980L Wheel Loader Caterpillar


Engine Oil and Filter - Change

Usage:

980L D8Z

Val á tíðni olíuskipta


TILKYNNING

Vinnustunda olíuskiptatímabil er fáanlegt, að því gefnu að mætt sé vinnuaðstæðum og ráðlagðar fjölþykktarolíur eru notaðar. Ef ekki er hægt að mæta þessum kröfum, styttið olíuskiptatímabil í 250 stundir, eða notið S·O·S olíugreiningu til að ákvarða ásættanlegt bil á milli olíuskipta.

Ef þú velur of langt bil á milli skipta á olíu og síu getur þú valdið skemmdum á vélinni.


Mælt er með Cat olíusíum.

Sjá Notkunar- og Viðhaldshandbók, "Smurseigja"fyrir nánari upplýsingar um olíur sem er hægt að nota í Cat vélar.

Sjá Notkunar- og Viðhaldshandbók, "Harkaleg Vinnuskilyrði" til að ákvarða ef minnka skal tíðni olíuskipta miðað við venjulega tíðni. Ef vélin er notuð í einhverjum af skilyrðunum eða umhverfi lýst í Harkalegum Vinnuskilyrðum S·O·S Þjónustu olíugreiningu til að ákvarða hentugasta tíðni olíuskipta. Ef S·O·S Þjónusta olíugreiningar S er ekki notuð skal minnka tíðni olíuskipta í 250 klst.

Tafla 1
Tíðni olíuskipta (1) 
Tegund fjölþykktarolíu  Vinnuskilyrði 
Venjulegt Harkaleg vinnuskilyrði 
Cat DEO-ULS  500 klst.  250 klst. 
Olía sem uppfyllir kröfur Cat ECF-3 forskriftar eða API CJ-4 flokkun
8 lágmark TBN
Ákjósanlegt 
500 klst.  250 klst. 
Olía sem mætir kröfum ACEA C9/E6 lýsingar
Basatala undir 10,4 
500 klst.  250 klst. 
(1) Staðlaður tími á milli olíuskipta fyrir þessa vinnuvél er 500 klst., miðað við að fylgt sé fyrirmælum um notkunaraðstæður og þær olíugerðir sem mælt er með. Ef olíugerð, olíugæði og vinnuskilyrði standast ekki suma staðla, skal minnka olíuskipti í 250 klst. Frekari upplýsingar eru í Special Publication, PEHJ0192, "Optimizing Oil Change Intervals (Sérrit um hentugustu tíðni olíuskipta)" til að ákvarða hvort þörf sé á að minnka tíðni olíuskipta í 250 vinnustundir.

Aðferð við olíuskipti

------ VIÐVÖRUN! ------

Heit olía og heitir vélarhlutar geta valdið meiðslum. Ekki láta heita olíu eða heita vélarhluta komast í snertingu við húð.



TILKYNNING

Gæta verður þess að tryggja að vökvar séu geymdir meðan á framkvæmd eftirlits, viðhalds, prófunar, stillingar og viðgerðar á vörunni stendur. Vertu undir það búin(n) að safna vökvanum í hentug ílát áður en einhver hólf eru opnuð eða einhver íhlutur sem inniheldur vökva er tekinn sundur.

Í Special Publication, PERJ1017, "Dealer Service Tool Catalog" (sérrit fyrir vörulista yfir þjónustuverkfæri frá söluaðila) eru leiðbeiningar um verkfæri og áhöld sem henta til að safna og geyma vökva úr búnaði frá Cat®.

Fargaðu öllum vökvum í samræmi við staðarreglugerðir og tilskipanir.



TILKYNNING

Ekki setja of lítið eða of mikið af olíu á vélina. Hvort um sig getur valdið vélarskemmdum.


Upplýsingar um hvernig er hægt að komast að aflvélinni er að finna í notkunar- og viðhaldshandbók, "Vélarhlíf opnuð".

Leggið vélinni á jafnsléttu og setjið stöðuhemil á. Drepið á aflvélinni.

Athugið Tappið af sveifarhúsinu af á meðan olían er heit. Óhreinindi í olíunni munu skolast út með olíunni. Þegar olían kólnar setjast aðskotahlutirnir á botn sveifarhússins. Aðskotahlutirnir skolast þá ekki út með olíunni og dreifast þess í stað um smurkerfi vélarinnar með nýju olíunni.

