D8R and D8T Track-Type Tractors Caterpillar


Cooler Cores and A/C Condenser - Clean

Usage:

D8R DWJ

Kælikjarnar

Eftirfarandi kælikjarnar eru kældir með vökvaviftu sem er staðsett í vatnskassahlífinni framan á beltadráttarvélinni.

Millikæliskjarni - Millikæliskjarninn kælir loftið í soggreininni áður en það fer inn í aflvélina.

Glussakælikjarni - Glussakælikjarninn kælir glussann.

Vatnskassakjarni - Vatnskassakjarnarnir kæla kælivökva aflvélarinnar.

Eimsvalakjarni loftkælingar - Eimsvalakjarni loftkælingar kælir kælimiðilinn í loftkælingunni.



Skýringarmynd 1g02071338
Eimsvali loftkælingar fyrir aftan millikælinn
(1) Vatnskassi
(2) Glussakælikjarni
(3) Millikæliskjarni
(4) Vatnskassakjarni

Millikæliskjarni



Skýringarmynd 2g01953704
Séð aftan á millikæli

Vatnskassakjarni



Skýringarmynd 3g02071339

Nota má þrýstiloft, háþrýstivatn eða gufu til að þrífa ryk og önnur óhreinindi af vatnskassarifjunum. Hins vegar er ákjósanlegast að nota þrýstiloft.

Sjá Sérútgáfu, SEBD0518, "Upplýsingar um kælikerfi" varðandi heildarverklag við hreinsun á vatnskassarifjunum.

Skoðið

Athugið Laga skal tíðni skoðana að notkunarskilyrðum hverju sinni.



Skýringarmynd 4g06147960

Drepið á vélinni.

Opnið báðar vélarhlífar báðum megin (5).

Leitið eftir eftirfarandi í kælikerfinu: kælivökvaleka, olíuleka, skemmdum á fönum og leiðslum. Leitið eftir skemmdum á eftirfarandi hlutum kælikerfisins: loftleiðslum, tengingum og klemmum. Gerið við skemmdir ef þörf krefur.

Athugið Ef einhverjir hlutir í millikælikerfinu virðast skemmdir eða ef gert er við hluti í millikælikerfinu er sérstaklega mælt með lekaprófun. Sjá Special Instruction, SEHS8622, "Using the FT1984 Air-to-Air Aftercooler Leak Test Group - sérstakar leiðbeiningar um notkun FT1984-lekaprófunar fyrir loftmillikæla". Hægt er að nota FT-1984 Aftercooler Testing Group (prófunarbúnað fyrir millikæla) fyrir millikæla með slöngum með innra þvermáli sem er 102 mm (4.00 inches) eða 114 mm (4.50 inches).

Nánari upplýsingar um prófanir og skoðanir er að finna í Special Publication, SEBD0518, "Know Your Cooling System" (sérrit SEBD0518, að skilja kælikerfið).

Hreinsun

------ VIÐVÖRUN! ------

Þrýstiloft getur valdið meiðslum.

Hætta er á meiðslum ef ekki er gætt að réttu verklagi. Gætið þess að vera með hlífðargrímu og í hlífðarfötum þegar þrýstiloft er notað.

Hámarks loftþrýstingur á úða verður að vera minni en 205 kPa (30 psi) við hreinsunarstörf.


Hreinsa þarf vatnskassakjarna, millikæliskjarna, glussakæliskjarna og eimsvalakjarna loftkælingar reglulega. Tíðni þrifa stjórnast af umhverfisaðstæðum.

Blásið úr kjörnunum með þrýstilofti. Hreyfið loftstútinn til með reglubundnum hætti þannig að loftstreymið leiki um allan kjarnann, einnig um hornin. Hreinsið svæðið í miðjunni milli kjarna millikælisins og eimsvalakjarna loftkælingar. Einnig þarf að hreinsa svæðið á milli glussakælisins og vatnskassakjarnanna.

Notið beygt koparrör sem er u.þ.b. 1/4 -3/8 to. í þvermál sem framlengingu á loftstútinn. Þannig verður auðveldara að hreinsa svæðin í miðjunni.

Ekki nota gufuhreinsibúnað eða háþrýstidælu við reglubundin þrif. Ef nota verður gufuhreinsibúnað eða háþrýstidælu til að losa um óhreinindi djúpt inni í kjörnunum skal gæta þess að hreinsa þau vandlega burt. Þetta kann að krefjast þess að fjarlægja þarf glussakæli og eimsvala loftkælingarinnar að hluta eða öllu leyti til að komast betur að. Ef þrif með vatni fara ekki fram með fullnægjandi hætti geta óhreinindin sem eftir sitja harðnað. Notið ljós og vírnema til að ganga úr skugga um að þrifin hafi skilað tilætluðum árangri. Ef óhreinindi hafa harðnað í miðju kjarnanna þarf hugsanlega að fjarlægja kjarnana svo hægt sé að þrífa þá á viðeigandi hátt.

