C9.3 Marine Auxiliary Engines Caterpillar


Walk-Around Inspection

Usage:

C9.3 C93
Aðeins ætti að taka nokkrar mínútur að ganga í kringum aflvélina og skoða hana. Með því að gefa sér tíma til að framkvæma slíka skoðun má koma í veg fyrir dýrar viðgerðir og slys.

Leitið eftir leka og lausum tengingum í aflvélinni

Til að hámarka endingartíma aflvélarinnar skal skoða vélarrýmið vandlega áður en aflvélin er ræst. Leitið meðal annars eftir olíuleka eða kælivökvaleka, lausum boltum, slitnum reimum, lausum tengingum og uppsöfnun óhreininda. Gerið við eftir þörfum:

  • Hlífarnar verða að vera á réttum stað. Gerið við skemmdar hlífar eða setjið nýjar hlífar ef þær vantar.

  • Þurrkið af öllum lokum og töppum áður en viðhald á aflvélinni fer fram til þess að minnka líkurnar á að óhreinindi komist í kerfið.


TILKYNNING

Hreinsið upp alla vökva sem hafa lekið (kælivökva, olíu eða eldsneyti). Ef leki sést kannið hvar hann er og gerið við. Ef grunur er um leka skal athuga vökvahæð oftar en gert er ráð fyrir þar til lekinn finnst eða gert er við hann, eða þar til grunurinn reynist byggður á röngum forsendum.



TILKYNNING

Uppsöfnuð feiti og/eða olía á vél eða yfirborði skapar eldhættu. Fjarlægið þessar agnir með gufuhreinsun eða háþrýstidælu.


  • Tryggið að kælileiðslur og klemmur á þeim séu tryggilega festar. Leitið eftir leka. Athugið ástand allra leiðsla.

  • Leitið eftir kælivökvaleka í vatnsdælum.

AthugiĆ° Þétti vatnsdælunnar er smurt með kælivökva í kælikerfinu. Eðlilegt er að minniháttar leki eigi sér stað við kólnun aflvélar og samdráttar hluta hennar.

Mikill leki kælivökva getur bent til þess að skipta þurfi um þétti vatnsdælunnar. Upplýsingar um hvernig á að fjarlægja og setja upp vatnsdælur og/eða þétti þeirra eru í þjónustuhandbók aflvélarinnar eða fást hjá söluaðila Cat.

  • Leitið eftir leka í smurkerfinu við fremra sveifarássþéttið, aftara sveifarássþéttið, olíupönnuna, olíusíurnar og lokahlífina.

  • Horfið eftir leka í eldsneytiskerfinu. Leitið eftir lausum klemmum á eldsneytisleiðslum.

  • Leitið eftir sprungum og lausum eða skemmdum klemmum á leiðslum og hnjám inntaks- og útblásturskerfisins.

  • Leitið eftir sprungum, sliti eða öðrum skemmdum á reim riðstraumsrafals og aukadrifreimum.

Þegar skipta þarf um reimar í reimhjólum með mörgum grópum þarf að skipta um allar reimarnar samtímis. Ef aðeins er skipt um eina reim lendir meira átak á þeirri reim en þeim sem ekki voru endurnýjaðar. Eldri reimarnar eru teygðar. Umframálagið sem nýja reimin tekur á sig getur valdið því að hún slitni.

  • Tappið vatni og botnfalli af eldsneytisgeymum daglega til þess að tryggja að eingöngu ómengað eldsneyti fari inn í eldsneytiskerfið.

  • Athugið hvort lausar tengingar og slitnir eða trosnaðir vírar eru í raflögnum og rafleiðslukerfi.

  • Athugið hvort jarðtenging er vel tengd og í fullnægjandi ástandi.

  • Athugið hvort jarðtenging stjórntölvu við strokklok sé í góðu ásigkomulagi.

  • Aftengið öll hleðslutæki rafgeyma sem ekki eru varin fyrir straumnotkun startmótors. Kannið ástand rafgeyma og stöðu rafvökva, nema aflvélin sé búin viðhaldsfríum rafgeymi.

  • Kannið ástand mælanna. Skiptið um mæla sem eru sprungnir eða ekki er hægt að kvarða.

Skoðið svæðið kringum drifskaftið (á aflvélum sem eru búnar snúanlegum skrúfum (Azimuth-skrúfum))

Skoðið svæðið í kringum drifskaftið til að tryggja að engar leiðslur komist í snertingu við drifskaftið. Fjarlægið allt efni sem gæti komist í snertingu við drifskaftið.

Caterpillar Information System:

CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1402 - FMI 06
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1402 - FMI 05
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1402 - FMI 03
C9.3 Tier 4 Final Engines Basic Engine
2009/06/01 Make Sure that the Generator Set Is Stored Properly {1021, 1404, 7002}
G3304B and G3306B Engines Water Pump - Remove
3512C and 3516C Marine Auxiliary and Generator Set Engines Mounting and Dismounting
C9.3 Tier 4 Final Engines General Information
3508C, 3512C, and 3516C Locomotive Engines Cat Data Link - Test
G3304B and G3306B Engines Water Temperature Regulator - Install
G3304B and G3306B Engines Water Temperature Regulator - Remove
3500B Generator Set Engines Vibration Damper Guard
G3304B and G3306B Engines Water Pump - Install
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1403 - FMI 03
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1403 - FMI 05
CX35-P800-C18I and CX35-P800-C27I Petroleum Power Train Packages and CX35-P800 Petroleum Transmission MID 027 - CID 1403 - FMI 06
3512C and 3516C Marine Auxiliary and Generator Set Engines Gauges and Indicators
3508C, 3512C, and 3516C Locomotive Engines Electrical Power Supply - Test
C9.3 Tier 4 Final Engines Cooling System
3500B Generator Set Engines Engine Oil Pan
Replacement Long Block{1000} Replacement Long Block{1000}
3512C and 3516C Marine Auxiliary and Generator Set Engines Alarms and Shutoffs
3500B Generator Set Engines Radiator
G3304B and G3306B Engines Water Pump - Disassemble
Back to top
The names Caterpillar, John Deere, JD, JCB, Hyundai or any other original equipment manufacturers are registered trademarks of the respective original equipment manufacturers. All names, descriptions, numbers and symbols are used for reference purposes only.
CH-Part.com is in no way associated with any of the manufacturers we have listed. All manufacturer's names and descriptions are for reference only.