3126B Marine Engine Caterpillar


Starting the Engine

Usage:

3126B 3GS

------ VIÐVÖRUN! ------

EKKI NOTA ETER (gangsetningarvökva) nema slíkt sé sérstaklega tekið fram. Ef aflvélin er búin hitara inntakslofts (rafknúinn eða soggreinarhitara með eldsneytiskveikju) skal EKKI nota eter (gangsetningarvökvi). Notkun eters kann að valda skemmdum á aflvél og/eða meiðslum.


Athugið Finna má gaumljós merkt "AIR INLET HEATER" (hitari inntakslofts).

Sjá frekari upplýsingar um notkun hitara inntakslofts (ef hann er til staðar) í Notkun kerfis, "Loftinntak og -úttak".

Upplýsingar um viðkomandi gerð stjórntækja er að finna í notendahandbókinni frá framleiðanda. Notið eftirfarandi aðferð til að gangsetja vélina:

  1. Setjið gírkassann í HLUTLAUSAN. Aftengið kúplingu kasthjólsins til að auka gangsetningarhraða aflvélarinnar. Þetta dregur einnig úr álagi á rafgeyminn.

  2. Snúið svissinum í stöðuna ON (KVEIKT). Hitari inntakslofts getur forhitað kerfið til að auðvelda gangsetningu í köldu veðri.

    Athugið Gaumljósið "AIR INLET HEATER" (hitari inntakslofts) blikkar í tvær sekúndur að lágmarki óháð hitastigi kælivökvans. Ef gaumljósið "AIR INLET HEATER" (hitari inntakslofts) blikkar lengur en í tvær sekúndur skal bíða þangað til gaumljósið hættir að blikka (um það bil 30 sekúndur) áður en reynt er að gangsetja aflvélina. Þetta er forhitunarlotan. Ef gaumljósið heldur áfram að blikka stjórnar stjórntölvan hitara inntakslofts þegar aflvélin er endurræst. Endurtekin gangsetning á þessu augnabliki getur valdið miklum hvítum reyk.

  3. Ýtið á gangsetningarhnappinn eða snúið svissinum á GANGSETNINGARSTÖÐU til að gangsetja aflvélina. KVEIKT er á hitara inntakslofts ef hitastig kælivökva er undir 49 °C (120 °F). Ekki beita inngjöfinni á meðan aflvélin er sett í gang. Kerfið veitir sjálfkrafa réttu magni eldsneytis inn í aflvélina til að gangsetja hana. Ef aflvélin fer ekki í gang eftir 15 til 20 sekúndur þarf að sleppa svissinum. Ef hitastig kælivökva er undir 49 °C (120 °F) er forhitunarlota hitara inntakslofts endurtekin. Snúið svissinum í stöðuna OFF (slökkt). Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur. Endurtakið skref 1 og 2.

    Ekki beita inngjöfinni á meðan aflvélin er sett í gang. Kerfið veitir sjálfkrafa réttu magni eldsneytis inn í aflvélina sem þarf til að gangsetja hana.

    Athugið Ljósið "CHECK ENGINE/DIAGNOSTIC" (skoða aflvél/greiningarkóða) kann að kvikna eftir að aflvélin hefur verið gangsett. Ef það gerist hefur stjórntölvan skynjað vandamál í kerfinu. Frekari upplýsingar um greiningu aflvélar er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Blikkandi bilunarkóði sóttur (notkunarkafli)".

  4. Sleppið svissinum í stöðuna KVEIKT eða Í GANGI um leið og aflvélin fer í gang. Eftir að aflvélin fer í gang þarf að tryggja að gírskiptingin sé enn í HLUTLAUSRI stöðu.

    Eftir að aflvélin er komin í gang kann hitari inntakslofts að halda áfram að starfa "samfellt" og/eða með "hléum". "Samfelld" stilling getur verið virk í fimm mínútur og stilling með "hléum" getur verið virk í 15 mínútur. SLÖKKT er á hitara inntakslofts þegar hitastig kælivökva fer upp fyrir 49 °C (120 °F).


