352 UHD Excavator Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

352 HDL

Val á tíðni olíuskipta


TILKYNNING

Vinnustunda olíuskiptatímabil er fáanlegt, að því gefnu að mætt sé vinnuaðstæðum og ráðlagðar fjölþykktarolíur eru notaðar. Ef ekki er hægt að mæta þessum kröfum, styttið olíuskiptatímabil í 250 stundir, eða notið S·O·S olíugreiningu til að ákvarða ásættanlegt bil á milli olíuskipta.

Ef þú velur of langt bil á milli skipta á olíu og síu getur þú valdið skemmdum á vélinni.


Sjá þessa Notkunar- og Viðhaldshandbók, "Smurseigja" fyrir nánari upplýsingar um olíur sem er hægt að nota í Caterpillar vélar.

Sjá Notkunar- og Viðhaldshandbók, "Harkaleg Vinnuskilyrði" til að ákvarða ef minnka skal tíðni olíuskipta miðað við venjulega tíðni. Ef vélin er notuð í einhverjum af skilyrðunum eða umhverfi lýst í Harkalegum Vinnuskilyrðum S·O·S Þjónustu olíugreiningu til að ákvarða hentugasta tíðni olíuskipta. Ef S·O·S Þjónusta olíugreiningar S er ekki notuð skal minnka tíðni olíuskipta í 250 klst.

Tafla 1
Tími milli olíuskipta fyrir C9.3 aflvél (1) 
Tegund fjölþykktarolíu  Vinnuskilyrði 
Venjulegt Harkaleg vinnuskilyrði 
Cat DEO-ULS
Ráðlagt 
500 klst.  250 klst. 
Olía sem uppfyllir kröfur Cat ECF-3 forskriftar eða API CJ-4 flokkun
8 lágmark TBN
Ákjósanlegt 
500 klst.  250 klst. 
Olía sem mætir kröfum ACEA C9/E6 lýsingar
Basatala undir 10,4 
500 klst.  250 klst. 
(1) Staðlaður tími á milli olíuskipta fyrir þessa vinnuvél er 500 klst., miðað við að fylgt sé fyrirmælum um notkunaraðstæður og þær olíugerðir sem mælt er með. Ef olíugerð, olíugæði og vinnuskilyrði standast ekki tiltekna staðla skal stytta tímann á milli olíuskipta í 250 vinnustundir. Frekari upplýsingar eru í Special Publication, PEHJ0192, "Optimizing Oil Change Intervals (Sérrit um hentugustu tíðni olíuskipta)" til að ákvarða hvort að þörf sé á að minnka tíðni olíuskipta í 250 klst.

Fyrir nánari upplýsingar skal sjá sérrit, SEBU6250, "Caterpillar Machine Fluids Recommendations (ráðleggingar Caterpillar um notkun vökva í vinnuvélum)" eða leita ráða hjá söluaðila Cat.

Aðferð við að skipta um vélarolíu og síu

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar geta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.


Leggið vinnuvélinni á jafnsléttu. Drepið á aflvélinni.

Athugið Tappið af sveifarhúsinu af á meðan olían er heit. Heit olía gerir það að verkum að óhreinindi sem uppleyst eru í henni hreinsast út. Þegar olían kólnar setjast aðskotahlutirnir á botn sveifarhússins. Aðskotahlutirnir skolast þá ekki út með olíunni og dreifast þess í stað um smurkerfi vélarinnar með nýju olíunni.

Athugið Hvenær sem skipt er um smurolíu og olíusíu skal láta aflvélina ganga í hægum lausagangi í að minnsta kosti 10 mínútur áður en aðrar aðgerðir eru framkvæmdar til þess að vernda aflvélina. Sjá notkunar- og viðhaldshandbók, "Upphitun aflvélar og vinnuvélar".



    Skýringarmynd 1g02021533

  1. Aftöppunarlokinn fyrir olíu sveifarhússins er aftan á efri hluta þess.

    Athugið Sjá Notkunar og viðhaldshandbók, "Almennar upplýsingar um áhættur" varðandi upplýsingar um vökvaleka.



    Skýringarmynd 2g00832244

  2. Opnið fyrir aftöppunarloka sveifarhúss. Látið olíuna leka í hentugt ílát.

    Athugið Fargið ávallt affallsvökvum í samræmi við reglur á hverjum stað.

  3. Skrúfið fyrir afrennslislokann.

  4. Opnið aðgangshurðina hægra megin á vinnuvélinni.

    Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Aðgangshurð og staðsetningar hlífa".



    Skýringarmynd 3g06283582

  5. Losið afrennslislokann og látið olíuna renna úr olíuhúsinu. Afrennslislokinn er neðst á síuhúsi smurolíusíunnar.

    Athugið Ef búin flýtiáfyllingu er hægt að tæma olíu og fylla á með tengi fyrir flýtiáfyllingu. Sjá nánar í „Flýtiáfylling“ í þessum kafla.