Ef notast er við fituhreinsi og gufu til að fjarlægja olíu og feiti skal hreinsa kjarnann með hreinsiefni og heitu vatni. Þrífið kjarnann vandlega með hreinu vatni. Kjarnarnir verða að ná að þorna alveg áður en unnið er með vinnuvélina.

Þurrt

Ef notast er við gufu eða vatn til að hreinsa kjarnana skal ganga úr skugga um að kjarnarnir séu þurrir áður en byrjað er að vinna með beltadráttarvélina.

Þurrkið kjarnana, aflvélina og vélarhlífar með þrýstilofti.

Lokið báðum vélarhlífunum.

Ef umhverfi vélarinnar er hreinlegt skal ræsa vélina og láta viftuna ganga þar til kælikerfið hefur náð að þorna. Látið vinnuvélina standa yfir nótt áður en unnið er með hana.

Viðarkurls- eða sorpvinnslubúnaður (ef hann er til staðar)

Kælikjarnar

Viðarkurls- og sorpvinnslubúnaður er með utanáliggjandi loftkælingarþjöppu og sléttan flöt með eftirfarandi kjörnum: glussakæliskjarna, vatnskassakjarna og millikæliskjarna. Auk þess er þessi búnaður með vökvaviftu sem beinir loftflæðinu aftur á bak í því skyni að hreinsa óhreinindi burtu.

Hreinsun

------ VIÐVÖRUN! ------

Þrýstiloft getur valdið meiðslum.

Hætta er á meiðslum ef ekki er gætt að réttu verklagi. Gætið þess að vera með hlífðargrímu og í hlífðarfötum þegar þrýstiloft er notað.

Hámarks loftþrýstingur á úða verður að vera minni en 205 kPa (30 psi) við hreinsunarstörf.



TILKYNNING

Þrýstiloft: Til að komast hjá hugsanlegum skemmdum á aflvélinni skal drepa á aflvélinni áður en viðhaldsvinna til hreinsunar á kælikerfinu fer fram. Setjið loftstútinn inn í aðgangsraufina áður en loftflæði er sett af stað. Lesið og skiljið allar upplýsingar í notkunar- og viðhaldshandbókinni.


Í vinnuvélum þar sem mikið af óhreinindum berst inn með lofti þarf að koma á fót reglulegri hreinsunaráætlun fyrir kælikjarnana. Tíðni hreinsana og aðferðir við hreinsun verður að sérsníða að þeirri uppsöfnun óhreininda sem á sér stað á hverju vinnusvæði fyrir sig. Til að halda kjörnum alveg hreinum þarf að hreinsa minnst daglega. Hugsanlega þarf að framkvæma hreinsun oftar. Fylgja verður hreinsunaráætlun, jafnvel þótt umhverfishiti sé lágur. Slíkt kemur í veg fyrir uppsöfnun óhreininda í kjörnunum og hindrar stíflur.

Blásið úr kjörnunum með þrýstilofti. Hreyfið loftstútinn til með reglubundnum hætti þannig að loftstreymið leiki um allan kjarnann, einnig um hornin. Ekki nota gufuhreinsibúnað eða háþrýstidælu við reglubundin þrif. Ef nota verður gufuhreinsibúnað eða háþrýstidælu til að losa um óhreinindi djúpt inni í kjörnunum skal gæta þess að hreinsa þau vandlega burt. Við þessa hreinsun þarf hugsanlega að opna aðgangsop að vatnskassa og fjarlægja óhreinindahlífarnar til að tryggja óheft aðgengi. Ef þrif með vatni fara ekki fram með fullnægjandi hætti geta óhreinindin sem eftir sitja harðnað. Notið ljós og vírnema til að ganga úr skugga um að þrifin hafi skilað tilætluðum árangri. Ef óhreinindi hafa harðnað í miðju kjarnanna þarf hugsanlega að fjarlægja kjarnana úr vinnuvélinni svo hægt sé að þrífa þá á viðeigandi hátt. Ef notast er við gufu eða háþrýstidælu til að hreinsa kjarnana skal gæta þess að stilla á viðeigandi þrýsting til að koma í veg fyrir að fanirnar beyglist.

Ef notast er við fituhreinsi eða sérstakt hreinsiefni skal hreinsa kjarnann með hreinsiefni og heitu vatni. Þrífið kjarnann vandlega með hreinu vatni. Kjarnarnir verða að ná að þorna alveg áður en unnið er með vinnuvélina.

Þurrt

Ef notast er við gufu eða vatn til að hreinsa kjarnana skal ganga úr skugga um að kjarnarnir séu þurrir áður en byrjað er að vinna með beltadráttarvélina.

Þurrkið kjarnana, aflvélina og vélarhlífar með þrýstilofti.

Lokið báðum vélarhlífunum.

Ef umhverfi vélarinnar er hreint skal gangsetja aflvélina og keyra viftuna í öfugu streymi viftu þar til kælikerfið hefur þornað alveg. Látið vinnuvélina standa yfir nótt áður en unnið er með hana.

