3208 Marine Engine Caterpillar


Fuel Related Components in Cold Weather

Usage:

3208 01Z

Eldsneytisgeymar

Rakaþétting getur orðið í eldsneytisgeymum sem fylltir eru að hluta. Bætið á eldsneytisgeymana eftir notkun aflvélarinnar.

Á eldsneytisgeymum ættu að vera einhverjar ráðstafanir til að tappa vatni og botnfalli af botni geymanna. Á sumum eldsneytisgeymum eru fæðirör sem valda því að vatn og botnfall sest fyrir neðan endann á eldsneytisfæðirörinu.

Á sumum eldsneytisgeymum eru fæðileiðslur sem sækja eldsneyti beint á botn geymisins. Ef aflvélin er búin þessu kerfi er reglubundið viðhald á síu eldsneytiskerfisins mikilvægt.

Tappið vatni og botnfalli af öllum geymslutönkum eldsneytis með eftirfarandi millibili: vikulega, við olíuskipti og við áfyllingu eldsneytisgeymisins. Þannig má koma í veg fyrir að vatni og/eða botnfalli sé dælt úr eldsneytisgeymslutankinum og inn í eldsneytisgeymi aflvélarinnar.

Eldsneytissíur

Í sumum tilfellum er aðaleldsneytissían staðsett á milli eldsneytisgeymisins og eldsneytisinntaks aflvélarinnar. Þegar skipt hefur verið um síu í eldsneytissíunni skal alltaf forgefa í eldsneytiskerfið til að hleypa lofti af eldsneytiskerfinu. Ítarlegar leiðbeiningar um forgjöf eldsneytiskerfisins er að finna í viðhaldskaflanum í notkunar- og viðhaldshandbókinni.

Þegar unnið er í köldu veðri er mikilvægt að gaumgæfa vel uppgefna míkrómetratölu og staðsetningu aðaleldsneytissíunnar. Aðaleldsneytissían og eldsneytishleðsluleiðslan eru þeir íhlutir sem helst eiga á hættu að skemmast ef eldsneytið kólnar.


TILKYNNING

Tveggja míkrona eldsneytissía er áskilin fyrir alla rafræna sambyggða eldsneytisloka frá Caterpillar til þess að hámarka endingu eldsneytiskerfisins og koma í veg fyrir ótímabært slit vegna slípandi agna í eldsneytinu. Eldsneytissíur frá Caterpillar uppfylla þessi skilyrði. Fáið nánari upplýsingar um rétt númer hluta hjá söluaðila Caterpillar .


Eldsneytishitarar

Eldsneytishitarar geta komið í veg fyrir að eldsneytissíur stíflist í kulda vegna vaxmyndunar. Koma ætti fyrir eldsneytishitara í eldsneytiskerfinu fyrir framan aðaleldsneytissíuna.

Mælt er með eftirfarandi eldsneytishiturum fyrir Caterpillar aflvélar:

Frekari upplýsingar um eldsneytishitara fást hjá umboðsaðila Caterpillar.

Aftengið eldsneytishitarann þegar hlýtt er í veðri.

AthugiĆ° Með þessari aflvél ætti að nota eldsneytishitara sem er stjórnað með vatnhitastilli eða eldsneytishitara með sjálfstýringu. Eldsneytishitarar sem ekki er stjórnað með vatnshitastilli geta hitað eldsneytið yfir 65° C (149° F). Aflvélin getur misst afl ef hitastig eldsneytis fer yfir 37° C (100° F).

AthugiĆ° Eldsneytishitarar sem nýta varmaskipti ættu að hafa hjárásir til þess að koma í veg fyrir ofhitun eldsneytisins þegar hlýtt er í veðri.

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.