuna í sætið. Herðið síuna með höndunum.


    TILKYNNING

    Vatnskiljan er með sogi við venjulega notkun vélarinnar. Gætið þess að herða tappann vel til að loft komist ekki í eldsneytiskerfið.


  8. Opnið aðaleldsneytislokann.

  9. Gangsetjið aflvélina og leitið eftir leka. Látið vélina ganga í 1 mínútu. Drepið á aflvélinni og leitið aftur eftir leka.

    Erfitt er að greina leka á meðan aflvélin er í gangi. Sog er á aðaleldsneytissíunni/vatnsskiljunni. Ef leki er til staðar kemst loft í eldsneytið. Loft í eldsneytinu getur dregið úr afköstum vegna loftblöndunar eldsneytis. Tryggið að íhlutir séu rétt settir í til að koma í veg fyrir að loft komist í eldsneytiskerfið.

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.