C7 Marine Engine Caterpillar


Overhaul (Major)

Usage:

C7 C7B
Ýmis atriði geta verið vísbending um að þörf sé á viðamikilli endurbyggingu.

  • Aukin olíunotkun

  • Aukinn hjáblástur í sveifarhúsi

  • Heildareldsneytisnotkun

  • Vinnustundir aflvélarinnar

  • Niðurstöður greiningar á slitmálmum í smurolíu

  • Aukinn hávaði og titringur

Aukning á slitmálmum í smurolíunni er vísbending um að viðgerða sé þörf á legum og yfirborði þar sem slit á sér stað. Aukinn hávaði og titringur eru vísbendingar um að viðgerða sé þörf á snúningsíhlutum.

Athugið Hugsanlega er hægt að mæla minnkun á slitmálmum í smurolíunni með olíugreiningu. Hugsanlega eru strokkslífarnar slitnar og því slípast strokkurinn til. Aukin notkun á smurolíu mun einnig þynna út slitmálmana.

Auka skal eftirlit með aflvélinni eftir því sem vinnustundum hennar fjölgar. Leitið upplýsinga hjá söluaðila Caterpillar um hvernig á að framkvæma viðamikla endurbyggingu.

Athugið Mögulega þarf einnig að gera við búnaðinn sem er keyrður þegar endurbygging á aflvélinni fer fram. Sjá handbók frá framleiðanda varðandi búnaðinn sem er keyrður.

Þegar viðamikil endurbygging á sér stað eru allar legur, þétti, pakkningar og íhlutir sem geta slitnað fjarlægðir. Íhlutirnir eru hreinsaðir og skoðaðir. Skipt er um íhlutina ef nauðsyn krefur. Athugað er með slit á sveifarásnum. Hugsanlega verður að endurslípa sveifarásinn. Að öðrum kosti er sveifarásnum skipt út fyrir nýjan Caterpillar íhlut.

Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti. Söluaðili Caterpillar gengur úr skugga um að notkun íhlutanna sé í samræmi við samsvarandi tæknilýsingu.

Ráðlagður tími á milli viðmikilla endurbygginga

Mælt er með viðamikilli endurbyggingu með eftirfarandi millibili:

Tafla 1
Ráðlagður tími á milli viðmikilla endurbygginga(1) 
Aflvélar með uppgefnum gildum fyrir "almennan markað"  Fyrir hverja 200627 L (53000 US gal) eldsneytis eða eftir 5000 vinnustundir 
Aflvélar með uppgefnum gildum fyrir "mikil afköst"  Fyrir hverja 140060 L (37000 US gal) eldsneytis eða eftir 5000 vinnustundir 
(1) Notið það tímabil sem fyrr kemur.

Skipt um íhluti

Skiptið um eftirfarandi íhluti þegar viðamikil endurbygging fer fram:

  • Kambáslegur

  • Legur á stimpilstöng

  • Sveifarásþétti

  • Þrýstiskífur sveifaráss

  • Rafrænir sambyggðir eldsneytislokar

  • Fóðringar tannhjólasamstæðu

  • Legur tannhjólasamstæðu

  • Aðallegur

  • Stimpilhringi

  • Millikæliskjarni

  • HEUI-dæla

SOLAS-sáttmálinn (International Convention for Safety of Life at Sea)

Caterpillar mælir með að skipt sé um eftirfarandi:

  • Allar hlífar fyrir eldsneytis- og olíuleiðslur sem eru settar upp í samræmi við reglugerðir (SOLAS)

  • Öll siglingaráðsvottuð límbönd eru notuð sem hlífar fyrir eldsneytis- og olíuleiðslur í samræmi við reglugerðir SOLAS.

Íhlutir skoðaðir, endurbættir eða þeim skipt út

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

Endurbætið slitna íhluti eða skiptið um þá ef þörf krefur. Söluaðili Caterpillar býður upp á slíka þjónustu og íhluti.

  • Undirlyftur

  • Þrýstiskífur kambáss

  • Stimpilstangir

  • Titringsdeyfi sveifaráss

  • Samstæða strokkloka

  • Strokkslífar

  • Festingar aflvélar

  • Olíuhreinsidæla

  • Vírasamstæða aflvélar

  • Þétti í útblástursgrein

  • Físibelgur fyrir útblástursgrein

  • Þrýstijafnaraloki fyrir eldsneyti

  • Lofttæmingarbulla

  • Eldsneytisdæla

  • Pakkningar soggreinar

  • Þétti soggreinar

  • Olíukælikjarni

  • Olíudæla

  • Stimplar

  • Stimpilboltar

  • Dæla fyrir forsmurningu

  • Þrýstistangir

  • Hreyfiarmar

  • Milliplata

  • Hugbúnaðaruppfærsla

  • Hverfilforþjappa

Skoðun á íhlutum

Skoðið eftirfarandi íhluti samkvæmt leiðbeiningum sem er að finna í handbókum frá Caterpillar varðandi endurbyggingu. Frekari upplýsingar er að finna í Guidelines for Reusable Parts and Salvage Operations, SEBF8029, "Index of Publications on Reusability or Salvage of Used Parts - - Sérrit með atriðisorðaskrá yfir handbækur varðandi endurbyggingu eða björgun á notuðum íhlutum".

  • Kambás

  • Sveifarás

  • Búnaður sem er keyrður (stilling)

  • Vélarblokk aflvélar

  • Stjórneining vélar

  • Kasthjól

  • Fremri tannhjólasamstæða (gírar)

  • Olíusogsigti

  • Aftari tannhjólasamstæða

Leitið eftir skemmdum á leguvölum og kömbum kambássins.

