3044C Industrial Engine Caterpillar


Turbocharger - Inspect - If Equipped

Usage:

3044C 344
Mælt er með að þjöppuhús forþjöppunnar (inntaksmegin) sé skoðað og þrifið reglulega. Útblástursgufur frá sveifarhúsinu eru síaðar um loftinntakskerfið. Af þeim sökum geta aukaafurðir sem myndast í olíu og frá brennslu safnast fyrir í þjöppuhúsi forþjöppunnar. Þessi uppsöfnun getur til lengri tíma dregið úr afli aflvélarinnar, aukið útblástur svarts reyks og skert afkastagetu aflvélarinnar.

Ef forþjappan bilar á meðan aflvélin er í notkun getur það valdið skemmdum á þjöppuhjólinu og/eða aflvélinni. Ef þjöppuhjól forþjöppu skemmist getur það einnig leitt til skemmda á stimplum, ventlum og strokkloki.


TILKYNNING

Bilun í túrbínulegu getur leitt til mikils olíuleka inn í loftinntak og útblásturskerfi. Smurolíuleki getur leitt til alvarlegra vélarbilana.

Lítill leki í túrbínuhúsi á meðan á hægagangi um lengri tíma stendur ætti ekki að leiða til vandamála á meðan að ekki hafa komið upp bilanir í legum túrbínunnar.

Þegar að verulega minnkuð vinnugeta fylgir bilun í túrbínulegu (útblástursreykur eða snúningshraði eykst við ekkert álag), hættið þá notkun þar til gert hefur verið við túrbínuna eða skipt verið um hana.


Skoðun á forþjöppunni getur lágmarkað ófyrirséð vinnutap vegna bilana. Skoðun á forþjöppunni dregur einnig úr hættunni á skemmdum á öðrum hlutum aflvélarinnar.

AthugiĆ° Íhlutir forþjöppu þurfa að hafa nákvæmlega mörkuð fríbil. Hylki forþjöppunnar þarf að jafnvægisstilla vegna mikils snúningshraða. Álagsnotkun getur flýtt fyrir sliti á íhlutum. Við álagsnotkun er mælt með tíðari skoðun á hylkinu.

Losun og uppsetning

Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá upplýsingar um losun, uppsetningu og endurnýjun. Upplýsingar um verkferli og tæknilýsingar eru í þjónustuhandbók aflvélarinnar.

Þrif og skoðun

  1. Fjarlægið útblástursleiðslur og loftinntaksleiðslur af forþjöppunni. Leitið eftir olíu á leiðslunum. Þrífið leiðslurnar að innan til að koma í veg fyrir að óhreinindi komist inn við samsetningu.

  2. Snúið þjöppuhjólinu og hverfilhjólinu handvirkt. Snúningurinn ætti að vera áreynslulaus. Athugið hvort þjöppuhjólið og hverfilhjólið snerti forþjöppuhúsið. Ekki eiga að sjást merki um snertingu þjöppuhjóls eða hverfilhjóls við forþjöppuhúsið. Ef merki um snertingu þjöppuhjóls eða hverfilhjóls við forþjöppuhúsið eru sjáanleg þarf að endurstilla forþjöppuna.

  3. Gangið úr skugga um að þjöppuhjólið sé hreint. Ef hjólið er aðeins óhreint blaðmegin er það merki um að óhreinindi og/eða raki sé fyrir hendi í loftsíukerfinu. Ef olía finnst aðeins á bakhlið hjólsins er hugsanlegt að olíuþétti forþjöppunnar hafi skemmst.

    Olíuleifar kunna að stafa af langvarandi notkun aflvélarinnar í hægum lausagangi. Olíuleifar kunna einnig að benda til þrengingar í loftinntaksleiðslunni (stíflu í loftsíum), en það veldur olíuleka úr forþjöppunni.

  4. Leitið eftir tæringu í gati hverfilhússins.

  5. Þrífið forþjöppuhúsið með hefðbundnum leysiefnum og mjúkum bursta.

  6. Festið loftinntaks- og úttaksleiðslurnar við forþjöppuhúsið.

Caterpillar Information System:

G3500B Engines Exhaust Manifold
C11, C13 and C15 On-highway Engines ATA (SAE J1587 / J1708) Data Link Circuit - Test
G3500 A3 Engines Prelube Pump - Electric
Cat Gas Engine Lubricant, Fuel, and Coolant Recommendations Dry Natural Gas - Pipeline
G3500 Engines Prelube Pump
Cat Gas Engine Lubricant, Fuel, and Coolant Recommendations Aftermarket Oil Additives
UPS 250, UPS 300, UPS 500, UPS 600, UPS 750 and UPS 900 Uninterruptible Power Supply EMI Filter Board - Remove and Install
3034 Engine for Caterpillar Built Machines Crankshaft - Remove
G3516B Engines Replacing the ITSM
G3500B Engines Prelube Pump - Electric
3044C Industrial Engine Starting the Engine
G3500B Engines Prelube Pump - Air
3044C Industrial Engine and Engines for Caterpillar Built Machines Engine Valve Lash - Inspect/Adjust
G3500B Engines Alternator Wiring
Cat Gas Engine Lubricant, Fuel, and Coolant Recommendations Supplemental Coolant Additive (SCA)
3044C Industrial Engine Engine Description
3044C Industrial Engine and Engines for Caterpillar Built Machines Connecting Rod
3044C Industrial Engine Stopping the Engine
3612 and 3616 Engines Fuel Pressure Control Valve - Front Mounted Turbocharger
3044C Industrial Engine Emergency Stopping
3044C Industrial Engine and Engines for Caterpillar Built Machines Piston and Rings
2003/04/01 The Procedure for Shipping Service Manuals has Changed {0374}
3044C Industrial Engine and Engines for Caterpillar Built Machines Front Housing and Covers
3044C Industrial Engine and Engines for Caterpillar Built Machines Gear Group (Front)
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.