352 UHD Excavator Caterpillar


Bucket Tips - Inspect/Replace

Usage:

352 HDL

------ VIÐVÖRUN! ------

Meiðsli eða dauði geta hlotist af ef skóflan dettur.

Skorðið skófluna af áður en skipt er um skófluenda.


Athugið Til að hámarka endingu á skóflutönn er hægt að snúa henni við.



Skýringarmynd 1g00101352
(1) Hægt að nota
(2) Skipt um
(3) Of slitin

Athugið slit á skóflutönnum. Ef gat er á skóflutönn skal skipta um hana.

Losun



Skýringarmynd 2g01389463

Athugið Festingar skemmast oft við losun. Caterpillar mælir með nýjum festingum þegar skóflutönnum er snúið eða skipt er um þær.



Skýringarmynd 3g01175361

  1. Notið kúbein til að losa spöngina (5).

  2. Notið kúbein til að losa spöngina (5) úr skóflutönninni (4).

  3. Fjarlægið skóflutönnina (4) úr festingu (6) með því að snúa eilítið rangsælis.

  4. Hreinsið festinguna (6).

Uppsetning

  1. Hreinsið festinguna og svæðið í kringum hespuna ef þörf krefur.

  2. Komið nýju skóflutönninni fyrir í festingunni með því að snúa eilítið réttsælis.


    Skýringarmynd 4g01124736

  3. Komið festingunni fyrir. Gætið þess að hespa splittisins tryggilega.

  4. Gangið úr skugga um að hespan sitji rétt með því að reyna að fjarlægja tönnina.

Skóflutennur (Cat® Advansys) - Ef til staðar



Skýringarmynd 5g00101352
(1) Hægt að nota
(2) Losunarferli
(3) Losunarferli

Athugið slit á skóflutönnum. Ef gat er á skóflutönn skal skipta um hana.

Losun



Skýringarmynd 6g03830653
(1) Skóflutönn
(2) Splitti
(3) Millistykki
(4) Þrýstimúffa

  1. Notið 1/2" skrall og snúið festingunni (2) 180 gráður í ólæsta stöðu.

  2. Fjarlægið skóflutönn (1) úr tengi (3).

  3. Hreinsið tengi (3).

Uppsetning

  1. Hreinsið festinguna og svæðið í kringum hespuna ef þörf krefur.

  2. Setjið nýju skóflutönnina (1) á tengið (3).


    Skýringarmynd 7g03832654

  3. Notið 1/2" skrall og snúið festingunni (2) 180 gráður í læsta stöðu.

Hliðarskerar (ef til staðar)



Skýringarmynd 8g01389740
Skófla með hliðarskerum
Hliðarskerar

  1. Fjarlægið festiboltana og hliðarskerana.

  2. Þrífið yfirborð festingarinnar á hliðarplötunni á skóflunni og á hliðarskeranum. Fjarlægið allar ójöfnur eða útskot á samskeytaflötunum.


    Skýringarmynd 9g01389456
    (7) Hliðarskeri

    Athugið Sumum hliðarskerum má snúa við til að slíta þeim hinum megin.

  3. Setjið hliðarskerann á.

    Athugið Sumir boltar geta þurft gengjufeiti.

  4. Herðið boltana með höndunum.


    Skýringarmynd 10g01389457
    Snið A-A á skýringarmynd 9
    (8) Hliðarskeri
    (9) Skurðarbrún á hliðarskera
    (10) Hliðarplata á skóflu
    (11) 0.0 mm (0.0 inch)

  5. Gangið úr skugga um að ekki sé bil á milli hliðarplötunnar á skóflunni og skurðarbrúnarinnar á hliðarskeranum.

  6. Herðið festiboltana í samræmi við forskrift.

Hliðarvernd (ef til staðar)

Skoðið slitið á hliðarverndinni. Skiptið um verndina ef of mikið slit er til staðar.



    Skýringarmynd 11g01389458


    Skýringarmynd 12g01903698


    Skýringarmynd 13g01389459
    (12) Hliðarvernd
    (13) Pinni
    (14) Splitti
    (15) Hliðarplata
    (16) Millilegg

  1. Sláið á pinna (13) frá festihlið skóflu til að fjarlægja hliðarvörn (12) frá hliðarplötu (15).

  2. Hreinsið hliðarvernd (12), pinna (13), festingu (14) og hliðarplötu (15) fyrir uppsetningu.

    Athugið Hliðarbil á milli hliðarplötu og hliðarverndar ætti ekki að fara yfir 1 mm (0.04 inch). Hugsanlega þarf að nota millilegg (16) til að minnka bil við hliðarnar, sem dregið getur úr hreyfingu. Setjið millileggin (16) á milli hliðarplötu og hliðarverndar á gagnstæðri hlið við festinguna.

  3. Setjið festingu (14) í hliðarplötu (15).

  4. Stillið af tvö pinnagöt á nýju verndinni og hliðarplötunni. Sláið á pinnann frá festingarhlið á skóflunni.

    Athugið Ef pinni og eða festing eru slitin, skiptið um pinna og/eða festinguna.

Caterpillar Information System:

323 Excavator Engine Supplement Turbocharger - Remove and Install
990K Wheel Loader Systems Tilt Cylinder
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Parking Brake
320 GC, 320 and 323 Excavator Lifting Capacities - 323 Reach Boom/Variable Angle Boom/Super Long Reach Boom
953K and 963K Track-Type Loaders Specifications
320, 323 Excavator Engine Supplement Fuel Priming Pump - Remove and Install
854K Wheel Dozer Systems Pressure Switch - Differential, Fan Filter Bypass, Brake Case Drain, Implement Case Drain, Fan Motor Bypass
992K Wheel Loader Systems Relief Valve
992K Wheel Loader Systems Steering Cylinder - Mounting
New VIMSpc Software Is Now Available On Certain Cat® Products {7620} New VIMSpc Software Is Now Available On Certain Cat® Products {7620}
MD6310 Rotary Blasthole Drill Machine Systems Pressure Sensor - Hydraulic Oil
Machining and Welding Information for Underground Articulated Trucks Ejector Body
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Service Brakes
336 and 336 GC Excavator Engine Oil Sample - Obtain
352 UHD Excavator Engine Oil and Filter - Change
336 and 336 GC Excavator Fuel System Primary Filter (Water Separator) Element - Replace
320GC Excavator Engine Supplement Alternator - Remove and Install
C9.3B Engines for Caterpillar Built Machines Engine Control Module - Remove and Install
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Machine Preparation for Testing and Adjusting
320 GC, 320 and 323 Excavator Sound Information and Vibration Information
320 GC, 320 and 323 Excavator Machine Systems Specifications Bucket Linkage
Regulatory Compliance Information Machine Security System - MSS3i and MSS S1 - If Equipped
New Hose assembly for the Grapple Lines Group Is Now Used on Certain Wheel Skidders {5057, 6307} New Hose assembly for the Grapple Lines Group Is Now Used on Certain Wheel Skidders {5057, 6307}
AD 22 Underground Articulated Truck Hydraulic System Sequence Valve (Ejector)
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.