Athuga skal hvort einhver eftirfarandi atriða sjást á sveifarásnum:

  • Sveigja

  • Skemmdir á leguvölum

  • Leguefni sem hefur fest í leguvölum

Athugið uppmjókkun á leguvölum og útlínur á sveifarássvölum. Athugið þessa íhluti með því að meta slitið á eftirfarandi íhlutum:

  • stangarlegu

  • aðallegum

Athugið Ef sveifarásinn eða kambásinn er fjarlægður af einhverjum ástæðum skal nota skoðun með segulögnum til að leita að sprungum í sveifarásnum.

Skiptið um titringsdeyfi sveifarássins ef eftirfarandi ástand á við:

  • Vélarbilun vegna þess að sveifarás brotnaði

  • Óeðlilegt slit á fremri legum sveifarássins

  • Óeðlilegt slit á tannhjólasamstæðunni sem er ekki vegna ónógrar smurningar

Skoðið tannhjól og fóðringar tannhjólasamstæðunnar og athugið hvort eftirfarandi ástand eigi við:

  • Slitnar tannhjólatennur

  • Íhlutur passar illa í

  • Óeðlilegt slit

Auk þess að skoða íhlutina skal skoða stillingu búnaðar sem er keyrður. Frekari upplýsingar er að finna í Application and Installation Guide - Leiðarvísi um notkun og uppsetningu fyrir aflvélina eða í leiðbeiningum frá framleiðanda keyrða búnaðarins.

Þrif á íhlutum

Þrífið olíusogsigtið. Fjarlægið einnig hliðarhlífarnar til að þrífa olíupönnuna. Leiðbeiningar fyrir losun og uppsetningu íhluta er að finna í þjónustuhandbókinni, "Taka í sundur og setja saman".

Framkvæmið kælivökvagreiningu

Ef notaður er hefðbundinn, þolmikill kælivökvi/frostlögur skal athuga reglulega þéttni íbætiefnisins fyrir kælivökva (SCA). Hægt er að athuga styrkleika íbætiefnis fyrir kælivökva (SCA) með S·O·S kælivökvagreiningu (I. stigs). Mælt er með frekari kælivökvagreiningu með reglubundnu millibili.

Til dæmis gætu töluverðar útfellingar fundist á vatnskápusvæðunum á ytra kælikerfinu, þrátt fyrir að vandlega hafi verið fylgst með styrkleika íbætiefna í kælivökva. Kælivökvinn innihélt líklega steinefni sem hafa myndað útfellingar í aflvélinni til lengri tíma.

Hægt er að gera kælivökvagreiningu til þess að staðfesta ástand vatnsins sem notað er í kælikerfinu. Eftirfarandi aðilar bjóða upp á heildstæða vatnsgreiningu:

  • Söluaðila Caterpillar

  • Vatnsveitu

  • Landbúnaðarráðunaut

  • Sjálfstæða rannsóknarstofu

Caterpillar mælir með S·O·S greiningu á kælivökva (II. stigs). SOS greining á kælivökva (stig 2) er yfirgripsmikil efnafræðileg greining á kælivökvanum. Þessi greining er einnig athugun á almennu ástandi á kælikerfinu innanverðu. Eftirfarandi þjónusta er í boði:

  • Heildstæð I. stigs greining

  • Greining á orsökum málmtæringar og mengunar

  • Greiningu á uppsöfnun óhreininda sem valda tæringu

  • Greiningu á uppsöfnun óhreininda sem valda hrúðurmyndun

  • Mat á möguleika á rafgreiningu innan kælikerfis vélarinnar

Skýrsla er lögð fram með niðurstöðum úr greiningunni. Niðurstöðurnar eru notaðar til að gefa tilmæli varðandi viðhald.

Frekari upplýsingar um S·O·S greiningu á kælivökva fást hjá söluaðila Caterpillar.

Caterpillar Information System:

320GC, 320 and 323 Excavators Machine Systems Pump Drive Coupling - Remove and Install
C32 Marine Engines Water Temperature Regulator - Remove and Install
XQP1100 Generator Set Circuit Breakers - Reset
CX38-P892 Well Servicing Transmission Torque Converter
320GC, 320 and 323 Excavators Machine Systems Cab - Remove and Install
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope CAN Data Link - Test
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Event Codes
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Diagnostic Trouble Codes
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Determining Diagnostic Trouble Codes
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Diagnostic Capabilities
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope General Information
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Module - Flash Program
3512E Tier 4 Final Engines for Land Electric Drilling Crankcase Breather - Valve Cover Integrated Breathers with Closed Crankcase Ventilation
XQP1100 Generator Set Fuel System - Prime
XQP1100 Generator Set Engine Oil and Filter - Change
C32 Marine Engines Expansion Tank - Remove and Install
320GC Excavator Engine Supplement Refrigerant Compressor - Remove and Install
320, 323 Excavator Engine Supplement Valve Mechanism Cover - Remove and Install
C32 Marine Engines Aftercooler - Install
C32 Marine Engines Coolant Level Sensor - Remove and Install
C32 Marine Engines Coolant Level Sensor - Remove and Install - (SCAC)
C9.3B Engines General Information
Resolutions for Different Types of Belt Failures for 3500 and C175 Series Engines {1397} Resolutions for Different Types of Belt Failures for 3500 and C175 Series Engines {1397}
PM310, PM312, PM313, PM620, PM622, PM820, PM822, and PM825 Cold Planer Monitoring System/Grade and Slope Grade and Slope
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.