  6. Herðið lokann þegar olían hefur verið fjarlægð.


    Skýringarmynd 4g06183515

  7. Fjarlægið olíusíuhúsið. Nánari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbók , Olíusía - skoðun. Fargið notaðri síu í samræmi við reglur á hverjum stað.

  8. Fjarlægið síuna úr síuhúsinu.

  9. Hreinsið síuhúsið og síuhússætið.

  10. Setjið nýja síu í síuhúsið.


    Skýringarmynd 5g00101502

  11. Berið þunnt lag af vélarolíu á pakkninguna á síunni.

  12. Notið hendurnar til að setja olíusíuna í þar til síuhúsið snertið sætið.

  13. Lokið dyrunum.

  14. Afkrækið vélarhlífina og lyftið henni.

    Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Aðgangshurð og staðsetningar hlífa".



    Skýringarmynd 6g06381289

  15. Fjarlægið olíuáfyllingartappann (2). Hellið nýrri olíu á sveifarhúsið. Sjá Notkunar- og viðhaldshandbókina, "Rúmtak (áfylling)" og Notkunar- og viðhaldshandbókina, "Smurseigja". Hreinsið olíuáfyllingartappann og setjið hann á sinn stað.


    TILKYNNING

    Ekki setja of lítið eða of mikið af olíu á vélina. Hvort um sig getur valdið vélarskemmdum.


  16. Gangsetjið aflvélina og bíðið þar til olían hefur hitnað. Leitið eftir leka í vélinni. Drepið á aflvélinni.


    Skýringarmynd 7g00832222

  17. Bíðið í 30 mínútur til að leyfa olíunni að leka aftur niður í sveifarhúsið. Athugið olíuhæð með kvarða (1). Viðhaldið olíunni á milli merkjanna "FULL (FULLT)" og "ADD (BÆTA Á)" á kvarðanum. Ef með þarf skal bæta á.

  18. Lokið vélarhlífinni og krækið henni aftur.

Flýtiáfylling

Ef vinnuvélin er búin deluxe-þjónustustöð er hægt að tæma olíuna í gegnum flýtiáfyllingargáttina. Einnig má bæta olíu á um flýtiáfyllingargáttina.



Skýringarmynd 8g06386526

  1. Opnið aðgangshurðina hægra megin á vinnuvélinni.

  2. Fjarlægið rykhlífina.

  3. Tengið slöngu með 126-7539 stút.

    Athugið Gangið úr skugga um að stúturinn og innstungan séu hrein áður en þau eru tengd.

  4. Tappið olíu af eða bætið á, eftir þörfum.

  5. Setjið rykhlífina á.

Caterpillar Information System:

336 and 336 GC Excavator Engine Oil Sample - Obtain
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Service Brakes
352 UHD Excavator Bucket Tips - Inspect/Replace
323 Excavator Engine Supplement Turbocharger - Remove and Install
990K Wheel Loader Systems Tilt Cylinder
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Parking Brake
320 GC, 320 and 323 Excavator Lifting Capacities - 323 Reach Boom/Variable Angle Boom/Super Long Reach Boom
953K and 963K Track-Type Loaders Specifications
320, 323 Excavator Engine Supplement Fuel Priming Pump - Remove and Install
854K Wheel Dozer Systems Pressure Switch - Differential, Fan Filter Bypass, Brake Case Drain, Implement Case Drain, Fan Motor Bypass
992K Wheel Loader Systems Relief Valve
992K Wheel Loader Systems Steering Cylinder - Mounting
336 and 336 GC Excavator Fuel System Primary Filter (Water Separator) Element - Replace
320GC Excavator Engine Supplement Alternator - Remove and Install
C9.3B Engines for Caterpillar Built Machines Engine Control Module - Remove and Install
631K OEM Wheel Tractor Machine Systems Machine Preparation for Testing and Adjusting
320 GC, 320 and 323 Excavator Sound Information and Vibration Information
320 GC, 320 and 323 Excavator Machine Systems Specifications Bucket Linkage
Regulatory Compliance Information Machine Security System - MSS3i and MSS S1 - If Equipped
New Hose assembly for the Grapple Lines Group Is Now Used on Certain Wheel Skidders {5057, 6307} New Hose assembly for the Grapple Lines Group Is Now Used on Certain Wheel Skidders {5057, 6307}
AD 22 Underground Articulated Truck Hydraulic System Sequence Valve (Ejector)
New Software Now Available for Certain AD45B Underground Articulated Trucks Fitted with Ventilation Reduction Package {7600, 7620} New Software Now Available for Certain AD45B Underground Articulated Trucks Fitted with Ventilation Reduction Package {7600, 7620}
854K Wheel Dozer Systems Pressure Sensor - Parking Brake, Brake Accumulator, Steering Pump, Hydraulic Fan, Case Drain Filter
C27 and C32 Tier 4 Final Marine Engines Electric Starting Motor
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.