C7.1 Marine Propulsion Engine Caterpillar


Before Starting Engine

Usage:

C7.1 GJN
Framkvæmið nauðsynlegt daglegt viðhald og annað reglulegt viðhald áður en aflvélin er gangsett. Skoðið vélarrýmið. Slík skoðun getur komið í veg fyrir stórvægilegar viðgerðir síðar meir.

  • Til að tryggja hámarksendingartíma aflvélarinnar skal skoða hana vandlega áður en hún er gangsett. Leitið eftir eftirfarandi atriðum: olíuleka, kælivökvaleka, lausum boltum og uppsöfnuðum óhreinindum. Fjarlægið rusl og látið framkvæma viðgerðir, ef með þarf.

  • Leitið eftir sprungum og lausum klemmum á slöngum kælikerfisins.

  • Leitið eftir sprungum, sliti eða öðrum skemmdum í riðstraumsrafal og aukadrifreimum.

  • Leitið eftir lausum tengingum og slitnum og trosnuðum vírum í raflögnum.

  • Athugið magn eldsneytis. Tappið vatni af vatnsskiljunni (ef hún er til staðar). Opnið eldsneytisloka.


TILKYNNING

Allir lokar í bakflæðisleiðslu verða að vera opnir áður en aflvél er sett í gang og á meðan hún er í gangi, til að koma í veg fyrir mikinn eldsneytisþrýsting. Mikill eldsneytisþrýstingur getur valdið skemmdum á eldsneytiskerfi.


Ef aflvélin hefur ekki verið gangsett í nokkrar vikur kann eldsneyti að hafa lekið af eldsneytiskerfinu. Loft kann að hafa komist í síuhúsið. Einnig kann loft að sitja eftir í húsinu þegar skipt er um eldsneytissíur. Við slíkar aðstæður skal forgefa í eldsneytiskerfið. Frekari upplýsingar um forgjöf í eldsneytiskerfið eru í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Eldsneytiskerfi - gangsetning".

------ VIÐVÖRUN! ------

Útblástur frá vélinni inniheldur brunalofttegundir sem geta verið hættulegar heilsu manna. Ræsið og notið vélina ávallt í vel loftræstu rými og, ef í lokuðu rými, leiðið útblásturinn út.


Athugið Notið ekki aflvélina ef meðvindur getur blásið vélarútblæstri inn í skipið.

  • Ekki gangsetja aflvélina eða hreyfa við stjórntækjum hennar ef viðvörunarmiði sem segir "DO NOT OPERATE (NOTKUN BÖNNUÐ)" eða svipaðir viðvörunarmiðar eru festir við svissinn eða stjórntækin.

  • Tryggið að öll svæði í kringum hluta sem snúast séu auð.

  • Allar hlífar þurfa að vera á sínum stað. Leitið eftir skemmdum hlífum eða hlífum sem vantar. Gerið við skemmdar hlífar. Skiptið um skemmdar hlífar og/eða hlífar sem vantar.

  • Aftengið þau hleðslutæki rafgeyma sem ekki eru varin gegn mikilli straumnotkun sem myndast þegar rafstartari (ef hann er til staðar) er tengdur. Kannið rafmagnssnúrur og leitið eftir lélegum tengingum og tæringu á rafgeymi.

  • Endurstillið alla stöðvunaríhluti eða viðvörunaríhluti.

  • Athugið smurolíuhæð vélar. Haldið olíuhæð á milli "ADD (BÆTA VIÐ)" kvarðans og "FULL (FULLUR)" kvarðans á olíumælinum.

  • Athugið hæð kælivökva. Kannið hæð kælivökva í aftöppunarflösku kælivökva (ef hún er til staðar). Gætið þess að hæð kælivökva sé við kvarðann "FULL" (fullur) í aftöppunarflösku kælivökva.

  • Ef aflvélin er ekki búin aftöppunarflösku kælivökva skal halda hæð kælivökva innan 30 mm (1.2 inch) frá neðri enda áfyllingarrörsins. Ef aflvélin er búin hæðarglasi skal halda hæð kælivökva við eðlilega hæð í hæðarglasinu.

  • Aðgætið gátljós loftsíunnar (ef til staðar). Framkvæmið viðhald á loftsíunni þegar guli vísirinn fer inn á rauða svæðið eða þegar rauða bullan læsist þar sem hún sést.

  • Opnið lokann sem tekur sjóinn inn á varmaskipti vatnskápu aflvélarinnar (ef hann er til staðar).

  • Setjið gírkassa í skip í HLUTLAUSAN GÍR.

Caterpillar Information System:

C7.1 Marine Propulsion Engine Gauges and Indicators
C7.1 Marine Propulsion Engine Engine Monitoring System (EMS)
C7.1 Marine Propulsion Engine Cold Start Strategy
A New 2D Filter is Now Available for C175 Machine Engines {1252} A New 2D Filter is Now Available for C175 Machine Engines {1252}
A New 2D Filter is Now Available for C175 Engines {1252} A New 2D Filter is Now Available for C175 Engines {1252}
320D3 and 323D3 Excavators Machine System Specifications Track Roller (Single Flange)
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Product Lifting
C175 Tier 4 Final Engines for Off-Highway Trucks Engine Cranks but Does Not Start
C9.3B Engines for Caterpillar Built Machines Exhaust Manifold - Remove and Install
C175 Tier 4 Final Engines for Off-Highway Trucks Cat ET Service Error Identifiers
C175 Tier 4 Final Engines for Off-Highway Trucks Exhaust Temperature Is Low
3512B Generator Set Engines with Dynamic Gas Blending Fuel System Operation
G3516 TA Engine Ignition Primary - Test
C1.7 and C2.2 Industrial Engines Fan Clearance - Check
793F and 797F Off-Highway Trucks Power Train Electronic Control System Electronic Control Module (ECM) - Replace
C7.1 Marine Propulsion Engine Cold Weather Starting
C7.1 Marine Propulsion Engine Starting the Engine
C7.1 Marine Propulsion Engine After Starting Engine
C9.3B Engines for Caterpillar Built Machines Fuel Lines - Remove and Install
G3516 TA Engine Data Link Configuration Status - Test
G3516 TA Engine Exhaust Temperature - Test
C7.1 Marine Propulsion Engine Emergency Stopping
C7.1 Marine Propulsion Engine Manual Stop Procedure
C7.1 Marine Propulsion Engine After Stopping Engine
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.