C12 Marine Engines Caterpillar


Maintenance Recommendations

Usage:

C-12 9HP

Upplýsingar um viðhald

Vinnsluskilyrði aflvélar hafa áhrif á viðhaldstímabil og þann tíma sem líður á milli endurbygginga aflvélarinnar. Eftirfarandi skilyrði hafa áhrif á viðhaldstímabil og áætlaðan tíma á milli endurbygginga aflvélarinnar.

Álagsnotkun

Álagsnotkun telst vera sú notkun aflvélarinnar þar sem farið er fram úr útgefnum og gildandi stöðlum hvað varðar notkun hennar. Caterpillar viðheldur stöðlum fyrir eftirfarandi færibreytur aflvélarinnar:

  • Hestöfl

  • Snúningshraðasvið

  • Eldsneytisnotkun

  • Gæði eldsneytis

  • Hæð yfir sjávarmáli

  • Viðhaldstímabil

  • Val á smurolíu

  • Val á kælivökva

  • Gæði umhverfisaðstæðna

  • Uppsetning

Miðið við staðla aflvélarinnar eða leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar til að ákvarða hvort notkun aflvélarinnar er innan skilgreindra færibreyta.

Álagsnotkun getur flýtt fyrir sliti á íhlutum. Aflvélar sem notaðar eru við erfiðar aðstæður kunna að þurfa tíðara viðhald af eftirtöldum ástæðum:

  • Vegna hámarks áreiðanleika

  • Til að ná fullri endingu

Vegna þess að hver notkun er sértæk er ekki hægt að greina frá öllum þáttum sem leitt geta til álagsnotkunar. Leitið ráða hjá söluaðila Caterpillar hvað varðar nauðsynlegt viðhald fyrir þá aflvél sem um ræðir.

Neðangreindir þættir geta leitt til álagsnotkunar: umhverfisaðstæður, rangar notkunaraðferðir og rangar viðhaldsaðferðir.

Umhverfisþættir

Mjög hátt eða mjög lágt umhverfishitastig

Langvarandi notkun þar sem hitastig er mjög lágt eða mjög hátt getur valdið skemmdum á íhlutum. Ventilíhlutir geta skemmst af uppsöfnun sóts ef aflvél er ítrekað gangsett og hún stöðvuð í mjög miklum kulda. Mjög heitt inntaksloft dregur úr afkastagetu aflvélarinnar.

Athugið Sjá þessa notkunar- og viðhaldshandbók, "Notkun í köldu veðri" (í notkunarkaflanum) eða Supplement, SEBU5898, "Cold Weather Recommendations" (viðauki um tilmæli um notkun í köldu veðri).

Hreinlæti

Langvarandi notkun í skítugu og rykugu umhverfi getur valdið skemmdum á íhlutum ef búnaðurinn er ekki hreinsaður reglulega. Uppsöfnuð leðja, drulla og ryk geta umlukið íhluti. Þetta getur gert viðhald flókið. Uppsöfnuð efni geta innihaldið ætandi íðefni. Ætandi íðefni og salt getur valdið skemmdum á sumum íhlutum.

Rangar notkunaraðferðir

  • Notkun til lengri tíma í hægum lausagangi

  • Kælingartími eftir notkun með háum hleðslustuðli hafður í lágmarki

  • Notkun aflvélarinnar fer fram úr viðmiðum fyrir afköst hennar

  • Notkun aflvélarinnar við meira álag en gefið er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar á meiri hraða en gefinn er upp fyrir hana

  • Notkun aflvélarinnar í aðstæðum sem ekki eru samþykktar

Rangar viðhaldsaðferðir

  • Of langur tími látinn líða á milli viðhalds

  • Notkun á eldsneyti, smurefni og kælivökva/frostlegi sem ekki er mælt með

Upplýsingar um endurbyggingu

Færri vinnustundir við fullt álag skila sér í minni aflþörf að meðaltali. Minni aflþörf að meðaltali ætti að lengja bæði endingu aflvélarinnar og tímann á milli þess sem endurbygging fer fram.

Aukin eldsneytisnotkun og minnkað afl gefur yfirleitt til kynna þörf fyrir endurbyggingu.

Eftirfarandi þættir skipta máli þegar tekin er ákvörðun um réttan tíma fyrir endurbyggingu aflvélar:

  • Þörf fyrir fyrirbyggjandi viðhald

  • Gæði eldsneytis sem notað er

  • Vinnuskilyrði

  • Niðurstöður S·O·S greiningar

Athugið Frekari upplýsingar um viðmikla endurbyggingu er að finna í notkunar- og viðhaldshandbókinni, "Viðamikil endurbygging".

Olíunotkun sem vísbending um þörf fyrir endurbyggingu

Upplýsingar um olíunotkun, eldsneytisnotkun og viðhald má nota til að áætla rekstrarkostnað í heild fyrir Caterpillar-aflvélina. Einnig má nota upplýsingar um olíunotkun til að áætla nauðsynlegt rúmtak viðbótarolíugeymis sem hentar fyrir viðhaldsmillibilið.

