3500 Generator Sets Caterpillar


Generator Operation

Usage:

3516B 9F2

Álag á rafal

Þegar rafal er komið fyrir eða þegar rafall er tengdur aftur skal tryggja að heildarrafstraumur á hverjum fasa fyrir sig sé ekki meiri en tilgreint er á merkiplötu. Sama álag skal vera á hverjum fasa fyrir sig. Á þann hátt vinnur aflvélin við uppgefna afkastagetu. Ef straumur á einhverjum fasa er öflugri en sá straumstyrkur sem gefinn er upp á merkiplötunni getur misvægi í rafspennu valdið yfirálagi og ofhitnun.

Leyfilegar samsetningar álagsmisvægis eru sýndar á teikningu 1. Þegar unnið er með umtalsvert eins fasa álag má nota samsetningar eins fasa og þriggja fasa álags. Slíkar samsetningar ættu að vera undir línunni á grafinu.



Skýringarmynd 1g00627416
Leyfilegar samsetningar álagsmisvægis

Straumálag

Straumálag er það kallað þegar rafmagnsálagi er veitt tafarlaust á rafstöð. Þetta álag getur verið allt frá lágu prósentuhlutfalli af uppgefnu álagi upp í uppgefið álag.

Straumálagsgeta rafstöðvar fer eftir eftirfarandi þáttum.

  • Svipulli svörun aflvélar

  • Svörun spennustillis

  • Tegund spennustillis

  • Vinnuhæð rafstöðvarinnar

  • Gerð álags (aflstuðull fyrir álagið)

  • Prósentuhlutfall álags áður en straumálagi er veitt

Ef draga þarf úr straumálagi, sjá ISO 3046 staðla eða SAE J1349 staðla. Upplýsingar eru einnig á Engine Data Sheet, LEKX4066, "Loading Transient Response - Upplýsingablaði um svipult viðbragð við álagi" og Engine Data Sheet, LEKX4067, "Block and Transient Response - Upplýsingablaði um straumálag og svipult viðbragð við álagi".

Athugið ISO er skammstöfun á International Standards Organization (Alþjóðlega staðlaráðið).

Aflstuðull

Aflstuðullinn stendur fyrir skilvirkni álagsins. Aflstuðull er hlutfall sýndarafls af heildarafli. Aflstuðullinn er gefinn upp sem tugabrot. Aflstuðullinn vísar í þann hluta straums sem er nýttur. Sá hluti straumsins sem ekki er nýttur er notaður til að viðhalda segulsviðinu í mótorum eða öðrum tækjum.

Rafmótorar og spennubreytar ákvarða aflstuðul kerfisins við flesta notkun. Spanhreyflar eru yfirleitt með aflstuðul upp á 0,8 eða minna. Glóðarperulýsing hefur viðnámsálag upp á um 1,0 aflstuðul, eða raunálag.

Hægt er að ákvarða aflstuðul kerfis með aflstuðulsmæli eða útreikningum. Ákvarðið aflþarfir í kílóvöttum með því að margfalda aflstuðulinn með kVA frá kerfinu. Eftir því sem aflstuðullinn eykst minnkar heildarstraumurinn til að uppfylla stöðuga orkuþörf. Til dæmis notar 100 kW álag með 0,8 í aflstuðul meiri straum en 100 kW álag með 0,9 í aflstuðul. Hár aflstuðull veldur fullu álagi á aflvél við lægri amperatölu en rafallinn er gefinn upp fyrir. Lægri aflstuðull eykur hættu á yfirálagi á rafalinn.

Athugið Ef enginn annar aflstuðull er tilgreindur eru rafalar frá Caterpillar hannaðir fyrir aflstuðulinn 0,8 eða minna.

Segulmögnunarkerfi

Rafalar með sísegulmagnaðri stýringu

Athugið Staðlaður rafall er hannaður með innri segulmögnun. PMPE-rafallinn er aukabúnaður.

Rafalar með sísegulmagnaðri stýringu (PMPE) fá afl fyrir spennustillinn frá stýringarsegulmagnara en ekki frá aðalsnúðnum. Stýringarsegulmagnarinn samanstendur af snúð með sísegli og sátri með sísegli. Stýringarsegulmagnarinn starfar óháð útgangsspennu rafalsins. Stöðug segulmögnun við mikið álag er möguleg vegna þess að ójöfnurnar sem verða í útgangsspennu rafals eru ekki sendar aftur inn í segulmagnarann. Ójöfnur sem þessar geta orðið við tiltekin álagsskilyrði. Við sjálfstæða notkun þolir rafallinn einnig yfirálag í stuttan tíma betur. Stýringarsegulmagnarinn tryggir einnig að rafallinn ræsist rétt jafnvel þótt snúningssviðið afmagnist alveg.

