C32 Marine Engine Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

C32 GM2

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar veta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Í Special Publication, NENG2500, "Cat Dealer Service Tool Catalog - Sérriti fyrir þjónustuverkfæravörulista söluaðila Cat" eða Special Publication, PECJ0003, "Cat Shop Supplies and Tools Catalog - Sérriti um birgðir í Cat-verslunum og verkfæravörulista" eru leiðbeiningar varðandi verkfæri og áhöld sem henta til að safna og geyma vökva úr búnaði frá Cat.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.


Tímabil fyrir skipti á vélarolíu og síu

Tímabilið fyrir skipti á vélarolíu og síum aflvélarinnar fer eftir uppgefnu afli aflvélarinnar. Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Skilgreiningar á uppgefnu afli aflvélar" til að ákvarða uppgefið afl aflvélarinnar.

Tafla 1
Tímabil fyrir skipti á vélarolíu og síu 
Uppgefið afl aflvélar  Vinnustundir 
Á 1000 vinnustunda fresti 
Aukaaflvél
Á 750 vinnustunda fresti 
Á 500 vinnustunda fresti 

Tappið smurolíunni af

Ekki tappa olíu af aflvélinni þegar hún er köld. Þegar olían kólnar setjast uppleyst óhreinindi í botn olíupönnunnar. Óhreinindi eru ekki fjarlægð þegar kaldri olíu er tappað af. Tappið af sveifarhúsinu eftir að drepið hefur verið á aflvélinni. Tappið af sveifarhúsinu á meðan olían er heit. Þetta er besta leiðin til að fjarlægja uppleyst óhreinindi úr olíunni.

Ef þessum tilmælum er ekki fylgt fara óhreinindin aftur í gegnum smurkerfi aflvélarinnar með nýju olíunni.

Stöðvið aflvélina eftir að hún hefur verið keyrð á eðlilegum ganghita. Notið eina af eftirfarandi aðferðum til að tappa olíunni af sveifarhúsinu:

  • Ef aflvélin er búin afrennslisloka skal snúa rofa afrennslislokans rangsælis til að tappa olíunni af. Þegar olíunni hefur verið tappað af skal loka afrennslislokanum með því að snúa rofa hans réttsælis.

  • Ef aflvélin er ekki búin afrennslisloka skal fjarlægja afrennslistappann til að tappa olíunni af. Ef aflvélin er með grunna pönnu skal fjarlægja botnafrennslistappana úr báðum endum olíupönnunar.

Þegar olíunni hefur verið tappað af skal þrífa tappana og setja þá aftur í.

Skiptið um olíusíuna með aflvél stöðvaða (staðalgerð á olíusíum)


TILKYNNING

Caterpillar olíusíur eru gerðar eftir lýsingum Caterpillar. Notkun olíusíu sem ekki er mælt með af Caterpillar gæti valdið alvarlegum skemmdum á legum vélarinnar, sveifarási o.s.frv., vegna þess að stærri agnir óhreininda úr ósíaðri olíu kæmust inn í smurkerfi vélarinnar. Notið eingöngu olíusíur sem mælt er með af Caterpillar.


  1. Fjarlægið olíusíuna með 1U-8760 keðjutöng.

  2. Skerið gat á olíusíuna með 175-7546 olíusíuskera Gp. Flettið í sundur fellingunum og leitið eftir málmflísum í olíusíunni. Mikið af málmflísum í olíusíunni kann að benda til ótímabærs slits eða yfirvofandi bilunar.

    Notið segul til að greina á milli málma með járni og annarra málma í olíusíunni. Málmar með járni kunna að veita vísbendingu um slit í stál- og steypujárnshlutum aflvélarinnar.

    Járnfríir málmar kunna að veita vísbendingu um slit í álhlutum, látúnshlutum og bronshlutum aflvélarinnar. Hlutar sem geta hafa orðið fyrir áhrifum eru meðal annars: höfuðlegur, stangarlegur, legur forþjöppu og strokklok.

    Eðlilegt slit og núningur kunna að valda litlu magni af óhreinindum í olíusíunni. Leitið ráða hjá söluaðila Cat vegna frekari greiningar ef mikið af óhreinindum finnst í olíusíunni.



    Skýringarmynd 1g00103713
    Hefðbundið síusæti og síupakkning

  3. Þrífið yfirborð þéttingar á síusætinu. Gætið þess að fjarlægja alla gömlu olíusíupakkninguna.

  4. Berið hreina smurolíu á nýju pakkningu olíusíunnar.


    TILKYNNING

    Fyllið ekki olíusíurnar fyrr en búið er að setja þær í. Sú olía hefur ekki verið síuð og gæti borið með sér óhreinindi. Óhreinindi í olíu geta flýtt fyrir sliti á íhlutum aflvélarinnar.