    TILKYNNING

    Olíuþrýstingur ætti að aukast innan 15 sekúndna frá því að aflvélin er gangsett. Ekki auka snúningshraða aflvélarinnar fyrr en olíuþrýstingsmælirinn sýnir eðlilegan þrýsting. Ef mælirinn sýnir engan olíuþrýsting innan 15 sekúndna má EKKI láta aflvélina ganga. DREÐIÐ Á aflvélinni, skoðið hana og leiðréttið orsökina.


  5. Látið aflvélina ganga í lausagangi í þrjár mínútur. Látið aflvélina ganga í lausagangi þangað til vatnshitamælirinn byrjar að stíga. Skoðið alla mæla meðan á upphitun stendur.

    Aflvélin nær venjulegum ganghita fyrr þegar hún er keyrð með minnkuðu afli heldur en með engu afli. Þegar aflvélin gengur í lausagangi í köldu veðri þarf að auka snúningshraða hennar í um 1000 til 1200 sn./mín. Þetta hitar aflvélina hraðar upp. Farið ekki yfir ráðlagðan snúningshraða til að reyna að hita aflvélina hraðar upp. Takmarkið óþarfan lausagang við tíu mínútur.

    Athugið Mælt er með því að keyra aflvélina undir 1800 sn./mín. þar til hitastig kælivökva nær 180 °F (82 °C).

    Athugið Á mælaborðinu eiga mælar að sýna eðlilegan olíuþrýsting og eldsneytisþrýsting. Ekki auka álag á aflvélina eða auka snúningshraða hennar fyrr en olíuþrýstingsmælirinn sýnir að minnsta kosti eðlilegan þrýsting. Leitið eftir leka og hlustið eftir óeðlilegum hljóðum í aflvélinni.

Caterpillar Information System:

3512B and 3512C Engines For Caterpillar Built Machines Camshaft
3512B Marine Auxiliary Engine Crankshaft
3034 Engine for Caterpillar Built Machines Pistons and Connecting Rods - Install - Serrated Connecting Rod
3034 Engine for Caterpillar Built Machines Pistons and Connecting Rods - Assemble
3114, 3116, and 3126 Engines Finding Top Center Position for No. 1 Piston
345B Series II Excavator Machine System Specifications Track Roller (Double Flange)
3114, 3116, and 3126 Engines Engine Speed - Check
325D and 329D Excavators Hydraulic System Pilot Valve (Travel)
3114, 3116, and 3126 Engines Fuel System - Inspect
SR4 and SR4B Electric Power Generation Rewind Data Winding Data for <B>111-8240</B> Generator through <B>112-1481</B> Generator
2000/04/01 Special Instruction, REHS0440 is Available for an Index of Electrical System Schematics {7566}
2000/04/01 Special Instruction, REHS0440 is Available for an Index of Electrical System Schematics {7566}
2000/04/01 New Service Manuals and Revised Service Manuals are Available {1000}
3126B Marine Engine Diagnostic Lamp
3114, 3116, and 3126 Engines Fuel Ratio Control - Adjust
SR4 and SR4B Electric Power Generation Rewind Data Winding Data for <B>115-5101</B> Generator through <B>121-6860</B> Generator
G3516B Engines Event Codes
G3516B Engines Engine Starts but Stalls Immediately
G3408 and G3412 Engines Model View Illustrations
G3406 Engine Safety Messages
2000/12/01 A New Electronic Actuator Is Used In Gas Pressure Regulator Groups That Are On Engines That Have Air/Fuel Ratio Control Systems {1716}
3034 Engine for Caterpillar Built Machines Camshaft - Remove
2000/04/01 Revised Troubleshooting Module Available {1000}
3126B Marine Engine Aftercooler Condensate Drain Valve - Inspect/Clean
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.