Dæmi um hreinsunaraðferð þar sem notað er þrýstiloft

Viðarkurls- og sorpvinnslubúnaður er með sérstaka hreinsunareiginleika.

  • eiginleiki til að breyta snúningsátt viftu

Þessi verkfæri má nota til að setja saman þá hreinsunaraðferð sem hæfir best vinnuvélinni sem verið er að nota. Hér á eftir er lýst einni mögulegri aðgerðaröð við hreinsun.

  1. Þegar vinnuvélin er komin inn á viðeigandi hreinsunarsvæði skal leggja henni, setja í HLUTLAUSAN gír og setja stöðuhemilinn á.

  2. Haldið stjórnrofa viftunnar inni í þrjár sekúndur til að kveikja á stillingu fyrir stöðugan öfugan snúning. Látið viftuna ganga stöðugt í stillingu fyriri öfugan snúning í 2 mínútur.

  3. Drepið á vélinni. Gangið úr skugga um að viftan sé hætt að snúast.

  4. Opnið báðar vélarhlífarnar (1). Notið venjulegan loftstút til að hreinsa kjarnana frá bakhliðinni. Blásið af hlífinni, vélarhlífunum og öllu vélarrýminu. Á vinnuvélum sem eru með viðarkurlunarbúnaði skal opna grillið og blása af hillunni á vatnskassahlífinni.

  5. Lokið báðum vélarhlífunum.

  6. Gangsetjið aflvélina aftur. Látið viftuna ganga í framstefnu í 2 mínútur.

  7. Snúið loftflæðinu í gagnstæða átt. Látið viftuna ganga stöðugt í stillingu fyrir öfugan snúning í 2 mínútur.

  8. Farið aftur í notkun vinnuvélarinnar í vinnslustillingu.

    Athugið Tíðni þrifa stjórnast af umhverfisaðstæðum. Breytið dæmigerðri hreinsunaraðferð, sem lýst er að ofan, eftir þörfum til að ná sem bestum árangri.

Caterpillar Information System:

953K Track-Type Loader Engine Supplement Fuel Priming Pump - Remove and Install - Electric Fuel Lift Pump (EFLP)
980L Tier 3 Wheel Loader Engine Supplement Electric Starting Motor - Remove and Install
992K Wheel Loader Piston Pump (Implement)
525D, 535D, 545D, 555D Wheel Skidder Daily Inspection
990K Wheel Loader Systems Steering Control Group
992K Wheel Loader Systems Liquid Level Sensor (Implement, Hydraulic Fan Tank) (Steering, Brake Tank)
854K Wheel Dozer Systems Lift Cylinder
980L Tier 3 Wheel Loader Machine System Loader Frame to Rear Frame - Connect
988K, 990K, 992K and 994K Wheel Loaders Cat® Production Measurement Application / VIMSTM Network Manager System Schematic
988K, 990K, 992K and 994K Wheel Loaders Cat® Production Measurement Application / VIMSTM Network Manager Calibration Using Electronic Service Tool
988K, 990K, 992K and 994K Wheel Loaders Cat® Production Measurement Application / VIMSTM Network Manager Calibration Using Display Module
988K, 990K, 992K and 994K Wheel Loaders Cat® Production Measurement Application / VIMSTM Network Manager General Information (Calibration)
D6T Track Type Tractor Power Train Bevel and Transfer Gears - Assemble
953K Track-Type Loader Engine Supplement Engine Oil Filter and Base - Remove and Install
Retrofitting Cab Tilt Pins and New Non-metallic Bushings on Certain D7E Track-Type Tractors {7266} Retrofitting Cab Tilt Pins and New Non-metallic Bushings on Certain D7E Track-Type Tractors {7266}
New Non-metallic Bushings for the Tilt Cab are Now Used on Certain D7E Track-Type Tractors {7266} New Non-metallic Bushings for the Tilt Cab are Now Used on Certain D7E Track-Type Tractors {7266}
Installation Procedure for the Material Handling Slip-On Buckets on Certain Logging Forks {0679, 6001, 6101, 6103, 6104, 6113, 6114, 6123, 6405} Installation Procedure for the Material Handling Slip-On Buckets on Certain Logging Forks {0679, 6001, 6101, 6103, 6104, 6113, 6114, 6123, 6405}
525D, 535D, 545D, 555D Wheel Skidder Monitoring System - Later Models
MD6310 Rotary Drill Mast Traveling Sheaves - Lubricate
980L Medium Wheel Loader Power Train, Steering, Braking, Hydraulic, and Machine Systems Transmission Neutralizer Switch - Integrated Braking System (IBS)
980M Tier 4 and 982M Tier 4 Wheel Loaders Machine Systems Combination Valve (Brake Accumulator Charge, Fan Supply, Steering Pilot, Implement Pilot) - Disassemble
980M Tier 4 and 982M Tier 4 Wheel Loaders Machine Systems Combination Valve (Brake Accumulator Charge, Fan Supply, Steering Pilot, Implement Pilot) - Assemble
992K Wheel Loader Ride Control System
MD6310 Rotary Drill Pump Drive Oil - Change
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.