  5. Setjið olíusíuna í. Herðið olíusíuna þar til pakkning hennar snertir síusætið. Herðið olíusíuna með höndunum samkvæmt leiðbeiningum á olíusíunni. Ekki ofherða olíusíuna.

Skipt um olíusíur vélarolíu þegar aflvélin er í gangi (tvær olíusíur)

------ VIÐVÖRUN! ------

Þessi sía inniheldur heita olíu undir þrýstingi sem getur valdið bruna og eldhættu, sem getur valdið meiðslum eða dauða. Fylgið leiðbeiningum í þessari notkunar- og viðhaldshandbók og stöðvið aflvélina ef hröð hreyfing lofts er til staðar til að blása olíunni.




Skýringarmynd 2g01426431

Ef aflvélin er búin tveimur olíusíum er hægt að skipta um síur vélarolíu á meðan aflvélin er í gangi.



Skýringarmynd 3g01034883

  1. Opnið lokann "FILL" (áfylling) í minnst fimm mínútur til að fylla element olíusíu sem ekki er verið að þjónusta. Olíusíur sem ekki á að þjónusta verða að vera fullar af vélarolíu. Lokið lokanum FILL (áfylling).

  2. Snúið stjórnlokanum á "AUX RUN" til að skipta um aðalolíusíuna. Snúið stjórnlokanum á "MAIN RUN" til að skipta um aukaolíusíuna.

  3. Bíðið þar olíuþrýstingsmælir síunnar sem á að skipta um hefur fallið niður í "NÚLL".

  4. Framkvæmið skref 1 að skrefi 5 af "Skiptið um olíusíuna með aflvél stöðvaða (staðalgerð á olíusíum)".

  5. Opnið lokann "FILL" (áfylling) í minnst fimm mínútur til að fylla nýju olíusíuna.

  6. Lokið lokanum "FILL" (áfylling). Snúið stjórnlokanum á stöðuna "RUN" (keyra) fyrir þá olíusíu sem skipt var um.

Fyllið sveifarhús aflvélarinnar


TILKYNNING

Ef aflvélin er búin olíusíu fyrir tengitæki eða ytra olíusíukerfi skal fylgja tilmælum framleiðandans eða framleiðanda síunnar. Ef of lítil eða of mikil olía er sett á sveifarhúsið getur það valdið skemmdum á aflvélinni.



TILKYNNING

Gangsetjið aflvélina með LOKAÐ fyrir eldsneyti til að forðast skemmdir á legum sveifarássins. Þetta gerir það að verkum að olíusíurnar fyllast áður en aflvélin er gangsett. Ekki gangsetja aflvélina lengur en 30 sekúndur í senn.



TILKYNNING

Skemmdir geta orðið á vélinni ef olía fer yfir "FULL" merkið á olíukvarðanum.

Yfirfyllt panna getur orðið til þess að sveifarásinn nái niður í olíuna. Þetta dregur úr afli og myndar loftbólur. Loftbólurnar (froðan) getur orsakað eftirfarandi vandamál: dregið úr hæfni olíunnar til að smyrja, minni olíuþrýstings, ónógrar kælingar, olía flæðir út um olíuöndun and aukinnar olíunotkunar.

Óhófleg olíunotkun getur orðið til þess að útfellingar myndast á stimplum og í brunahólfi. Útfellingar í brunahólfi leiða til eftirtaldra vandamála: skemmda á ventlum, kolefni hleðst undir stimpilhringi and slit á slífum.

Ef olíuhæðin fer yfir "FULL" merkið á kvaðanum, tappið þá hluta olíunnar af strax.


Notið eftirfarandi aðferð til að fylla sveifarhúsið ef skipt var um olíusíur vélarolíu á meðan aflvélin var í gangi.

  1. Látið aflvélina ganga í hægum lausagangi ef skipt var um olíusíur aflvélar á meðan hún var í gangi. Tryggið að olíustaðan sé við kvarðann "FULL" (fullt) á þeirri hlið olíukvarðans sem merkt er "LOW IDLE" (hægur lausagangur).

  2. Bætið á olíu ef með þarf. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið. Aðeins skal fylla á sveifarhúsið í gegnum olíuáfyllingarrörið.

Notið eftirfarandi aðferð til að fylla sveifarhúsið ef skipt var um olíusíur vélarolíu á meðan aflvélin var stöðvuð. Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Tilmæli fyrir vökva" til að fá frekari upplýsingar um val á olíu fyrir aflvélina.

  1. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið. Aðeins skal fylla á sveifarhúsið í gegnum olíuáfyllingarrörið. Hreinsið olíuáfyllingarlokið. Setjið áfyllingartappann á.


