950 GC Wheel Loader Caterpillar


Safety Messages

Usage:

950 GC M5K
Margar sértækar öryggismerkingar eru á þessari vinnuvél. Nákvæma staðsetningu hættunnar og lýsingu á hættunni er að finna í þessum kafla. Kynnið ykkur öll öryggismerki.

Gætið þess að öll öryggismerki séu læsileg. Hreinsið öryggismerkin eða skiptið um öryggismerki, ef ekki er hægt að lesa orðin. Skiptið um teiknuð merki ef þau eru óskýr. Þegar öryggismerki eru hreinsuð á að nota tusku, vatn og sápu. Notið hvorki leysiefni, bensín eða önnur sterk efni til að hreinsa öryggismerkin. Leysiefni, bensín eða sterk efnasambönd gætu losað límið sem festir merkin. Laust lím veldur því að öryggismerkingin dettur af.

Setjið ný öryggismerki í stað þeirra sem eru skemmd eða vantar. Ef öryggismerki er á hlut sem verið er að skipta út, á að setja öryggismerki á nýja hlutinn. Ný öryggismerki fást hjá söluaðila Cat.



Skýringarmynd 1g06089026

Notkun bönnuð (1)

Þetta viðvörunarmerki er á vinstri stoðinni í stýrishúsi vinnuvélarinnar.



Skýringarmynd 2g01379128

------ VIÐVÖRUN! ------

Notið ekki þessa vél fyrr en lokið hefur verið við að lesa og skilja leiðbeiningar og viðvaranir í notkunar- og viðhaldshandbókinni. Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og viðvörunum gæti það valdið meiðslum eða dauða. Hafið samband við umboðsaðila caterpillar ef endurnýja þarf handbækur. Rétt notkun er á þína ábyrgð.


Eter (2)

Þessi viðvörunarmerking er ofan á vélarhlífinni fyrir aftan stýrishúsið.



Skýringarmynd 3g01372254

------ VIÐVÖRUN! ------

Sprengihætta! Stjórnlaus úðun á eter inn í loftinntakið getur valdið sprengingu eða eldi sem getur valdið persónulegum meiðslum eða dauða. Lesið og fylgið aðferðum við gangsetningu í Notkunar- og viðhaldshandbók.


Kerfi undir þrýstingi (3)

Þessi viðvörunarmerking er hjá þrýstiloki kælikerfisins og þrýstiloki glussageymisins.



Skýringarmynd 4g01371640

------ VIÐVÖRUN! ------

Kerfi undir þrýstingi: Heitur kælivökvi getur valdið alvarlegum bruna. Til að opna lokið skal stöðva vélina og bíða þar til vatnskassinn kólnar. Losið síðan lokið varlega til að losa um þrýsting.


Vifta (4)

Þessi viðvörunarmerking er á hlera hjá vatnskassa báðum megin á vinnuvélinni.



Skýringarmynd 5g01460652


Skýringarmynd 6g06089034
Merking fyrir viftu með breytilegum snúningi

------ VIÐVÖRUN! ------

Haldið höndum fjarri viftu þegar vélin er í gangi. Getur valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.


Fjúkandi efni (5) (ef vifta með öfugum snúningi er til staðar)

Þessi merking er aftan á vélarhlífinni báðum megin á vinnuvélinni.



Skýringarmynd 7g01404266

------ VIÐVÖRUN! ------

Hætta á fljúgandi rusli! Við notkun á öfugum snúningi viftu, getur rusl flogið frá vatnskassanum og valdið meiðslum starfsmanna eða dauða. Standið utan við losunarsvæði viftunnar þangað til að vélin er stöðvuð.


Rafgeymir (6)

Þessi viðvörunarmerking er á hlífinni yfir rafgeyminum vinstra megin á vinnuvélinni.



Skýringarmynd 8g01370909

------ VIÐVÖRUN! ------

Sprengihætta! Rangar tengingar startkapla geta orsakað sprengingu sem valdið getur meiðslum. Raðtengdir rafgeymar geta verið hvor í sínu hólfi. Sjá Notkunar og viðhaldshandbók varðandi rétta notkun startkapla.