Skrúfuð sía



Skýringarmynd 1g03662534
(1) Olíusía
(2) Olíuáfyllingarlok
(3) Olíukvarði
(4) Olíuafrennslisloki

  1. Opnið vélarhlífina alveg.

  2. Fjarlægið vinstri plötu aflvélarinnar.

  3. Afrennslislokinn (4) er vinstra megin á vinnuvélinni, undir smurolíusíunni á olíupönnunni. Einnig er hægt að komast að afrennslislokanum (4) undir dráttarvélinni. Opnið afrennslisloka sveifarhúss (4). Látið olíuna leka í hentugt ílát.

  4. Lokið afrennslisloka sveifarhúss (4).

  5. Hreinsið svæðið í kringum olíusíu aflvélar (1) áður en olíusían er tekin úr. Fjarlægið olíusíuna með síutöng. Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Skoðun á olíusíu".

  6. Hreinsið uppistöðu síuhússins. Gangið úr skugga um að gamla síupakkningin hafi öll verið fjarlægð.


    Skýringarmynd 2g00101318

  7. Berið þunnt lag af smurolíu á pakkningu nýju síunnar.

  8. Herðið nýju eldsneytissíuna í höndunum og snúið þar til að hún snertir síusætið. Athugið staðsetningu merkjanna á síunni miðað við fasta merkið á síusætinu.

    Athugið Snúningsmerki eru á smurolíusíum með 90 gráðu millibili eða millibili sem nemur 1/4 úr hring. Þegar sían er hert skal nota snúningsmerkin sem viðmið.

  9. Herðið síuna í samræmi við leiðbeiningar sem merktar eru á síunni. Farið eftir merkjunum. Þegar notaðar eru síur sem ekki eru frá Cat, skal fylgja leiðbeiningunum sem fylgja slíkum síum.

    Athugið Hugsanlega verður að nota síulykil eða annað viðeigandi verkfæri til að hægt sé að snúa síunni nógu langt til að ljúka við lokaísetningu hennar. Gætið að því að verkfærið skemmi ekki síuna.

  10. Hreinsið svæðið í kringum olíuáfyllingarlokið (2) áður en olíuáfyllingarlokið er tekið af. Hreinsið svæðið í kringum olíukvarðann (3) áður en olíukvarðinn er fjarlægður. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið. Hellið nýrri olíu á sveifarhúsið. Sjá eftirfarandi efnisatriði:

    • Notkunar- og viðhaldshandbók, "Seigja smurefna"

    • Notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak (áfylling)"

  11. Hreinsið áfyllingartappann og setjið á að nýju.

  12. Gangsetjið aflvélina og bíðið þar til olían hefur hitnað. Leitið eftir leka í vélinni.

  13. Athugið olíuhæðina. Ef með þarf skal bæta á. Nánari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Olíuhæð skiptingar - prófun".

  14. Drepið á aflvélinni.

  15. Lokið hliðarplötunni á aflvélinni og vélarhlífinni alveg.

Cartridge Filter

  1. Opnið vélarhlífina til fulls.

  2. Fjarlægið vinstri plötu aflvélarinnar.


    Skýringarmynd 3g06335974

  3. Hreinsið í kringum hús og sæti smurolíusíunnar. Leitið eftir leka á milli síuhússins og síusætisins hjá gengjunum. Olíuleki við þessa tengingu getur verið til marks um skemmdir eða óhreinindi í gengjunum.

  4. Togið afrennslisleiðsluna út úr vélarrýminu og beinið henni í hentugt ílát sem olían getur lekið í.


    Skýringarmynd 4g06335977

  5. Losið um afrennslisloka (6) og loftskrúfu (13 mm) (5) til að tappa olíu af húsinu. Látið olíuna renna í hentugt ílát.

  6. Herðið afrennslisloka (með höndum) og loftskrúfu (þétt) þegar vökvinn er hættur að renna.

  7. Notið 36 mm lykil eða síulykil til að losa og fjarlægja síuhúsið úr sætinu.

    Athugið Sían helst í síuhúsinu og verður þetta fjarlægt í einu lagi.

