3500 Generator Sets Caterpillar


Generator - Dry

Usage:

SR4B 1HN


TILKYNNING

Ekki nota rafalinn ef vöfin er blaut. Ef rafallinn er látinn ganga þegar vöfin eru blaut kunna skemmdir að hljótast af bilun í einangrun.


------ VIÐVÖRUN! ------

Röng bilanaleit og viðgerðir geta valdið meiðslum eða dauða.

Eingöngu vottað starfsfólk sem er kunnugt þessum búnaði skal sinna eftirfarandi bilanaleit og viðgerðum.


Upplýsingar um aðgerðir til að einangra rafalinn á öruggan hátt er að finna í Safety Section, "Generator Isolating for Maintenance - Öryggiskafli um einangrun rafals meðan á viðgerð stendur".

Þegar raki er til staðar eða hann er talinn vera til staðar í rafal þarf að þurrka rafalinn áður en straumi er hleypt á hann.

Ef þurrkun skilar ekki viðunandi gildi fyrr einangrunarviðnám þarf að endurstilla vafið.

Þurrkunaraðferðir

Eftirfarandi aðferðir er hægt að nota til að þurrka rafal:

  • Sjálfvirk hringrás lofts

  • Í ofni

  • Stýrður straumur

  • Hleypið rafmagni á aukahitarana.


TILKYNNING

Komið í veg fyrir að hiti í vafi fari upp fyrir 85 °C (185,0 °F). Hærri hiti en 85 °C (185,0 °F) skemmir einangrun vafsins.


Sjálfvirk hringrás lofts

Látið aflvélina ganga og takið strauminn af rafalnum. Þannig er stuðlað að hringrás lofts. Kveikið á hiturum rafalsins.

Í ofni

Setjið rafalinn inn í blástursþurrkunarofn í fjórar klukkustundir við 65 °C (149 °F).


TILKYNNING

Notið þrýstiloftsofn frekar en geislaofn.

Geislaofnar geta valdið staðbundinni ofhitnun.


Stýrður straumur



Skýringarmynd 1g00614674
Rafrás ytri aflgjafa
(1) Rafgeymir (12 volta jafnstraumur)
(2) Stilliviðnám (15 ohm 25 wött)
(3) Segulmagnarasvið (sátur "L1")

Tafla 1
NAUÐSYNLEG VERKFÆRI 
Fjöldi  Partanúmer  Lýsing 
225-8266  Áfestur straummælir (1200 amper) 
  Rafrás ytri aflgjafa 

Hægt er að nota hita til að þurrka vöf rafalsins. Hægt er að mynda þennan hita með því að hleypa straumi í gegnum rafalinn. Ekki myndast mikil spenna í eftirfarandi ferli. Af þeim sökum ætti einangrun ekki að skemmast.

  1. Komið upp ytri aflgjafa. Sjá skýringarmynd 1.

  2. Aftengið F1+ frá spennustillinum. Aftengið F2- frá spennustillinum. Aftengið hleðslu rafalsins. Tengið úttaksleiðslur rafalsins, T0, T1, T2 og T3 saman. Festið áfesta straummælinn á úttaksleiðslu T1.

    Athugið Þegar straumur mælist í leiðslu í mörgum leiðslueiningum skal mæla straum í hverjum leiðara fyrir sig fyrir hvern fasa. Hægt er að leggja straumana saman.

  3. Sjá skýringarmynd 1. Stillið stilliviðnámið á hámarksviðnámsgildi. Tengið ytri aflgjafann við víra F1+ og F2-.

  4. Gangsetjið rafstöðina. Látið rafstöðina ganga á lausagangshraða.


    TILKYNNING

    Ekki skal farið yfir uppgefinn fasastraum sem tilgreindur er á merkiplötu rafals. Ef farið er yfir uppgefinn fasastraum mun það leiða til skemmda á rafalsvafinu.


  5. Fylgist með fasastrauminum. Til að viðhalda notkun rafrásanna til að tryggja öryggi skal nota stjórnborðið fyrir "EMCP 3" til að auka snúningshraða aflvélarinnar hægt og rólega. Aukið snúningshraða aflvélarinnar þar til eitt eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:

    • Uppgefnum fasastraumi er náð.

    • Hámarkssnúningshraða rafstöðvarinnar er náð.

  6. Ef þörf er á meiri fasastraumi skal snúa stilliviðnáminu hægt og rólega. Snúið stilliviðnáminu þar til uppgefnum fasastraumi er náð.

  7. Stöðvið þurrkunina á klukkustundar fresti. Athugið viðnám einangrunarinnar. Endurtakið skrefin hér að ofan þar til ásættanlegu einangrunarviðnámi er náð.

Leiðbeiningar fyrir hitara

  1. Hleypið straumi á hitarana þegar ekki verið að nota rafalinn.

  2. Viðhaldið hitastigi í vöfum minnst 5 °C (9 °F) yfir umhverfishita. Til að viðhalda viðeigandi hitastigi við tiltekin skilyrði þarf mögulega að nota aukahitagjafa eða yfirbreiðslur.

  3. Athugið einangrunarviðnámið þar til viðeigandi viðnámi er náð.

Athugið Frekari upplýsingar um þurrkun er að finna í Special Instruction, SEHS9124, "Cleaning and Drying of Electric Set Generators" (sérstakar leiðbeiningar fyrir þrif og þurrkun á rafstöðvum).

Caterpillar Information System:

3500B Engines for Caterpillar Built Machines General Information (Electronic Control System)
3126B Engine for Caterpillar Built Machines Alternator - Noisy Operation
Challenger 65E, Challenger 75E, Challenger 85E and Challenger 95E Agricultural Tractors Implement, Steering and Brake Hydraulic Systems Implement Hydraulic Pump
SR500 Generators Generator Set Vibration - Inspect
G3304 and G3306 Engines Ammeter
Electronic Modular Control Panel II+ (EMCP II+) for EUI Engines CID 168 FMI 3 Electrical System Voltage Above Normal - Test
C27 PET GEN SET Electric Power Generation and C27 KNOCKDOWN K Petroleum Power Train Package Electrical Connections - Check
G3304 and G3306 Engines Pressure Gauge - Engine Oil
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Rotating Rectifier - Check
G3304 and G3306 Engines Water Temperature Indicator
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Power Factor - Check
G3304 and G3306 Engines Governor Linkage - Woodward PSG Governor For Naturally Aspirated Engine
C27 PET GEN SET Electric Power Generation and C27 KNOCKDOWN K Petroleum Power Train Package Generator Load - Check
3612 and 3616 Engines Auxiliary Water Pump - Assemble
3618 Engine Cylinder Head - Remove
C27 PET GEN SET Electric Power Generation and C27 KNOCKDOWN K Petroleum Power Train Package Generator Set - Test
SR500 Generators Space Heater - Check
C15 and C18 Petroleum Generator Sets Stator Lead - Check
SR500 Generators Stator Winding Temperature - Measure/Record
SR500 Generators Walk-Around Inspection
3408E and 3412E Engines for Caterpillar Built Machines Replacing the ECM
3524B Engines for 797 and 797B Off-Highway Trucks Fuel Ratio Control
Customer Communication Module (CCM) for Diesel Engines Parameter Identifiers for 3500B Engines
3508B Engine for 854G Wheel Dozers and 992G Wheel Loaders Engine Speed/Timing Sensor - Calibrate
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.