C18 Industrial Engines Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

C18 EJG

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar veta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.


Ekki tappa olíu af aflvélinni þegar hún er köld. Þegar olían kólnar setjast uppleyst óhreinindi í botn olíupönnunnar. Óhreinindi eru ekki fjarlægð þegar kaldri olíu er tappað af. Tappið af sveifarhúsinu eftir að drepið hefur verið á aflvélinni. Tappið af sveifarhúsinu á meðan olían er heit. Þetta er besta leiðin til að fjarlægja uppleyst óhreinindi úr olíunni.

Ef þessum tilmælum er ekki fylgt fara óhreinindin aftur í gegnum smurkerfi aflvélarinnar með nýju olíunni.

Tími á milli smurolíu- og smurolíusíuskipta

Athugið Tímabilin sem gefin eru upp í töflu 1 gilda eingöngu þegar ráðlögð smurefni eru notuð. Notkun annarra vökva veldur álagsnotkun í vinnslu aflvélarinnar. Upplýsingar um áhrif notkunar annarra vökva en ráðlagðra vökva fyrir uppgefna viðhaldstíma er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Álagsnotkun".

Lesið notkunar- og viðhaldshandbókina, "Rúmtak áfyllingar" áður en þetta er framkvæmt til að ákvarða eftirfarandi:

  • Gerð olíupönnunnar

  • Rúmtak áfyllingar fyrir smurolíu

Tafla 1
Tími á milli smurolíu- og smurolíusíuskipta(1) 
Grunn panna  Á 14200 L (3750 US gal) eða 250 vinnustunda eða 1 árs fresti 
Djúp panna  Á 28400 L (7500 US gal) eða 500 vinnustunda eða 1 árs fresti 
(1) Veljið það tímabil sem fyrr kemur.

Tappið smurolíunni af


TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Í Special Publication, NENG2500, "Cat Dealer Service Tool Catalog - Sérriti fyrir þjónustuverkfæravörulista söluaðila Cat" eða Special Publication, PECJ0003, "Cat Shop Supplies and Tools Catalog - Sérriti um birgðir í Cat-verslunum og verkfæravörulista" eru leiðbeiningar varðandi verkfæri og áhöld sem henta til að safna og geyma vökva úr búnaði frá Cat.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.


Stöðvið aflvélina eftir að hún hefur verið keyrð á eðlilegum ganghita. Notið eina af eftirfarandi aðferðum til að tappa olíunni af sveifarhúsinu:

  • Ef aflvélin er búin afrennslisloka skal snúa rofa afrennslislokans rangsælis til að tappa olíunni af. Þegar olíunni hefur verið tappað af skal loka afrennslislokanum með því að snúa rofa hans réttsælis.

  • Ef aflvélin er ekki búin afrennslisloka skal fjarlægja afrennslistappann til að tappa olíunni af. Ef aflvélin er með grunna pönnu skal fjarlægja botnafrennslistappana úr báðum endum olíupönnunar.

Þegar olíunni hefur verið tappað af skal þrífa tappana og setja þá aftur í.

Skiptið um olíusíuna


TILKYNNING

Caterpillar olíusíur eru gerðar eftir lýsingum Caterpillar. Notkun olíusíu sem ekki er mælt með af Caterpillar gæti valdið alvarlegum skemmdum á legum vélarinnar, sveifarási o.s.frv., vegna þess að stærri agnir óhreininda úr ósíaðri olíu kæmust inn í smurkerfi vélarinnar. Notið eingöngu olíusíur sem mælt er með af Caterpillar.


  1. Fjarlægið olíusíuna með 1U-8760 keðjutöng.

  2. Skerið gat á olíusíuna með 175-7546 olíusíuskera Gp. Flettið í sundur fellingunum og leitið eftir málmflísum í olíusíunni. Mikið af málmflísum í olíusíunni kann að benda til ótímabærs slits eða yfirvofandi bilunar.

    Notið segul til að greina á milli málma með járni og annarra málma í olíusíunni. Málmar með járni kunna að veita vísbendingu um slit í stál- og steypujárnshlutum aflvélarinnar.

    Járnfríir málmar kunna að veita vísbendingu um slit í álhlutum, látúnshlutum og bronshlutum aflvélarinnar. Hlutar sem geta hafa orðið fyrir áhrifum eru meðal annars: höfuðlegur, stangarlegur, legur forþjöppu og strokklok.

    Eðlilegt slit og núningur kunna að valda örlitlu af óhreinindum í olíusíunni. Leitið ráða hjá söluaðila Cat vegna frekari greiningar ef mikið af óhreinindum finnst í olíusíunni.



