3208 Marine Engine Caterpillar


Engine Performance

Usage:

3208 01Z
Rekstraraðilar skipa í dag leggja áherslu á afköst, kostnað og góða endingu aflvéla. Í gegnum tíðina hafa léleg afköst skipa verið skrifuð á skort á afköstum aflvélar eða skert afköst aflvélar. Staðreyndin er hins vegar sú að aflvélin er bara einn af mörgum þáttum sem afköst skips velta á.

Nokkrir þættir ákvarða álag á aflvél. Aflvélin hefur ekkert að gera með aflþörf sem til er komin vegna hönnunar skipsins. Hönnun skips nær m.a. til eftirfarandi þátta:

  • Skipskrokks

  • Skrúfu

  • Aflrásar

Þessi þættir hafa einnig áhrif á það hversu mikið afl þarf til að sinna viðbótarvinnslu. Þessir þættir hafa til dæmis áhrif á hvað þarf mikið afl til að keyra aukadælu.

Ef vandamál koma upp með afköst skipsins skal hafa eftirfarandi áhrif á aflþörf í huga:

  • Álag

  • Ástand skips

  • Hönnun skips

  • Ástand aflrásar

  • Ástand skrúfu

Slit í aflvélarkerfum takmarkar getu aflvélarinnar til að mynda afl og knýja skipið. Á meðal aflvélarkerfa eru kælikerfið, smurkerfið, eldsneytiskerfið o.s.frv. Litlar líkur er á að aflvélin sé orsök lélegrar eldsneytisnýtingar ef ekki er til staðar mikill reykur í útblæstri og/eða aflminnkun.

Ef vandamál kemur upp vegna afkasta aflvélar skal leita aðstoðar hjá viðurkenndum söluaðila Cat.

Ef aflvélinni fylgir ábyrgð mun ábyrgð Cat greiða fyrir kostnað sem til fellur við viðgerð vegna raunverulegra vandamála tengdum afköstum aflvélarinnar. Ef vandamálið liggur hins vegar ekki í aflvélinni ber eigandinn ábyrgð á greiðslu alls kostnaðar.

AthugiĆ° Stilling eldsneytiskerfisins út fyrir tilgreind mörk frá Caterpillar bætir ekki eldsneytisnýtingu. Stilling eldsneytiskerfisins út fyrir tilgreind mörk frá Caterpillar getur einnig leitt til skemmda á aflvélinni.

Aflvélar Cat eru framleiddar með nýjustu tækni. Aflvélar Cat eru hannaðar með það að markmiði að bjóða upp á tvenns lags eiginleika við notkun:

  • Hámarksafköst

  • Sparneytni

Fylgið ráðlagðri notkun sem lýst er í þessari handbók til að tryggja hámarksafköst úr líftíma aflvélarinnar. Einnig skal fylgja ferli fyrir fyrirbyggjandi viðhald sem lýst er í þessari handbók.

PAR-afkastagreiningarskýrsla (Performance Analysis Report)

Caterpillar þróaði PAR-afkastagreiningarskýrsluna fyrir skipsaflvélar til að greina ástand skrúfukerfisins.

PAR-afkastagreiningarskýrsla er prófunarferil fyrir skip sem framkvæmt er af greiningaraðila frá Caterpillar við hefðbundin notkunarskilyrði. Prófunin ber saman afköst alla skipsaflvélakerfa við upprunalegar prófunarforskriftir.

Þegar PAR-afkastagreiningarskýrsla er keyrð við sjópróf er hægt að tryggja gæði aflvélar. PAR-afkastagreiningarskýrslan greinir hvort eftirfarandi íhlutir uppfylli skilyrði fyrir hámarksafköst og sparneytni: skipsskrokkur, stýri, skrúfa, skipsgírkassi, loftun og kælikerfi.

Caterpillar mælir með áætlun fyrir keyrslu PAR-afkastagreiningarskýrslu til að viðhalda hámarksafköstum.

Reglubundin PAR-afkastagreiningarskýrsla getur greint slit í drifkerfinu. PAR-afkastagreiningarskýrsla getur komið að gagni við viðgerðir, endurbyggingu og viðhald. Hún gagnast við að lágmarka rekstrarkostnað.

Caterpillar Information System:

3208 Marine Engine Maintenance Records
3208 Marine Engine Hoses and Clamps - Inspect/Replace
3208 Marine Engine Fuel Tank Water and Sediment - Drain
3176C and 3196 Marine Engines Fuel System Secondary Filter - Replace
3176C and 3196 Marine Engines Engine Crankcase Breather - Clean
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Engine Valve Rotators - Inspect
3176C and 3196 Industrial Engines Engine Valve Lash - Inspect/Adjust
3208 Marine Engine Engine Mounts - Inspect
3208 Marine Engine Marine Classification Society Certification Requirements
3176C and 3196 Marine Engines Engine Air Cleaner Service Indicator - Inspect
3176C and 3196 Marine Engines Engine Oil Level - Check
C12 Marine Engines Cooling System Coolant (DEAC) - Change
3208 Marine Engine Engine Oil Sample - Obtain
C27 PET GEN SET Electric Power Generation and C27 KNOCKDOWN K Petroleum Power Train Package Overhaul Considerations
3208 Marine Engine Starting Motor - Inspect
3208 Marine Engine Transmission Oil Level - Check
3208 Marine Engine Turbocharger - Inspect
3176C and 3196 Marine Engines Walk-Around Inspection
3208 Marine Engine Auxiliary Water Pump - Inspect
3406E, C-10 and C-12 Truck Engines Fuel System Primary Filter/Water Separator - Drain
3116 and 3126 Marine Engines Fuel System Primary Filter (Water Separator) Element - Replace
3208 Marine Engine Cooling System Water Temperature Regulator - Replace
3176C and 3196 Marine Engines Zinc Rods - Inspect/Replace
3126E and 3126B Commercial and Truck Engines Self-Diagnostics
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.