C18 Industrial Engines Caterpillar


Aftercooler Core - Clean/Test - Air-To-Air Aftercooler (If Equipped)

Usage:

C18 EJG
Athugið Tíðni þrifa stjórnast af umhverfisaðstæðum.

Leitið eftir eftirfarandi í millikælinum: skemmdum fönum, tæringu, óhreinindum, smurfeiti, skordýrum, laufum, olíu og öðrum óhreinindum. Hreinsið millikælinn, ef með þarf.

Notið sömu aðferðir við hreinsun loftmillikæla og notaðar eru við hreinsun vatnskassa.

------ VIÐVÖRUN! ------

Persónuleg meiðsl geta hlotist af loftþrýstingi.

Persónuleg meiðsl geta hlotist af ef réttri aðferð er ekki fylgt. Notið andlitshlíf og hlífðarföt þegar háþrýst loft er notað.

Hámarksþrýstingur við stút verður að vera minni en 205 kPa (30 psi) við hreinsun.


Best er að nota háþrýstiloft til að fjarlægja laus óhreinindi. Blásið í öfuga átt við loftstreymi viftunnar. Haldið stútnum um það bil 6 mm (0.25 inch) frá fönunum. Mesti loftþrýstingur fyrir þrif verður að vera undir 205 kPa (30 psi) þegar loftstútur er notaður. Færið loftstútinn rólega í sömu átt og slöngurnar vísa. Þannig má fjarlægja óhreinindi sem liggja á milli slanganna.

Einnig má nota háþrýstivatn við þrif. Hámarksvatnsþrýstingur við hreinsun verður að vera undir 275 kPa (40 psi). Notið háþrýstivatn til að mýkja aur og leðju. Þrífið kjarnann frá báðum hliðum.

Notið fituhreinsi og gufu til að fjarlægja olíu og feiti. Þrífið báðar hliðar kjarnans. Skolið kjarnann með hreinsiefni og heitu vatni. Þrífið kjarnann vandlega með hreinu vatni.

Þegar þrifum er lokið skal gangsetja vélina og auka snúningshraða hennar í háan lausagang. Slíkt er gagnlegt við að fjarlægja óhreinindi og til að þurrka kjarnann. Drepið á aflvélinni. Notið vasaljós til að lýsa bak við kjarnann til að ganga úr skugga um að hann sér hreinn. Þrífið aftur, ef með þarf.

Athugið hvort blöðin séu skemmd. Hægt er að rétta beygluð blöð með “greiðu”.

Athugið Sérstaklega er mælt með lekaprófun þegar gert er við hluta millikæliskerfisins eða þeim skipt út.

Kannið ástand eftirfarandi atriða: suður, festingar, loftlagnir, tengingar, klemmur og þétti. Gerið við, ef með þarf.

Nánari upplýsingar um þrif og skoðanir er að finna í Special Publication, SEBD0518, "Know Your Cooling System" (sérrit um kælikerfið).

Caterpillar Information System:

C9 Engine Safety Messages
Fluid Power and Electrical Graphic Symbols Electrical Power Graphic Symbols
3176C, 3406E and 3456 Industrial Engines Electronic Service Tools
3512C Industrial Engine Crankshaft - Install
3512C Industrial Engine Crankshaft - Remove
Air/Fuel Ratio Control Electrical Connections
3512C Industrial Engine Camshaft - Install
C32 Marine Propulsion Engines Synchronization - Test
C9.3 Industrial Engine and CX31-P600-C9I Petroleum Power Train Package Reference Material
2007/06/25 Do Not Allow the Advisor Display to Overheat {7490}
C15 and C18 Generator Set Engines Fan - Remove and Install
C3.3 Industrial Engine Fuel System Primary Filter/Water Separator - Drain
C4.4 (Mech) Industrial Engine Engine Valve Lash - Inspect/Adjust
3512C Industrial Engine Flywheel - Remove and Install
Missing Pipe Plugs on the C-10, C-12, C-15, C15, and C-16 Engines Jake Brake{1119} Missing Pipe Plugs on the C-10, C-12, C-15, C15, and C-16 Engines Jake Brake{1119}
2007/06/25 New Pressure Sensors are Used {1000, 1408, 1900}
G3500 A3 Engines Engine Coolant Temperature (High)
C15 and C18 Generator Set Engines Fuel Cooler - Remove and Install
3512C Industrial Engine Cylinder Head - Remove
3512C Industrial Engine Alternator - Remove and Install
3512C Industrial Engine Accessory Drive (Front) - Remove
Bench Test Procedure For A TH31-E61 Oil/Gas Transmission With A Drop Box {3030} Bench Test Procedure For A TH31-E61 Oil/Gas Transmission With A Drop Box {3030}
3512C Industrial Engine Flywheel Housing - Install
C15 and C18 Generator Set Engines Expansion Tank - Remove and Install
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.