C15 and C18 Engines Caterpillar


Belts - Inspect/Adjust/Replace

Usage:

C18 BDN

Skoðun

Athuga þarf strekkingu reima á milli fyrstu 20 til 40 vinnustunda aflvélarinnar.



Skýringarmynd 1g06114636

Athugið ástand langraufareimarinnar. Með tímanum eyðist efnið í rifunum í reiminni (C). Við það eykst bilið á milli rifanna (D). Rýrnun efnisins verður til þess að trissan fer ofan í rifurnar í reiminni. Það leiðir til þess að reimin skríður til og hún slitnar hraðar (E). Skiptið um reim ef reimin er slitin eða skemmd.

Við aðstæður þar sem notaðar eru margar reimar skal skipta um reimar í settum. Ef skipt er um eina reim af mörgum lendir meira átak á nýju reiminni, þar sem eldri reimin eru teygð. Aukið álag á nýju reiminni gæti valdið því að hún slitni.

Ef reimarnar eru of slakar veldur titringur óþarfa sliti á reimum og trissum. Slakar reimar kunna að snuða þannig að þær valdi ofhitnun.

Of strekktar reimar mynda óþarfa álag á trissulegur og reimarnar sjálfar. Slíkt dregur úr endingu íhluta.

Athugið ástand og stillingu reima á riðstraumsrafal og drifreima fyrir aukabúnað (ef þær eru til staðar).

Strekking reima er athuguð með því að ýta með 110 N (25 lb ft) afli mitt á milli trissanna. Rétt stillt reim sveigist um 9 mm (0.35 inch) til 15 mm (0.59 inch).

Riðstraumsrafalsreim



Skýringarmynd 2g01154344
Hefðbundin uppsetning riðstraumsrafals
(1) Stillirær
(2) Festibolti
(3) Festiboltar

  1. Losið festibolta (2) og festibolta (3) lítillega. Losið stilliró (1) lítillega.

  2. Færið trissuna til að stilla strekkingu reimarinnar.

  3. Herðið eftirfarandi: stillirær (1), festibolta (2) og festibolta (3). Upplýsingar um hersluátak eru í Specifications, SENR3130 (forskriftir).

  4. Komið reimarhlífinni fyrir. Upplýsingar um hersluátak eru í Specifications, SENR3130 (forskriftir).

Ef skipt er um reimar þarf að athuga strekkingu þeirra eftir 30 mínútna gang aflvélarinnar við uppgefinn snúningshraða.

Drifreim fyrir loftþjöppu (ef hún er til staðar)



Skýringarmynd 3g01389673
(4) Drifreim fyrir loftþjöppu
(5) Festiboltar

Losið festiboltana fjóra úr festingu loftþjöppunar.



Skýringarmynd 4g01389675
Loftþjappa og trissa séð frá hlið
(6) Bolti
(7) Stillibolti

Losið bolta 6. Losið bolta 7. Rennið loftþjöppunni nær trissunni. Takið gömlu reimina af. Komið nýju belti fyrir.

Rennið loftþjöppunni á sinn stað. Herðið bolta 7. Upplýsingar um rétta herslu eru í Specifications, SENR3130, "Torque Specifications" (hersluátaksforskriftir).

Strekkið reimina.

Herðið festiboltana fjóra (5). Upplýsingar um rétta herslu eru í Specifications, SENR3130, "Torque Specifications" (hersluátaksforskriftir).

Caterpillar Information System:

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.