    TILKYNNING

    Til að koma í veg fyrir skemmdir á sveifarás eða legum, startið vélinni með skrúfað fyrir eldsneyti til að fylla allar síur áður en sett er í gang.

    Ekki starta vélinni lengur en í 30 sekúndur.


  2. Lokið fyrir aðveituleiðslu eldsneytis og snúið aflvélinni þar til olíuþrýstingsmælirinn sýnir 70 kPa (10 psi). Opnið fyrir aðveituleiðslu eldsneytis. Leyfið startaranum að kólna í tvær mínútur áður en startað er á ný.

  3. Gangsetjið aflvélina í samræmi við verkferlið í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Gangsetning aflvélarinnar" (notkunarkafli). Látið vélina ganga í hægum lausagangi í tvær mínútur. Til að tryggja að olía flæði um smurkerfið og olíusíur fyllist af olíu. Leitið eftir olíuleka á aflvélinni. Tryggið að olíustaðan sé við kvarðann "FULL" (fullt) á þeirri hlið olíukvarðans sem merkt er "LOW IDLE" (hægur lausagangur).

  4. Stöðvið aflvélina og leyfið olíunni að leka aftur niður í pönnuna í að minnsta kosti tíu mínútur.

  5. Takið olíumælinn úr og skoðið olíuhæðina Haldið olíunni við kvarðann "FULL" (fullt) á þeirri hlið olíukvarðans sem merkt er "ENGINE STOPPED" (dautt á aflvél).

Notaðar olíusíur skoðaðar

Opnið notuðu olíusíuna með hníf. Fjarlægið málmklæðninguna. Skerið síuna af endunum. Flettið í sundur fellingunum og leitið eftir málmflísum í olíusíunni. Mikið af flísum í olíusíunni kann að benda til ótímabærs slits eða yfirvofandi bilunar.

Notið segul til að greina á milli málma með járni og annarra málma í olíusíunni. Málmar með járni kunna að benda til slits í stál- og steypujárnshlutum aflvélarinnar. Járnlausir málmar kunna að veita vísbendingu um slit í álhlutum, látúnshlutum og bronshlutum aflvélarinnar. Hlutar sem geta orðið fyrir áhrifum innifela etirfarandi hluti: aðallegur, stangarlegur, legur forþjöppu og strokklok.

Álflísar kunna að benda til vandamála í fremri tannhjólasamstæðu. Skoðið titringsdeyfi fyrir sveifarás og legur lausahjóls er rausl úr áli er stil staðar..

Lítið magn af rusli kann að finnast í elementi olíusíu vegna eðlilegs slits og núnings. Ef mikil óhreinindi eru í síunni skal leita til söluaðila Caterpillar vegna frekari olíugreiningar.

Caterpillar Information System:

Inspect the Coolant Diverter Valve Diaphram When Replacing a Failed Precooler on Certain C15 Truck Engines{135D} Inspect the Coolant Diverter Valve Diaphram When Replacing a Failed Precooler on Certain C15 Truck Engines{135D}
Procedure for Servicing Master Joints for (320 through 336) Hydraulic Excavators. {4169, 4171} Procedure for Servicing Master Joints for (320 through 336) Hydraulic Excavators. {4169, 4171}
C175-16 Locomotive Engine Lifter Group
CX48-P2300 Petroleum Transmission Transmission Oil Filter (Transmission)
2012/09/17 A New Unit Injector Hydraulic Pump Group Is Available for Certain C9 Commercial Engines {1714}
G3500 Engines Exhaust Manifold - Water Cooled
2012/08/30 Cylinder Pack Upgrade Is Available for Certain 3406B and 3406C Engines When Replacing All Six Cylinders Packs {1201, 1225}
3512B and 3512C Petroleum Generator Set Engines Prelube Pump
G3500 Engines Exhaust Manifold - Water Cooled
G3500 Engines Cylinder Block
G3500 Engines Turbocharger
G3500 Engines Cylinder Block
Cat Alarm and Protection (A;P) Control Panel{7451} Cat Alarm and Protection (A&P) Control Panel{7451}
Operators Manual for the Three60 Precision Control System {3065, 4000, 4343, 7004} Operators Manual for the Three60 Precision Control System {3065, 4000, 4343, 7004}
C32 Auxiliary Engine Engine Rating Conditions
3500B and 3500C Marine Engines Engine Oil Filter - Duplex
G3500 Engines Exhaust Manifold
336F MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Machine System Specifications Cab - Protection Visor
C175-16 and C175-20 Generator Set Engines Fuel System Verification - Test
C175-16 Locomotive Engine Fuel Priming Pump - Test
330F MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Machine System Solenoid Valve (Quick Coupler)
C175-16 Locomotive Engine Prelubrication - Test
C175-16 Locomotive Engine Water Temperature Control Valve - Install
C32 Marine Engine Product Description
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.