3500 Generator Sets Caterpillar


Starting the Engine

Usage:

3516 JCG

------ VIÐVÖRUN! ------

Útblástur frá vélinni inniheldur brunalofttegundir sem geta verið hættulegar heilsu manna. Ræsið og notið vélina ávallt í vel loftræstu rými og, ef í lokuðu rými, leiðið útblásturinn út.


Sjálfvirk gangsetning

------ VIÐVÖRUN! ------

Þegar vélin er í AUTOMATIC (sjálfvirkum) ham, getur vélin farið í gang hvenær sem er. Til að forðast meiðsl á alltaf að halda sig fjarri vélinni þegar hún er í AUTOMATIC (sjálfvirkum) ham.


Til að kveikja á sjálfvirkri gangsetningu verður EMCP 3 að vera stillt á "SJÁLFSTÝRINGU". Ýtið á hnappinn "AUTO" (sjálfvirkt) til að stilla stjórnborðið á sjálfstýringu. Aflvélin ver sjálfkrafa í gang þegar fjarstýrða gangsetningar-/stöðvunartengið lokast.

Handvirk gangsetning


TILKYNNING

Við fyrstu gangsetningu nýrrar eða endurbyggðar vélar, og við gangsetningu vélar sem hefur verið þjónustuð, skal gera ráðstafanir til að bregðast við ef yfirsnúningur á sér stað. Það er hægt að gera með því að loka fyrir loft og/eða eldsneyti til vélarinnar.


Ekki gangsetja aflvélina eða hreyfa við stjórntækjum hennar ef viðvörunarmiði sem segir "DO NOT OPERATE (NOTKUN BÖNNUÐ)" eða svipaðir viðvörunarmiðar eru festir við svissinn eða stjórntækin.

Tryggið að enginn sé í hættu áður en aflvélin er gangsett og þegar hún er gangsett.

  1. Framkvæmið það sem lýst er í þessari notkunar- og viðhaldshandbók, "Áður en aflvél er gangsett" (notkunarkafli).


    TILKYNNING

    Ekki beita startara þegar svinghjólið snýst. Ekki starta vélinni undir álagi.

    Ef vélin fer ekki í gang innan 30 sekúndna, sleppið þá gangsetningarrofanum eða hnappnum og bíðið í tvær mínútur til að leyfa startaranum að kólna áður en reynt er að starta aftur.


  2. Til að gangsetja aflvél með EMCP 3 er ýtt á hnappinn "RUN" (keyra).

Caterpillar Information System:

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.