Rafalar með innri segulmögnun

Rafall með "innri segulmögnun" samanstendur af tveimur sérstökum spólusettum sem eru vafin þannig að þau passi í sérvaldar raufar aðalsátursins. Vírspólurnar mynda fullkominn aðskilnað frá aðalvafi sátursins. Vírspólurnar mynda einangrun frá aðalvafi sátursins. Aðeins er hægt að koma spólunum fyrir á aðalsátrinu á meðan verið er að vefja það.

Aukavöfunum tveimur er ætlað að sjá spennustillinum fyrir afli. Spólurnar tvær eru raðtengdar og tengdar við þriggja fasa aflinntak spennustillisins.

Annað aukavafið framleiðir spennu sem er í hlutfalli við útgangsspennu rafalsins. Hitt aukavafið virkar sem straumspennir. Hitt aukavafið framleiðir spennu sem er í hlutfalli við útgangsstraum rafalsins.

Úttakið frá spólunum tveimur er sameinað inni í spennustillinum. úttakið frá spólunum tveimur skilar stöðugu rafmagni.

Þegar aflvélin byrjar að snúa "samstæðu snúningssviðsins" (RFA) valda segulleifarnar í segulmögnunarsátrinu (L1) og innbyggðu síseglarnir í segulmagnaranum því að lítils háttar riðspenna myndast í segulmögnunarsnúði (L2). Spenna sem myndast veldur straumflæði. Straumurinn sem verður til vegna spennunnar sem myndast er í segulmagnaranum.

Riðspennan er síðan lagfærð með þriggja fasa rafrás heilbylgjuafriðilsbrúar. Ekki er þörf á segulsviðshleðslu til að gangsetja rafalinn.

Stilling fyrir hægan lausagang

Rafstöðvar eru yfirleitt með hærri stillingu fyrir hægan lausagang en aflvélar fyrir iðnað. Hægur lausagangur er um það bil 66% af snúningshraða með fullu álagi í 60 Hz einingum. Hægur lausagangur er um það bil 80% af snúningshraða með fullu álagi í 50 Hz einingum.

Það er engin stöðvun á hægum lausagangi í rafstöðvum með rafstýrðum gangráðum. Hægur lausagangur er stilltur í verksmiðjunni fyrir rafstöðvar með vélrænum gangráðum og rafstöðvar knúnar jarðgasi. Stilling á hægum lausagangi ætti aðeins að vera í höndum söluaðila Caterpillar, sé þörf á stillingu.

Athugið Notkun á rafstöð í lengri tíma á lágum lausagangshraða veldur því að það slokknar á tilteknum spennustillum. Drepa þarf alveg á rafstöðinni. Því næst þarf að endurræsa rafstöðina. Á þann hátt gefur spennistillirinn aftur frá sér afl.

Vararafstöðvar

Flestar vararafstöðvar eru búnar sjálfvirkri gangsetningu. Vararafstöðvar sinna eftirfarandi verkefnum án aðkomu stjórnanda: fara í gang, taka við álagi, keyra og stöðvast.

Vararafstöðvar geta ekki breytt stýringu gangráðs sjálfkrafa. Vararafstöðvar geta ekki breytt stillingum spennu sjálfkrafa. Gangráðshraði og spennustig þurfa að vera forstillt til að vararafstöðin starfi rétt. Þegar rafstöðinni er stjórnað handvirkt skal tryggja að gangráðshraðinn og spennustigið séu rétt fyrir sjálfvirka notkun. Kannið hvort allir rofar virki rétt. Gangsetningarrofinn ætti að vera stilltur á SJÁLFVIRKT. Neyðarstöðvunarrofar ættu að vera í stöðunni RUN (KEYRA).

Aukabúnaður í rafala

Hitarar

Viðskiptavinur getur valið að setja upp hitara. Hitararnir eru til notkunar í mjög háu rakastigi. Frekari upplýsingar um hitara eru í viðhaldskaflanum, "Hitari - skoðun".

Innbyggðir hitaskynjarar

Rafalarnir fást með innbyggðum hitaskynjurum. Skynjurunum er komið fyrir í raufunum í aðalsnúðnum. Aðalsnúðurinn er einnig kallaður sátur. Skynjararnir eru notaðir með þeim búnaði sem viðskiptavinurinn leggur til. Af þeim sökum er hægt að mæla eða fylgjast með hitastigi í aðalsnúðvafinu. Þrenns konar hitaskynjarar eru í boði. Upplýsingar fást hjá söluaðila Caterpillar.

Leguhitaskynjarar

Leguhitaskynjarar eru í boði sem aukabúnaður fyrir rafalana. Leguhitaskynjarar mæla hitastig höfuðlegu. Leguhitaskynjarar eru notaðir með þeim búnaði sem viðskiptavinurinn leggur til. Af þeim sökum er hægt að mæla eða fylgjast með hitastigi í legunni. Mælingar á hitastigi á legu geta komið í veg fyrir ótímabæra bilun í legunni.

Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.