Hætta á að kremjast (7)

Þessi viðvörunarmerking er á hlið grindar ámoksturstækisins við læsingu liðskiptingarinnar.



Skýringarmynd 9g01371647

------ VIÐVÖRUN! ------

Hætta á að kremjast. Ekkert rúm fyrir fólk á þessu svæði þegar ökutækið beygir. Viðkomandi getur meiðst alvarlega eða kramist til bana. Setjið stýrisrammalæsingu á milli fremri og aftari grindar áður en vél er lyft, flutt til eða þjónustuð á liðstýrisvæði.

Aftengið lás og gangið frá áður en notkun hefst á ný.


Ekkert fríbil (8)

Þetta viðvörunarmerki er á hlið grindar ámoksturstækisins við liðkrókinn báðum megin á vinnuvélinni.



Skýringarmynd 10g01371644

------ VIÐVÖRUN! ------

Haldið öruggri fjarlægð. Ekkert rúm fyrir fólk á þessu svæði þegar ökutækið beygir. Viðkomandi getur meiðst alvarlega eða kramist til bana.


Háþrýstihylki (9) (ef þau eru til staðar)

Þessi viðvörunarmerking er vinstra megin á hlið grindar ámoksturstækisins að framan. Vinnuvélin kann að vera búin þrýstigeymi fyrir akstursstýringu og/eða þrýstigeymi fyrir hraðtengi.



Skýringarmynd 11g01372252

------ VIÐVÖRUN! ------

Kerfi undir þrýstingi!

Þrýstigeymar innihalda gas og olíu undir miklum þrýstingi. EKKI má aftengja lagnir eða taka sundur neina íhluti í þrýstigeymi. Fjarlægja verður alla forhleðslu gass úr þrýstigeyminum samkvæmt þjónustuhandbók áður en unnið er að viðhaldi eða viðgerðum á þrýstigeyminum eða íhlutum hans eða þeim er fargað.

Sé leiðbeiningum eða viðvörunum ekki fylgt getur það leitt til slysa eða dauða.

Notið eingöngu niturgas við endurhleðslu þrýstigeyma. Leitið til söluaðila Cat til að nálgast sérstakan búnað og ítarlegar upplýsingar um viðhald, viðgerðir og hleðslu á þrýstigeymum.


Product Link (10)

Þetta viðvörunarmerki er á fremri stoðinni vinstra megin í stýrishúsinu.



Skýringarmynd 12g01370917

------ VIÐVÖRUN! ------

Þessi vél er búin Caterpillar Product Link fjarskiptabúnaði. Þegar rafmagnshvellhettur eru notaðar skal fjarskiptabúnaður í gegnum gervihnött gerður óvirkur innan 12 m (40 feta) frá sprengisvæði, innan 3 m (10 feta) frá sprengisvæði fyrir hólfskipt fjarskiptakerfi, eða innan þeirrar fjarlægðar sem fyriræli eru gefin um í gildandi reglugerðum. Ef þetta er ekki virt getur það valdið truflun við sprengiaðgerðir og leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.

Í tilfellum þar sem ekki er hægt að bera kennsl á tegund Product Link eigindar, ráðleggur Caterpillar að búnaðurinn sé gerður óvirkur a.m.k. 12 m (40 fetum) frá mörkum sprengisvæðisins.


Sjá Notkunar- og viðhaldshandbók, "Product Link" til að fá frekari upplýsingar.

ROPS/FOPS grind (11)

Þessi viðvörunarmerking er á fremri stoð veltigrindarinnar vinstra megin í stýrishúsinu.



Skýringarmynd 13g01211895

------ VIÐVÖRUN! ------

Skemmdir á smíð, kollvörpun, breytingar, lagfæringar eða rangar viðgerðir geta skert varnir vélarinnar og þar með ógilt þetta vottorð. Ekki sjóða á eða bora holur í smíðina. Slíkt mun ógilda vottorðið. Hafið samband við söluaðila Cat til að fá upplýsingar um takmarkanir sem gilda um smíðina fyrir ógildingu ábyrgðar.