    Skýringarmynd 1g00103713
    Hefðbundið síusæti og síupakkning

  3. Þrífið yfirborð þéttingar á síusætinu. Gætið þess að fjarlægja alla gömlu olíusíupakkninguna.

  4. Berið hreina smurolíu á nýju pakkningu olíusíunnar.


    TILKYNNING

    Fyllið ekki olíusíurnar fyrr en búið er að setja þær í. Sú olía hefur ekki verið síuð og gæti borið með sér óhreinindi. Óhreinindi í olíu geta flýtt fyrir sliti á íhlutum aflvélarinnar.


  5. Setjið olíusíuna í. Herðið olíusíuna þar til pakkning hennar snertir síusætið. Herðið olíusíuna með höndunum samkvæmt leiðbeiningum á olíusíunni. Ekki ofherða olíusíuna.

Fyllið sveifarhús aflvélarinnar

  1. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið.

  2. Upplýsingar um rétt magn olíu er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak áfyllingar". Fyllið á sveifarhúsið og setjið olíuáfyllingarlokið aftur á.


    TILKYNNING

    Ef aflvélin er búin olíusíu fyrir tengitæki eða ytra olíusíukerfi skal fylgja tilmælum framleiðandans eða framleiðanda síunnar. Ef of lítil eða of mikil olía er sett á sveifarhúsið getur það valdið skemmdum á aflvélinni.



    TILKYNNING

    Gangsetjið aflvélina með LOKAÐ fyrir eldsneyti til að forðast skemmdir á legum sveifarássins. Þetta gerir það að verkum að olíusíurnar fyllast áður en aflvélin er gangsett. Ekki gangsetja aflvélina lengur en 30 sekúndur í senn.


  3. Gangsetjið aflvélina og látið hana ganga í LOW IDLE (HÆGUM LAUSAGANGI) í tvær mínútur. Þetta er gert til að tryggja að olía sé á smurkerfinu og að olíusíur séu fylltar. Leitið eftir leka á olíusíunni.

  4. Drepið á aflvélinni og leyfið olíunni að leka aftur niður í pönnuna í að minnsta kosti tíu mínútur.

  5. Fjarlægið olíumælinn til að athuga olíuhæðina. Olíuhæðin ætti að vera á milli "ADD (FYLLA Á)" og "FULL (FULLT)" merkinganna á olíumælinum.

Caterpillar Information System:

C13 Industrial Engines Electric Starting Motor
C32 Marine Generator Set Model View Illustrations
120 Motor Graders Bypass Valve (Hydraulic Oil Cooler)
797F Off-Highway Truck Power Train Oil Filter and Base (Final Drive) - Remove and Install
C27 and C32 Engines for Caterpillar Built Machines Electronic Unit Injector Wiring
2010/03/22 Accurate Diagnosis of Turbocharger Failure on Caterpillar Engines {1052, 1053}
2010/03/22 Accurate Diagnosis of Turbocharger Failure on Caterpillar Engines {1052, 1053}
2010/03/22 Accurate Diagnosis of Turbocharger Failure on Caterpillar Engines {1052, 1053}
G3520E Generator Set Engines Temperature Sensor
Salvage of Weld on Water-Cooled Exhaust Manifold for 3500 Series Engines {0679, 1059} Salvage of Weld on Water-Cooled Exhaust Manifold for 3500 Series Engines {0679, 1059}
G3520E Generator Set Engines Alternator Mounting
C13, C15, and C18 Tier 4 Final Engines Cylinder Head
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Turbocharger - Remove and Install - Low Pressure, For Series Turbocharger Applications
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Turbocharger - Remove and Install - High Pressure, For Series Turbocharger Applications
2010/08/10 A New O-ring Seal Is Now Available for Certain Marine Engines {1059, 1355, 1380, 1393}
C13, C15, and C18 Tier 4 Final Engines Front Housing and Covers
C27 and C32 Tier 4 Engines Camshaft
C11 and C13 Engines Engine Mounting
C11 and C13 Engines Engine Oil Pump - Gerotor Pump
Procedure to Inspect the High-Pressure Fuel Pump Adapter on C175 Engines {0374, 0599, 0701, 1151, 1162, 1206} Procedure to Inspect the High-Pressure Fuel Pump Adapter on C175 Engines {0374, 0599, 0701, 1151, 1162, 1206}
797F and 797F XQ Off-Highway Trucks Machine Systems Oil Cooler Core (Brake) - Remove and Install
C27 and C32 Engines for Caterpillar Built Machines Electronic Unit Injector Mechanism
2010/09/13 A New Rocker Arm Assembly Is Available for Certain Machine Engines {1123}
2010/03/29 A New Rocker Arm Assembly Is Available for C15 Engines {1123}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.