C32 Auxiliary Engine Caterpillar


Heat Exchanger - Clean/Test

Usage:

C32 AX2

Hreinsun á varmaskiptinum

  1. Fjarlægið varmaskiptinn af aflvélinni. Upplýsingar um aðferðina er að finna í Disassembly and Assembly Manual, "Heat Exchanger - Remove" (handbók um sundurhlutun og samsetningu: varmaskiptir – fjarlægja).

  2. Fjarlægið kjarna varmaskiptis úr varmaskiptinum. Upplýsingar um aðferð við sundurtekt er að finna í Disassembly and Assembly Manual, "Heat Exchanger - Disassemble" (handbók um sundurhlutun og samsetningu: varmaskiptir – sundurtekt).

  3. Snúið kjarna varmaskiptis á hlið til að fjarlægja óhreinindi. Fjarlægið óhreinindi sem hægt er að ná til.


    TILKYNNING

    Notið ekki hátt hlutfall af ætandi hreinsiefni til að hreinsa kjarnann. Hátt hlutfall af ætandi hreinsiefni getur ráðist á innri málma kjarnans og valdið leka. Notið aðeins meðmælt hlutfall af hreinsiefni.


  4. Skolið kjarna varmaskiptis með hreinsiefni.

    Caterpillar mælir með notkun Hydrosolv fljótandi hreinsiefnis. Tafla 1 sýnir fljótandi Hydrosolv-hreinsiefni sem fást hjá söluaðila Cat.

    Tafla 1
    Hydrosolv fljótandi hreinsiefni(1) 
    Partanúmer  Lýsing  Stærð 
    1U-5490  Hydrosolv 4165  19 L (5 US gallon) 
    174-6854  Hydrosolv 100  19 L (5 US gallon) 
    (1) Notið 2 til 5 prósenta lausn hreinsiefnisins við hitastig allt upp í 93°C (200°F). Fáið nánari upplýsingar hjá söluaðila Cat.

  5. Hreinsið kjarna varmaskiptis með gufu til að fjarlægja allar leifar. Skolið fanirnar á kjarna varmaskiptis. Fjarlægið öll önnur óhreinindi úr innanrýminu og af ytra byrði kjarnans.

  6. Skolið kjarna varmaskiptis með heitu sápuvatni.

  7. Skolið kjarna varmaskiptis vandlega til að fjarlægja leifar og óhreinindi sem eftir eru. Skolið kjarna varmaskiptis með hreinu, fersku vatni þar til vatnið sem kemur út úr kjarnanum er hreint og laust við óhreinindi.

    ------ VIÐVÖRUN! ------

    Þrýstiloft getur valdið meiðslum.

    Hætta er á meiðslum ef ekki er gætt að réttu verklagi. Gætið þess að vera með hlífðargrímu og í hlífðarfötum þegar þrýstiloft er notað.

    Hámarksþrýstingur skal vera lækkaður í 205 kPa (30 psi) þegar loftstúturinn er tómur.


  8. Þurrkið kjarna varmaskiptis með þrýstilofti. Blásið í öfuga átt við eðlilegt streymi.

Prófun á kjarna varmaskiptis

  1. Leitið að föstum óhreinindum og kannið hversu hreinn kjarni varmaskiptis er. Fjarlægið óhreinindi og þrífið aftur, ef með þarf.

  2. Leitið að skemmdum á kjarna varmaskiptis og framkvæmið þrýstingspróf til að koma auga á leka. Mörg verkstæði sem gera við vatnskassa eiga þrýstiprófunarbúnað.

  3. Lokið báðum endum kjarna varmaskiptis og beitið 100 kPa (14.5 psi) þrýstingi á kjarnann. Setjið kjarnann á kaf í vatn. Leitið eftir loftbólum frá kjarnanum. Loftbólurnar gefa leka til kynna.

  4. Ekki gera við kjarnann verði vart við leka.

  5. Setjið hreinan kjarna á sinn stað sem staðist hefur þrýstiprófun í skrefi 3. Upplýsingar um aðferð er að finna í Disassembly and Assembly Manual, "Heat Exchanger - Assemble" (handbók um sundurhlutun og samsetningu: varmaskiptir – samsetning).

  6. Setjið varmaskiptinn á aflvélina. Upplýsingar um aðferðina er að finna í Disassembly and Assembly Manual, "Heat Exchanger - Install" (handbók um sundurhlutun og samsetningu: varmaskiptir – uppsetning).

Frekari upplýsingar um hreinsun kjarna fást hjá söluaðila Cat.

Caterpillar Information System:

C280 Marine and Petroleum Engines Oil Consumption Is Excessive
3516B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Exhaust Has Excessive White Smoke
C280 Marine and Petroleum Engines Fuel Pressure Is Low
C280 Marine and Petroleum Engines Valve Rotator or Spring Lock Is Free
C280 Marine and Petroleum Engines Oil Contains Fuel
C280 Marine and Petroleum Engines Power Is Intermittently Low or Power Cutout Is Intermittent
C280 Marine and Petroleum Engines Valve Lash Is Excessive
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Stalls at Low RPM
3516B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Engine Vibration Is Excessive
3516B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Exhaust Has Excessive Black Smoke
C32 Auxiliary Engine Aftercooler Core - Inspect
320D2 Excavator Seat
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Has Early Wear
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Misfires, Runs Rough or Is Unstable
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Has Mechanical Noise (Knock)
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Top Speed Is Not Obtained
C280 Marine and Petroleum Engines Fuel Consumption Is Excessive
C280 Marine and Petroleum Engines Oil Contains Coolant
C280 Marine and Petroleum Engines Engine Shutdown Occurs Intermittently
C280 Marine and Petroleum Engines Fuel Pressure Is High
C280 Marine and Petroleum Engines Event Codes
C280 Marine and Petroleum Engines Diagnostic Trouble Codes
3508B Industrial Engines Exhaust Manifold
Improved VisionLink And VisionLink Store Software Are Now Available for All Caterpillar Products {7606, 7620} Improved VisionLink And VisionLink Store Software Are Now Available for All Caterpillar Products {7606, 7620}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.