C7 Marine Engine Caterpillar


Safety Messages

Usage:

C7 C7B


Skýringarmynd 1g01051637

Ýmsar gerðir öryggismerkinga kunna að vera á aflvélinni. Nákvæma staðsetningu hættunnar og lýsingu á hættunni er að finna í þessum kafla. Kynnið ykkur öll öryggismerki.

Gætið þess að allar öryggismerkingar séu læsilegar. Hreinsið öryggismerkingar eða skiptið um þær ef þær eru ólæsilegar eða ef myndirnar sjást ekki. Notið tusku, vatn og sápu til að þrífa öryggismerkingarnar. Ekki nota leysiefni, bensín eða önnur sterk efni til að hreinsa öryggismerkin. Leysiefni, bensín eða önnur sterk efni gætu losað límið sem festir öryggismerkin. Öryggimerkingar geta dottið af aflvélinni ef það er losað um þær.

Skiptið um skemmd öryggismerki eða öryggismerki sem vantar. Ef öryggismerking er fest á íhlut aflvélarinnar sem verið er að skipta út skal setja nýja öryggismerkingu á nýja íhlutinn. Ný öryggismerki fást hjá hvaða Caterpillar-umboði sem er.

------ VIÐVÖRUN! ------

Ekki nota eða vinna við þessa vél nema þú hafir lesið og skilið fyrirmælin í Notkunar- og viðhaldshandbókinni. Ef ekki er farið eftir fyrirmælum eða aðvaranir hunsaðar getur það valdið meiðslum eða dauða. Fáðu nýjar handbækur hjá Caterpillar umboðinu. Rétt hirðing er á þína ábyrgð.


Notkun er bönnuð ef handbókin hefur ekki verið lesin (1)

Ein þessara öryggismerkinga er vinstra megin á aflvélinni á undirstöðu ventilhlífarinnar fyrir ofan rafleiðslukerfi stjórntölvunnar. Ein þessara öryggismerkinga er hægra megin á aflvélinni á undirstöðu ventilhlífarinnar aftan við öndunarbúnaðinn.



Skýringarmynd 2g00934493

------ VIÐVÖRUN! ------

Ekki nota eða vinna við þessa vél nema þú hafir lesið og skilið fyrirmælin í Notkunar- og viðhaldshandbókinni. Ef ekki er farið eftir fyrirmælum eða aðvaranir hunsaðar getur það valdið meiðslum eða dauða. Fáðu nýjar handbækur hjá Caterpillar umboðinu. Rétt hirðing er á þína ábyrgð.


Heitur vökvi undir þrýstingi (2)

Þessi öryggismerking er ofan á þenslukerinu og snýr að framhluta aflvélarinnar.



Skýringarmynd 3g00930639

------ VIÐVÖRUN! ------

Kerfi undir þrýstingi! Heitur kælivökvi getur valdið alvarlegum bruna, meiðslum eða dauða. Til að opna lok á áfyllingu kælivatns, stöðvið vélina og bíðið þar til kælikerfi hefur kólnað. Losið vatnskassalokið varlega til að losa um þrýsting í kælikerfinu. Lesið og skiljið leiðbeiningar í Notkunar- og viðhaldshandbók áður en viðhald á kælikerfi er framkvæmt.


Engan eter (3)

Þessi viðvörun er ofan á ventilhlífinni, við hliðina á loftinntakinu.



Skýringarmynd 4g00930690

------ VIÐVÖRUN! ------

Sprengihætta! Ekki nota eter! Þessi vél er ekki búin loftinntaki með hitara. Notkun á eter getur valdið sprengingu eða eldi sem gæti valdið persónulegum meiðslum eða dauða. Lesið og fylgið aðferðum við gangsetningu í Notkunar- og viðhaldshandbók.


Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.