Þessi vél er vottuð samkvæmt þeim stöðlum sem fram koma á vottunarplötunni. Heildarþungi vélar, með ökumanni og tengitækjum án hleðslu, má ekki að fara yfir þungann sem er tilgreindur á vottunarplötunni.

Sætisbelti (12)

Þessi viðvörunarmerking er á fremri stoð veltigrindarinnar hægra megin í stýrishúsinu.



Skýringarmynd 14g01371636

------ VIÐVÖRUN! ------

Ávallt skal nota öryggisbelti þegar vélin er við vinnu til að koma í veg fyrir meiðsl eða dauða ef slys verður eða vélin skyldi velta skyndilega. Vanhöld á því að nota öryggisbelti þegar vélin er í notkun getur valdið meiðslum eða dauða.


Heitt yfirborð (13)

Þessi viðvörunarmerking er á neðri hluta framhliðar endaloksins fyrir loftsíuhúsið vinstra megin á vinnuvélinni.



Skýringarmynd 15g01384734

------ VIÐVÖRUN! ------

Brunahætta: Vélarhlutar geta verið heitir við og eftir notkun vinnuvélarinnar.

Heitir hlutar geta valdið alvarlegum meiðslum. Varist að láta óvarða húð snerta heita hluta.


Hætta á að kremjast (14) (ef þörf krefur)

Þar sem staðbundnar kröfur krefjast þess er þessi merking báðum megin á tengibúnaði hjólaskóflunnar.



Skýringarmynd 16g03888562

------ VIÐVÖRUN! ------

Hætta á að kremjast! Haldið öruggri fjarlægð. Ekki má standa á þessu svæði þegar lyftuarminum er lyft eða hann látinn síga. Sé þessum leiðbeiningum ekki fylgt getur það leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða.


Caterpillar Information System:

950 GC Wheel Loader Machine Systems Window Washer
950 GC Wheel Loader Machine Systems Window Wiper and Wiper Motor
D6N LGP OEM Track-Type Tractor Power Train System Torque Converter Mounting
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Gear Group (Rear)
950 GC Wheel Loader Machine Systems Front Wiring
C13, C15, and C18 Tier 4 Final Engines Electronic Unit Injector Rocker Arm
992K Wheel Loader Systems Position Sensor (Lift Linkage, Tilt Linkage)
C15 and C18 Engines for Caterpillar Built Machines Valve Rocker Arm
24 Motor Grader Engine Crankcase Breather - Clean
D10T2 Track-Type Tractor Engine Air Precleaner - Clean
D8T Track-Type Tractor General Information (Steering System)
D8T Track-Type Tractor Systems Location of Components (Steering System)
950 GC Wheel Loader Additional Messages
950 GC Wheel Loader Machine Systems Air Conditioner
627K Wheel Tractor-Scraper Safety Messages
2013/11/21 Hitch Bearing Grease Hose Routing Improvement Is Now Used on Certain Compact Wheel Loaders {7510, 7540}
950 GC Wheel Loader Machine Systems Air Conditioner Lines
980H Wheel Loader Machine Systems Gear Pump (Pilot, Brake) - Remove and Install
966M and 972M Wheel Loaders Power Train, Steering, Braking, Hydraulic, and Machine Systems Location of Components (Power Train System)
374F and 390F Excavators and 390F MHPU Mobile Hydraulic Power Unit Solenoid Valve - Test
910K and 914K Compact Wheel Loaders Parking Brake
836K Landfill Compactor, 834K Wheel Dozer and 988K Wheel Loader Power Train Transmission Oil Cooler - Remove and Install
D6N LGP OEM Track-Type Tractor Hydraulic System Location of Hydraulic Components
980H Wheel Loader Power Train Fender (Front) - Remove and Install
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.