C7 Marine Engine Caterpillar


Engine Monitoring System (EMS)

Usage:

C7 C7B


TILKYNNING

Eftirlitskerfi fyrir aflvél er ekki trygging gegn alvarlegum bilunum. Fyrirframáætlaðar seinkanir og aflminnkun eru til þess gerðar að lágmarka rangar viðvaranir og gefa stjórnanda tíma til að stöðva aflvélina.


Eftirlitskerfi aflvélarinnar greinir eftirfarandi færibreytur:

  • Hitastig kælivökva

  • Olíuþrýsting

  • Hitastig loftinntaks

  • Hitastig gírolíu (ef hún er til staðar)

  • Þrýsting gírolíu (ef hún er til staðar)

Valkostir fyrir eftirlit fyrir aflvél og kerfisnotkun

"Viðvörun"

Viðvörunarmerkið (rautt ljós eða hljóðmerki) "KVIKNAR" og viðvörunarmerkið er stöðugt virkt til að vara stjórnanda vinnuvélarinnar við að ein eða fleiri færibreytur aflvélarinnar er ekki innan eðlilegs vinnslusviðs.

"Viðvörun/aflminnkun"

Viðvörunarmerkið (rautt ljós eða hljóðmerki) verður virkt. Aflminnkun er framkvæmd í aflvélinni þegar viðvörunin verður virk. Viðvörunarljósið byrjar að blikka á meðan aflminnkun stendur yfir eða hljóðmerkið er gefið með jöfnu millibili.

Af aflvélarinnar er takmarkað að aflminnkun lokinni. Aflvélin er takmörkuð við tiltekinn snúningshraða þegar olíuþrýstingur er lágur.

AthugiĆ° Hægt er að tryggja öryggi færibreyta sem viðskiptavinur tilgreinir með aðgangsorði. Frekari upplýsingar um forritaðar færibreytur aflvélarinnar eru í notkunar- og viðhaldshandbók, "Færibreytur sem viðskiptavinur tilgreinir" (vöruupplýsingarhluta). Frekari upplýsingar er að finna í Electronic Troubleshooting (rafræn bilanaleit).

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.