  8. Fjarlægið gömlu síuna úr síuhúsinu með því að losa afrennslislokann og skrúfa síuna úr húsinu. Lítið magn af olíu verður eftir neðst í húsinu og verður að hella henni í hentugt ílát.

  9. Hreinsið síuhúsið og síusætið að innan. Skoðið yfirborð þéttinga síuhússins og síusætisins til að tryggja að ekkert þéttiefni úr gömlu síunni sé til staðar.

  10. Smyrjið yfirborð þéttinga nýju síunnar með hreinni smurolíu. Setjið nýju síuna í síuhúsið. Nýja sían er skrúfuð ofan á afrennslislokann á neðri hluta hússins. Herðið afrennslislokann (með höndum) til að sían setjist alveg inn í síuhúsið.

    Athugið Fyllið ekki olíusíuhúsið áður en það er sett í. Slíkt getur valdið mengun.



    Skýringarmynd 5g06335974

  11. Setjið síuhúsið og síuna aftur í síusætið. Herðið húsið þangað til það stoppar. Tryggið að ekkert bil sé á milli síuhússins og síusætisins. Festið afrennslisslönguna í vélarrýminu og beinið henni gegnum meðfylgjandi klemmu til að halda henni á sínum stað.


    Skýringarmynd 6g06328453

  12. Hreinsið svæðið í kringum áfyllingartappa olíu (7) áður en áfyllingartappinn er tekinn af. Hreinsið svæðið í kringum olíukvarðann (8) áður en hann er fjarlægður. Fjarlægið olíuáfyllingarlokið. Hellið nýrri olíu á sveifarhúsið. Sjá eftirfarandi efnisatriði:

    • Notkunar- og viðhaldshandbók, "Seigja smurefna"

    • Notkunar- og viðhaldshandbók, "Rúmtak (áfylling)"

  13. Hreinsið áfyllingartappann og setjið á að nýju.

  14. Gangsetjið aflvélina og bíðið þar til olían hefur hitnað. Leitið eftir leka í vélinni.

  15. Athugið olíuhæðina. Ef með þarf skal bæta á. Nánari upplýsingar eru í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Olíuhæð skiptingar - prófun".

  16. Drepið á aflvélinni. Setjið neðri aðgangshlífina aftur á og lokið hleranum.

Caterpillar Information System:

980M and 982M Wheel Loaders Engine Oil Sample - Obtain
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Engine and Machine Warm-Up
980L Wheel Loader Engine Oil Level - Check
D8R and D8T Track-Type Tractors Operator Controls
980L Wheel Loader Engine Compartment - Clean
Rework Procedure of the Lines Routing for the Autolube on the Front Tilt Lever for Certain 966 and 972 Medium Wheel Loaders{5104, 6116, 6119, 6129, 7540} Rework Procedure of the Lines Routing for the Autolube on the Front Tilt Lever for Certain 966 and 972 Medium Wheel Loaders{5104, 6116, 6119, 6129, 7540}
D8R and D8T Track-Type Tractors Leaving the Machine
980L Wheel Loader Cooling System Coolant (ELC) - Change
D8R and D8T Track-Type Tractors Model Specific Coolant Information
D6N Track-Type Tractor Engine Supplement Fan - Remove and Install
Routine Inspection of Certain Wheel Loader Heavy Structures {0374, 0679, 5063, 6107, 6118, 6119, 6513, 7051, 7069} Routine Inspection of Certain Wheel Loader Heavy Structures {0374, 0679, 5063, 6107, 6118, 6119, 6513, 7051, 7069}
D8R and D8T Track-Type Tractors Window Wipers - Inspect/Replace
D6N Track-Type Tractor Engine Supplement Belt Tensioner - Remove and Install
D8R and D8T Track-Type Tractors Backup Alarm
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Capacities (Refill)
D8R and D8T Track-Type Tractors Engine Starting
Machine Security System (MSS3i) Integrated Normal Operation
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Lifting and Tying Down the Machine
D8R and D8T Track-Type Tractors Engine and Machine Warm-Up
D8R and D8T Track-Type Tractors Tracks
D11R Track-Type Tractor C32 Engine Retrofit Supplement Belt - Inspect/Replace
D8R and D8T Track-Type Tractors Stopping the Machine
D8R and D8T Track-Type Tractors Safety Messages
D8R and D8T Track-Type Tractors Additional Messages
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.