Olíunotkun er í hlutfalli við prósentutölu uppgefins álags á aflvélina. Þegar prósentutala álags á aflvélina er hækkuð eykst einnig magn þeirrar olíu sem notuð er á klukkustund.

Olíunotkun (sem hlutfall af afli (BSOC)) er mæld í grömmum á kílóvattstund (lb/bhp). Olíunotkun sem hlutfall af afli (BSOC) fer eftir álagi á aflvél. Hafið samband við söluaðila Caterpillar til að fá aðstoð við að ákvarða dæmigerða olíunotkun fyrir aflvélina.

Þegar olíunotkun aflvélar hefur aukist í þrefalda upphaflega olíunotkun sökum eðlilegs slits ætti að áætla endurbyggingu á aflvélinni. Hugsanlega verður samsvarandi aukning á þrýstileka og lítilleg aukning eldsneytisnotkunar.

Valkostir fyrir endurbyggingu

Endurbygging fyrir bilun

Til að halda þeim tíma sem aflvélin stöðvast í lágmarki mælir Caterpillar Inc. með áætlaðri endurbyggingu á aflvél hjá söluaðila Caterpillar áður en aflvélin bilar. Þetta skilar sér í besta hlutfallinu milli kostnaðar og virðis.

Athugið Endurbygging fer fram með mismunandi hætti eftir notkun aflvélarinnar og eftir því hvaða söluaðili framkvæmir endurbygginguna. Hafðu samband við söluaðila Caterpillar til að fá sértækar upplýsingar um þá möguleika á endurbyggingu sem í boði eru og um endurbyggingarþjónustu til að auka endingu aflvélarinnar.

Áætluð endurbygging fyrir bilun gæti verið ákjósanlegur kostur af eftirtöldum ástæðum:

  • Hægt er að koma í veg fyrir kostnað sem hlýst af ófyrirséðri stöðvun aflvélarinnar.

  • Hægt er að endurnýta marga upprunalega hluti samkvæmt stöðlum fyrir endurnýtanlega hluti.

  • Hægt er að auka endingu aflvélarinnar án þess að hætta sé á stórum óhöppum vegna vélarbilunar.

  • Hægt er að ná besta hlutfallinu milli kostnaðar og virðis á hverja klukkustund aukinnar endingar.

Endurbygging eftir bilun

Ef meiriháttar vélarbilun verður og taka verður aflvélina úr skrokknum eru margir kostir tiltækir. Framkvæma ætti endurbyggingu ef gera þarf við strokkstykkið eða sveifarásinn.

Ef hægt er að gera við strokkstykkið og/eða hægt er að gera við sveifarásinn ætti kostnaðurinn við endurbyggingu að vera á milli 40 og 50 prósent af kostnaði við nýja aflvél með svipuðum útskiptanlegum kjarna.

Þrjú atriði skila þessum lækkaða kostnaði:

  • Sérstaklega hannaðir eiginleikar Caterpillar-aflvéla

  • Varahlutir frá söluaðila Caterpillar

  • Endurnýttir varahlutir frá Caterpillar Inc.

Caterpillar Information System:

C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Diesel Particulate Filter - Remove and Install
C13 Industrial Engines Fuel Filter Base - Secondary Fuel Filter
C18 Marine Engines Oil Cooler Core - Check/Clean/Test - If Equipped
C13 Industrial Engines Fuel Filter Base - Secondary Fuel Filter
C9.3 Tier 4 Final Engines Lubrication System
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Diesel Particulate Filter - Remove and Install - Diesel Oxidation Catalyst, Clean Emissions Module
C13, C15, and C18 Tier 4 Interim Engines ARD Does Not Activate
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Muffler - Remove and Install
C9.3 Engines for Caterpillar Built Machines Air Cleaner Housing - Remove and Install
797F and 797F XQ Off-Highway Truck Power Train Gear Pump (Transmission Charging and Scavenge)
C7.1 Industrial Engine Crankshaft Vibration Damper - Inspect
C7.1 Industrial Engine and Generator Set Oil Contains Fuel
793F Off-Highway Truck Engine Supplement Air Starting Motor - Remove and Install
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission Event Code List
CX35-P800 Petroleum Transmission and Petroleum Power Train Packages Pump Drive - Assemble - Integral
CX35-P800 Petroleum Transmission and Petroleum Power Train Packages Pump Drive - Disassemble - Integral
G3304B and G3306B Engines Aftercooler
793F and 797F Off-Highway Trucks Braking System Automatic Retarder - Calibrate
793F and 793F CMD Off-Highway Truck Braking System Pressure Sensor (Brake Pump)
793F and 797F Off-Highway Trucks Braking System Glossary of Electrical Terms
793F and 793F CMD Off-Highway Truck Hydraulic System Hoist Control
C4.4 Industrial Engine Engine Starting
793F and 793F CMD Off-Highway Truck Air System General Information
Camshaft Lobe Hits Fuel Transfer Pump.{1210, 1256} Camshaft Lobe Hits Fuel Transfer Pump.{1210, 1256}
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.