3306B Industrial Engine Caterpillar


Severe Service Application - Check

Usage:

3306B 1BM
Harkaleg vinnuskilyrði er skilgreint sem sú notkun aflvélarinnar þar sem farið er fram úr útgefnum og gildandi stöðlum hvað varðar notkun hennar. Caterpillar viðheldur stöðlum fyrir eftirfarandi færibreytur aflvélarinnar:

  • Afköst (aflsvið, hraðasvið og eldsneytisnotkun)

  • Gæði eldsneytis

  • Hæðarsvið

  • Viðhaldstímabil

  • Val og viðhald á olíu

  • Val á kælivökva og viðhald

  • Gæði umhverfisaðstæðna

  • Uppsetning

Miðið við staðla aflvélarinnar eða leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar til að ákvarða hvort notkun aflvélarinnar er innan skilgreindra færibreyta.

Harkaleg vinnuskilyrði geta flýtt fyrir sliti á íhlutum. Aflvélar sem notaðar eru við erfiðar aðstæður kunna að þurfa tíðara viðhald til að tryggja hámarksáreiðanleika og til að ná fullri endingu.

Vegna þess að hver notkun er sértæk er ekki hægt að greina alla þætti sem leitt geta til álagsnotkunar. Hafið samband við söluaðila Cat til að fá ráðleggingar um sértækt viðhald fyrir aflvélina.

Vinnsluumhverfið, röng notkun og rangt viðhald geta verið þættir sem leiða til álagsnotkunar.

Umhverfisþættir

Umhverfishiti - Aflvélin kann að vera notuð til lengri tíma í mjög köldu eða mjög heitu umhverfi. Ventilíhlutir geta skemmst af uppsöfnun sóts ef aflvél er ítrekað gangsett og hún stöðvuð í mjög miklum kulda. Mjög heitt inntaksloft dregur úr afköstum aflvélarinnar.

Loftgæði - Aflvélin kann að vera notuð til lengri tíma í umhverfi sem er óhreint eða rykmettað nema búnaðurinn sé þrifinn reglulega. Aur, mold eða ryk geta umlukið íhluti. Viðhald getur verið mjög erfitt. Uppsöfnuð efni geta innihaldið ætandi íðefni.

Spennutak - Efnasambönd, náttúruöfl, ætandi íðefni og salt geta skemmt suma íhluti.

Hæð yfir sjávarmáli - Vandamál geta komið upp þegar aflvélin vinnur í hæð sem er meiri en viðkomandi vél er stillt fyrir. Gera ætti breytingar eins og á þarf að halda.

Rangar notkunaraðferðir

  • Notkun til lengri tíma í hægum lausagangi

  • Vélin oft stöðvuð þegar hún er heit

  • Unnið við of mikið álag

  • Unnið við of mikinn snúningshraða

  • Notkun sem er utan við tilætlaða notkun

Rangt viðhald

  • Framlenging viðhaldstímabils

  • Notkun á eldsneyti, smurefni og kælivökva/frostlegi sem ekki er mælt með
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.